Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Page 6
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur „Verðtrygging lána kallar á lengri lánstíma en bankar bjóða nú” — Stefán Ingólfsson á fræðsluf undi Kaupþings „Víðast á Vestfjörðum greiða menn einungis lítinn hluta íbúðarverðs sem útborgun. Algengt er aö 10% kaup- verðs séu greidd þegar kaupin fara fram. Þetta tíðkaðist einnig hér á landi á meöan verðbólga var lítil og raun- vextir jákvæðir,” sagði Stefán Ingólfs- son, verkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins, í erindi um þróun söluverðs á fasteignamarkaði undanfarin ár og fleiri tengd mál á fræðslufundi á vegum Kaupþings nýlega. Hann geröi einnig grein fyrir greiðslukjörum og breyttri vaxtastefnu í erindi sínu. Um greiöslukjör sagði hann meðal annars. — Utborgun var í upphafi greidd viö frágang kaupsamnings og afsals sem oft var sama skjalið. Nú dreifist hún hins vegar á langan tíma. Ekki er óal- gengt að afsal sé gefiö út ári síöar en kaupsamningur er undirritaður. Um 1970 haföi hlutfall útborgunar hækkað í nálægt 50% af söluverði. Eftirstöðvar lánaði seljandi til 12 ára á 8% ársvöxtum, auk þess sem kaup- andi yfirtók hliðstæð veðlán sem hvíldu á eigninni. Árið 1977 var algengt að 65% sölu- verðs væri greitt sem útborgun. Þá voru lán almennt til 8 ára á 12% vöxt- um. Næstu ár hækkaði hlutfall út- borgunar enn og var 75% í árslok 1979. Eftirstöövar voru þá greiddar á 4 árum með 18% ársvöxtum. Síðustu þrjú ár hefur þetta hlutfall lítiö breyst. Hæst hefur það orðið 78% til jafnaðar í apríl 1982 og í nokkrum' mánuðum farið niður í 74%. Stefán Ingólfsson sagði einnig að þrátt fyrir að svonefnd „húsnæðis- stjórnarlán” hefðu í nokkurn tíma verið verðtryggð að hluta mætti segja að verðtrygging lána hefjist ekki fyrr en árið 1979. Fram til þess tíma voru eftirstöðvar húsnæðisstjórnariáns, sem kaupandi yfirtók viö sölu íbúðar, jafnvel í mörgum tilfellum ekki uppreiknaöar svo að hann greiddi stundum hærra verð fyrir hana en imi var samið. Það var ekki fyrr en í ársbyrjun 1981 að segja má að flestöll áhvílandi lán væru uppreiknuð við sölu. Hlutfall út- borgunar af heildarverði breytist nokkuð eftir því hvort þensla eða sam- dráttur er á fasteignamarkaðinum. Þegar þensla er hækkar hlutfalliö en lækkar aftur á móti þegar samdráttar gætir. Breytt vaxtastefna Þegar litið er á byggingarkostnað, reksturs- og viðhaldskostnað dæmi- gerðra íbúða sem íslenskar fjölskyldur komu sér upp á síðasta áratug er aug- ljóst að fé til kaupanna hefur ekki komið af launatekjum nema að tak- mörkuðum hluta. Þannig má reikna með að afborganir og vextir af 150 fermetra húsi séu um 90 þúsund krónur og rekstur og viðhald ekki undir 60 þúsund krónum á ári. Þá hefur reyndar verið reiknað með kynd- ingarkostnaöi húss í Reykjavík og húsið greitt með verðtryggðu láni til 30 ára með 2,5% vöxtum svo að upphæöin er í raun hærri. Þetta er miðaö við verölag í janúar 1983. Þetta er augljós- lega talsvert umfram það sem venju- leg fjögurra manna fjölskylda getur tekið af launum sínum eða 12.500 krón- urámánuöi. Þaö sem hér hefur komið til eru nei- kvæðir vextir á flestum þeim lánum sem tekin voru til að kaupa eða byggja íbúðir á þessum árum. Meö tilkomu fullverðtryggra lána eru þessir neikvæðu vextir að mestu úr sögunni og fólk verður nú að endur- greiöa á raunvirði flest þau lán sem tekin eru í þessum tilgangi. Áhrifin verða væntanlega þau að á næstu árum minnki meðalstærð nýrra íbúöa eða að þeim fækki og að eftir- spum eftir notuðum íbúðum breytist þannig að meiri ásókn verði í litlar og meöalstórar íbúöir. Þá er einnig ljóst að eftir því sem fleiri lán verða verðtryggð mun heild- arupphæð þeirra lána sem taka veð í íbúðumhækka hlutfallslega. Þegar íbúðir sem voru seldar áriö 1980 og síöar fara að koma í endursölu kemur þetta sennilega betur í ljós. Að sögn Stefáns Ingólfssonar má reikna með að sökum þess að ákveðinn fjöldi íbúöa gengur mjög ört kaupum og sölum, megi reikna með að útborg- un í mörgum íbúðum muni hækka, ein- faldlega vegna áhvílandi verðtryggðra lána sem kaupandi yfirtekur. Verötrygging er því í raun nú þegar orðin viðtekin venja í fasteigna- viöskiptum hér og þess verður vart lengi að bíða að þau skuldabréf sem seljandi gefur út verði einnig verð- tryggö til samræmis viö önnur lán. Áhrifavaldar á verð íbúða Þegar litið er burt frá almennu efna- hagsástandi í landinu og stjómmála- legum þáttum er ljóst að ákveðin atriði hafa áhrif á verð íbúðarhúsnæðis. Möguleikar fólks, einkum ungs fólks, til aö kaupa íbúð ákvaröast af þeim lánum sem í boöi eru og þeim kjörum sem þau eru á. Verðtrygging lána kallar á lengri lánstíma en bankar bjóða nú. Þau bankalán sem nú eru algeng greiðast á 4 árum. Þau hafa sömu ókosti og gömlu óverðtryggðu lánin aö greiðslubyrði þeirra er mjög mikil frá byr jun en ekki þann kost að minnka aö verðgildi með tímanum. Þessi lán beinlínis auka ásókn í litlar íbúðú-. Stefán Ingólfsson, verkfræöingur hjá Fasteignamati rikisins. Væri greiðslutími þeirra lengdur má búast viö að kaupendur reyndu að festa sér stærri eignir. Slæm greiðslukjör á verði íbúða hafa sömu áhrif en auk þess gera þau mark- aðinn í heild ákaflega óstöðugan. Fyrir fólk sem er aö kaupa í fyrsta sinn er nauðsynlegt að hlutfall útborgunar sé sem lægst. Þá getur þaö fest íbúð í samræmi við greiðslugetu og er ekki eins háð því fé sem það hefur handbært þá stundina. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir ungt fólk. Fyrir fólk sem er að skipta um íbúð er þetta einnig mikilvægt. Síðustu árin hefur, má segja, verið um vöruskiptaverslun að ræða hjá þessum hópi húseigenda en ekki peningavið- skipti. Fólk þorir ekki að selja eldri eign fyrr en ný hefur verið fundin því annars á þaö á hættu að eigur þess brenni upp á verðbólgubálinu ef dagar eða vikur líða frá því þaö selur gömlu íbúðina þangaö til að kaup eru fest á nýrri. Afleiöingin eru keðjusölur sem flestirþekkja. Skuldabréf verðtryggð Greiðslukjör veröa ekki bætt nema meö því aö verðtryggja útgefin skulda- bréf. Ef það verður að reglu má fljótlega lækka útborgun í 65% og síðar niður í 50%. Verðsveiflur markaðarins leyfa þó tæplega að hún fari niður fyrir 30— 40%. Framboð byggingarlóöa og sam- setning þeirra hefur áhrif á íbúðar- verð. Nauösynlegt er að menn hafi mögu- leika á að velja á milli þess hvort þeir byggja nýtt (kaupa nýtt) eða kaupa eldra húsnæði. Lóðarskortur hefur þau áhrif að söluverð eignar getur hækkað upp fyrir kostnaðarverö hennar. Undan- farin ár hefur veriö lóðaskortur á öllu höfuöborgarsvæðinu. Framboðið hefur einnig verið aö mestu bundið við lóðir undir sérbýli, það er einbýlishús og raðhús. Fjöibýl- ishúsalóðum hefur fækkað mikið og auk þess hefur stór hluti þeirra farið undir verkamannabústaöi og hefur því ekki áhrif á hinn frjálsa markað. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir sérbýlis- lóöum því 4—10 aðilar sækja um hverja lóð sem auglýst er til úthlutun- ar. Gangverð lóða er einnig svo hátt að nær útilokað er að selja einbýlishús fyrir byggingarkostnaði. Skortur á fjölbýlishúsalóðum veröur þó væntanlega enn alvaríegri þegar litið er til hinna stóru árganga af ungu fólki sem þarf að kaupa sér íbúð í fyrsta sinn á næstu árum. Borga 3500 króna toll af afmælisgjöfinni HEIMILT AÐ TOLLLEGGJA GJAFIR SEM KOSTA MEIRA EN HUNDRAÐ KRÓNUR PáU Jensen hringdi frá Borgamesi: Ég er svo fuUur haturs, alveg niður í maga, að ég má til með að koma því á prent. Það hef ég aldrei gert áður á ævi minni. Þann 20. febrúar 1983 átti konan mín fertugsafmæli. Ekki einum einasta manni var boðið heim en samt streymdu vinnufélagar hennar að svo að litla stofan okkar fylltist gersamlega. Konan mín er glaðlynd og hlær flesta daga. En þetta kvöld var alveg sérstakur gleðlglampi í augumhennar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þann 23. sama mánaöar kom af- mælisgjöf frá skyldfólki hennar í Danmörku. Samkvæmt pappírum sem fylgdu pakkanum og voru gefnir út af íslenskum aðilum var í honum ein súpuskál og fimm boUar. Viö gátum fengið að leysa út pakkann gegn því að borga rúmar 3500 krónur. Nánar tU tekið 1472 krónur fyrir súpuskáUna og bollana sem kaupverð þeirra, afgangurinn var gjöld til íslenska ríkisins. Með góðri hjálp afgreiðslustúlkna á pósthúsinu í Borgarnesi fékkst greiðslan lækkuö í 950 krónur gegn því að komið yröi með greiðslukvittun frá versluninni í Danmörku. Mikið get ég fyrirgefið ráða- mönnum og embættismönnum. En þegar þeir slökkva gleðiglampann í augum konu minnar er mæUrinn fuUur. Þið mættuð skammast ykkar., Ein þaulhugsuö spuming í lokin. Er íslenska þjóðin samansett af öUum þegnum hennar eða aðeins ráðherr- um, verkalýðsleiðtogum og öörum „nauðsynlegum” mönnum? Allt saman tollur Á pósthúsinu í Borgamesi fengust þær upplýsingar að Páll hefði gert íslenska ríkinu rangt tU. Það hirti nefnUega aUar 3500 krónurnar en ekki bara 2028 krónur eins og Páll hélt. Þetta er allt saman tollur af þeim 1472 krónum sem ráða má af upplýsingum frá Danmörku að innihaldið hafi kostað. Söluskattur er einnig greiddur af þeirri upphæð. Vegna þess aö svonefnda EFTA skýrslu vantaði með böggUnum fer hann í hæsta toUflokk. Þegar hins vegar er hægt að framvísa þeirri skýrslu (sem mun vera á leiðinni tU landsins) fer gjaldiö niður í lægsta toUflokk. Samkvæmt tollskrá. A tollpóststofunni fengust þær upplýsingar að tollun á gjöfum væri samkvæmt 9. málsgrein 3. greinar tollskrár frá árinu 1978.1 henni segir að heimilt sé að fella niður tolla af gjöfum sem aðilar búsettir erlendis senda hingaö af sérstöku tilefni ef verðmæti þeirra er ekki meira en 10.000 krónur. En þetta eru gamlar krónur þannig að verðmætið er núna komið niöur í 100 krónur. Er ljóst að gjöfin má ekki vera stór svo hún sé ekki dýrari en þetta. Þama hefur greinUega gleymst að færa mörkin upp með verðbólgunni, þannig að fleiri afmælisböm mega búast við því að gleðiglampinn verði slökktur í augum þeirra á næstunni. Bækur mega vera heldur verðmætari en aðrar gjafir, kosta 250 krónur ef þær eru tU eigin nota. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.