Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1983, Qupperneq 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. DÆGRADVOL DÆGRADVOL Þegar prjónaskap- unnn va — og vökustaurar hélduuppi afköstum Prjónaskapur er ekki lengur stóriðja á ís- landi. Nú á timum prjóna konur sér til afþreyingar mest eða til þess að búa til fagran grip og eigulegan eins og þann sem Hulda Jósefsdóttir sýnir okkur á þessari mynd. ^ Nútímakonur íslenskar iöka prjónaskap eins og formæður þeirra en þó að margar hafi af þeim starfa nokkrar tekjur þá eru hinar miklu fleiri sem fást viö hann sér til hugarhægðar og skemmt- unar. En þannig hefu’’ það ekki alltaf verið. I gamla daga var ými: konar prjónles ein helsta út- flutningsvara þjóðarinnar; bæði karlar og konur sátu á f letum sínum í my rkrinu um langa vetur og hömuðust í prjónaskapnum. Þá var alsiöa að karl- menn prjónuðu ekkert síður en konumar og þeir harðvítugustu höfðu oft prjónana sína með sér í húsin og létu ekki einu sinni verk úr hendi falla meöan þeir gengu á milli og veður leyfðu! Prjónaskapur breiðist út frá Miðjaröarhafs- löndum noröur um Evrópu á síðari hluta miðalda, segir Elsa E. Guðjónsson í bæklingi sínúm varöandi efniö og berst hingað til íslands með enskum eöa þýskum eöa jafnvel hollenskum kaup- mönnum. Elsta rituð heimild um prjónaskap er frá 1582, elsta prjónuð flík sem fundist hefur á Islandi er frá fyrri hluta 16. aldar og fannst á Stóru-Borg; áriö 1624 er fyrst getið um prjónles í útflutningsskýrslu og voru það ár flutt út 72.000 pör af sokkum og 12.000 pör af vettlingum. Rúmri öld síðar, árið 1743, komust peysur fyrst á skrá og voru taldar rúmlega 1200, útfluttir sokkar yfir 200.000 pör vettlingar 110.000 pör. Við skulum láta þessa talnarunu duga — lengra mætti telja en viö höfum væntanlega öll sannfærst um að prjónles var um langan aldur sú stóriöja sem færöi íslensku þjóðinni björg í bú þó aö ekki nýttist hún því miður sem skyldi vegna harðýðgi Dana- konungs. Svo mikilvæg var þessi stóriðja að vinnuharðir húsbændur settu vökustaura sem kallaöir voru á augnlok hjúanna til þess að engum sigi blundur á brá. Staurar þessir voru gerðir úr smáspýtum, ámóta stórum og eldspýtur gerast nú á dögum. Stundum var og notaö baulubein úr þorskhöfði eöa eyruggabein úr fiski og má nærri geta hvílíkt kvalræði þessi andstyggilegi tæknibúnaður hefur veriö vansvefta fólki. En nú er öldin önnur. Prjónaskapur er ekki lengur stóriðja, heldur smáiðnaður, skemmtun og list. Við höfum leitað til tveggja kvenna sem báðar koma mjög við sögu prjónaskapar og þó hvor á sinn hátt — Mjöll Snæsdóttir er vísinda- kona og gróf upp elsta prjónles landsins úr húsa- rústum Stóru-Borgar en Hulda Jósefsdóttir er listakona og hefur um árabil fengist við að „yrkja með garninu sinu”, eins og einn sænskur gagnrýn- andi komst að orði um verk hennar. FLÍK ER MYND __a.___________ — segir listakonan Hulda Jósefsdóttir Allt líf er list, sagði vitur maður f yrir löngu, og þó að þetta sé víst ansi stórtæk alhæfing og þar af leiðandi nokkuð varasöm þá er hitt löngu sannað að list- hneigöur maður getur gert sér mat úr flestu sem á f jörur hans rekur. Sumir fara höndum um blautan leir og vinna úr honum fögur ker og aðra muni, sumir draga farða á dúk og skapa þar paradís litrófsins, aörir kjósa aö hrærast í ríki hljóma og hrynjandi og enn aðrir smíða ódauðleg listaverk úr þeim sömu orðum og allur þorri manna notar dags daglega til venju- legra samskipta. Ullin okkar góða er líka til ýmissa hluta fallin og þó að flest- um nægi að hafa hana til skjóls í kuldum þá eru líka til þeir sem brenna í andanum að glæða hana nýju, spennandi og óvæntu lífi og hefja þetta rammíslenska nátúrunnar efni upp á hin æðri svið listarinnar. Ein slík kona er Hulda Jósefs- dóttir og þó að vissulega sé óra- tími liðinn frá því að Anna á Stóru-Borg og aðrar röskar kon- ur undir Eyjafjöllum voru að prjóna plögg á ástvini sína þá er ullin ennþá sú hin sama og kannski glíma íslenskar konur enn við svipuð vandamál og í þá daga. ,,Já, ullin er sú hin sama,” segir Hulda Jósefsdóttir, ,,því að sauðfjárstofninn er enn hinn sami og landið líka en þó höfðu konurnar á Stóru-Borg á vissan hátt betri aðstöðu en við sem nú erum uppi. Þær gátu í fyrsta lagi valið sauðina sjálfar sem þeim leist best á og vildu nýta ullina af, þær gátu aðskilið þel og tog og ráðið samkembingu og þar með litunum og þetta er aðstaða sem ég vildi svo sannarlega fá aðnjóta líka.” — En nú er farið að blanda útlendri ull í þá íslensku! „Já, hún er blönduð uU frá Nýja-Sjálandi og ég hef reyndar aldrei fengið skýringu á því hvernig á þeirri blöndun stendur og ég veit ekki til þess að ullar- verksmiðjumar hérlendis ráðg- ist neitt viö hönnuði varðandi þá meðferð. En auðvitað væri langbest að þeir sem það kjósa ættu kost á ómengaðri, íslenskri uU tilsinna þarfa.” — Hvernig víkur því við að áhugi á ull tU tískufata hefur blossað svona upp á seinni árum? „Kannski vegna þess að ulUn' er svo sígUt efni tU klæðagerðar, eins sígilt og nokkurt efni getur verið. Það er svo loftkennt, svo Ufandi og fjaðurmagnað og býr yfir óþrjótandi leiðum til endur- nýjunarog sköpunar.” — En nú verður væntanlega sá sem ætlar sér að skapa úr ull að taka eitthvert tUUt tU notagildis- ins því ekki er verra að einhver vilji klæðast flíkinni! „Flík er mynd og mynd er annaöhvort góð eða vond og það er háð iögmálum myndUstarinn- ar hvort hönnun heppnast eða ekki. Fólk hefur sóst eftir mín- um flíkum en það er ekki mitt að ákveða hvort það gengur í þeim eða ekki. Það eina sem skiptir mig máli er að ná Ustrænum árangri í minni grein,” sagði Hulda Jósefsdóttir. Pils, peysa og slá i mórauðu og gráu, rammislenskum sauðalitum. Þessi glæsilegi klæðnaður sómir sér vel á Sif Jónsdóttur og virðist henta jafnt i starfi sem við önnur tækifæri. Hönnun HJ. Mynd BH. DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRUAR1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL ELSTA PRJÓNLES LANDS- INS FANNST Á STÓRU-BORG — Eyf ellingar of prúðir til að ganga aftur Langflestir okkar láta sér nægja að njóta lystisemda liðandi stundar enda má segja að af nógu sé aö taka; sumir leita aftur í tímann og finna sinn unað í sögnum af liðnum tímum og enn eru þeir sem hvorki láta sér duga líöandi stund né sagnir hins liðna — þaö eru fornleifafræðingam- ir, mennirnir sem einlægt eru aö af- hjúpa leyndarmál fortíðarinnar hvar sem þau felast í fornum rústum, hól- um og börðum. Einhvem veginn hefur þannig æxlast hér á landi að margir eða flestir íslenskir fomleifafræöingar eru konur þó aö yfirleitt hallist vist frekar á kvenþjóðina í langskóla- námi; kannski kemur þetta hlutfaU til af því aö fomieifafræðingar hafa annasaman starfa og lýjandi á stundum, þeir verða að moka með gætni allan iiðlangan daginn og velta þungum hnullungum en til þeirra verka eru konur víst best fallnar, sagöi mér Mjöll Snæsdóttir og kímdi við. Elsta prjónles landsins Mjöll Snæsdóttir hefur af röggsemi stjórnað uppgreftri og rannsóknum austur á Stóru-Borg undir Eyjafjöll- um. Þar hefur hún tínt upp úr sand- bomum sveröinum nærri 3.000 gripi, stóra og smáa, og sumarið 1981 fann hún eitt lítið klæðisplagg sem við skulum skoða með henni í dag. „Hann lætur nú ekki mikiö yfir sér þessi vettlingur,” segir MjöU, „en þetta er elsta prjónles sem fundist hefur á Islandi. Hann er rétt mátu- legur á mig eins og þú sérö svo að annaðhvort hefur hann tUheyrt konu eða handnettum karlmanni.” — H vað er hann gamall heldurðu? „Hsinn er nú orðinn nokkuö roskinn því að hann er frá 16. öld og líklega snemma á henni frekar en hitt. Elsta rituð heimUd um prjónles á Islandi er frá 1582 og þaö er taliö að þessi íþrótt hafi borist hingaö snemma á þeirri öld.” Prjónaskapur Baldur Hermannsson — Hann er f urðulega heUlegur. „Það eru svo skínandi góð varð- veisluskUyrði á Stóru-Borg. Bæjar- stæðið var flutt tU 1840 vegna ágangs sjávarins og auk okkar hefur Þórður Tómasson, safnvöröur í Skógum, fundið þama aragrúa gripa sem vetrarbrimið hefur losað um og það Mjöll Snæsdóttír fornfeifafræðingur með prjónavettling frá Stóru-Borg, kannski ekki þann fyrsta á landinu en að minnsta kostí þann elsta sem fundist hefur. er hvergi nærri fuUeitað þama ennþá.” — Á hvorri hendinni var hann notaður? „Þaö er nú ekki gott aö sjá það en mér hefur alltaf fundist þetta vera hægri handar vettlingur.” Enginn draugur — Oskaplega er nú einkennUegt að hugsa til þess, MjöU, að við skulum vera að handleika flík sem einhver löngu framUðin kona hefur borið á hendi sér; er það ekki undursamleg tilfinning sem grípur þig þegar þú ert að bauka þarna í rústunum og bókstaflega kaUar upp úr jörðunni þessa fomugripi? „Ekki hef ég nú oröiö vör við neina slfka tilfinningu en ég er kannski ekki svo náttúruð fyrir slíkt. En auð- vitað er gaman að finna svona hluti, þaö væri nú annaöhvort. ” — Hafið þið fornleifafræðingamir aldrei orðið varir við neitt þarna á Stóm-Borg þegar þið eruð aö hand- fjalla muni hinna framliðnu? ,,Ekki er það nú. Ég er víst ekki svo næm á þess háttar.” — Ekki trúi ég nú öðru en einhvern tíma hafi draugsómynd vitjað ykkar í svef ni og saknað gripa sinna ? „Það hefur aldrei boriö neitt á neinum draugagangi hjá okkur. Eg held að EyfelUngar séu bara aUtof mUcU prúðmenni til þess að ganga aftur,” sagði MjöU Snæsdóttir og strauk þýðlega yfir þumaUnn á elsta prjónavettUngi landsins. ,,Fólk hefur sósf eftir flikum minum en það er ekki mitt að ákveða hvort það gengur i þeim eða ekki. Það eina sem skiptir mig máli er að ná listræn- um árangri i minni grein," segir Hulda Jósefsdóttir sem ,,yrkir i ull" eins og einn sænskur gagnrýnandi komst að orði. Þessi snotri og dálitíð djarfi jakki á heima einhvers staðar mitt á milli ullarskúlptúrs og skartkiæðnaðar og ekki ber á öðru en hann þjóni báð- um markmiðum með ágætum. Hönnun HJ. MyndBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.