Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. 11 Ólafur Styrmir Ottósson, skrifstofustjóri Búnaóarbankans. D V-mynd G VA. ,Engar vomur voru á okkur þegar til kastanna kom' Rætt víð Ólaf St. Ottósson „Þetta starf sem ég tek viö í Búnaöarbankanum nú um mánaða- mótin er nýtt starf innan bankans,” segir Olafur Styrmir Ottósson, er fundum okkar bar saman yfir kaffi- bolla nýlega. Olafur skiptir um starfsheiti um þessi mánaöamót. Hann hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra markaösdeildar hjá Aiafossi síöastliöin þrjú ár en sest nú í sæti skrifstofustjóra Búnaöar- bankans. ,Starfssviðið veröur meöal annars vinnustjóm, hagræðing og þjálfun starfsfólks. Aö sjálfsögöu er þetta mjög áhugavert verkefni að mínum dómi og ég hlakka til að hef ja störf á nýja vinnustaðnum.” Olafur Styrmir er fæddur á Siglu- firöi áriö 1943 og lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1962. Eftir skólanám lá leiöin í sölumennsku í iönaðardeild SÍS og eins og hann segir sjálfur „... égseldi skó, peysur og handprjónaband í rétt tvö ár”. „Ég hóf svo störf í Samvinnubank- anum vorið 1966, fyrst sem kassa- gjaldkeri. En á þeim níu árum sem ég starfaði þar gekk ég í gegnum allan „prosessinn” í bankanum, fyrst gjaldkeri, síöar fulltrúi, deildarstjóri og aðalféhirðir var ég síöustu tvö árin í bankanum.” Olafur hætti í Samvinnubankanum áriö 1973 og ástæðan var auglýsing í dagblaöi, sem hann og kona hans, Steinunn Árnadóttir, rákust á. Dvölin í Kenya „Það þarf stundum lítið til aö breyta iífsins atburðarás,” segir Olafur og kímir yfir kaffibollanum og kleinunni. „Við sáum sem sagt auglýst störf í Kenya á vegum ríkis- stjórna Norðurlandanna. Þama voru á ferðinni norræn samvinnuverkefni sem stjórnaö var af dönsku þróunar- stofnuninni. Viö sendum inn umsókn af bríaríi eingöngu, en þegar til kastanna kom og starf í boði, voru engar vomrn- á okkur. Viö fórum til Kenya og vorum þar í tæp fjögur ár.” Þaö voru 40 ráðunautar frá öllum Noröurlöndunum sem voru í Kenya á þessum tíma og verkefni þeirra mörg og misjöfn. Olafur var spuröur í hverju hans starf heföi verið fólgiö á suðurslóöum. „Verkefnin skiptust í fjóra liði má segja. Fyrst var það almenn stjórnun, þá reikningshald, inn- og útlánastarfsemi og félagsmála- fræösla. A svæðinu í kringum Kisii, þar sem viö vomm fyrstu tvö árin, em margir smábændur. Þetta er mjög frjósamt svæði vestast í Kenya, austur af Viktoríuvatni. Mikil ræktun er hjá bændum og aðstoð okkar beindist aö því aö gera framleiðslufyrirtæki smábændanna starfhæf. Bændur komu meö sínar afuröir á innvigtunarstöð, afurö- unum var síðan komiö í peninga á markað og þeim aftur til bændanna og það meö sem minnstum milliliða- kostnaöi. Þama vom engin flutningatæki önnur en eiginkonur bændanna og miöuðust allar fjarlægöir við burðar- getu eiginkonunnar. ’ ’ Kilimanjaro „Tíminn þarna var mjög skemmti- legur og gagnlegur. Þaö sem stendur upp úr í minningunum er hvað fólkiö er kurteist og jákvætt, sem ég held að liggi að einhverju leyti í menningararfi þjóöarinnar. En þama er fólk tiltölulega ánægt meö sitt hlutskipti, bæöi í Kisii og Nairobi þar sem viö vorum seinni tvö árin.” Olafur Ottósson er greinilega hógvær maður mjög. Hann taldi að eitt það eftirminnilegast frá dvöl- inni í Kenya væru útilegumar sem þau hjónin og dæturnar þrjár heföu fariö í. Þá var haldið í þjóðgaröana svokölluöu og innan um gesti í tjald- búöunum töltu fílar og aörir „stór- gripir”. En hann minntist ekki á ferö sína á topp Kilimanjaro fjallsins, sem viö höföum hugmynd um aö hefði veriö farin. „Já, ég fór ásamt níu öörum í þessa fjallgöngu. Það voru tveir aörir Islendingar í hópnum, Steinar Höskuldsson og Oskar Oskarsson. Við komumst fimm upp á f jallstind- inn, sem er í tæplega 6 þúsund metra hæö,” segir Olafur,” jú, viö allir Islendingarnir þrír.” Þessi síðasta athugasemd er tilkomin vegna spumingar blaöamannsins, sem borin er fram, líklega af einhverjum þjóðarrembingi, hvort Islending- amir þrír hafi verið í þeim fimm manna hópi sem komst alla leið upp. „Þegar heim kom áriö 1977 fór ég í starf starfsmannastjóra hjá Álafossi og hef verið þar síöan, síðustu árin sem framkvæmdastjóri.” Olafur heldur áfram, nú yfir tómum kaffi- bolla. „Það hefur veriö ánægjulegt að vinna við þaö að selja ullarvörur okkar á erlendum mörkuðum. Og ég tel aö svigrúm sé til aö auka sölu íslenskrar ullarvöru í sumum löndum, til dæmis í Bandaríkjunum og Frakklandi. Varan er í áliti sem gæðavara þar sem hún er þekkt. ” Or ullinni yfir í peningamusteri fer Olafur nú og honum er óskað góðs gengis í nýja starfinu. -ÞG. Sambandsstjórn Verkamannasambands Islands: Mótmælir vísi- tölufrumvarpinu Sambandsstjóm Verkamannasam- bands Islands hefur mótmælt harðlega vísitölufrumvarpi forsætisráöherra. I ályktun frá stjórninni er skorað á Alþingi aö fella f rumvarpiö. Sambandsstjórnin ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um að 8—11 þúsund króna mánaðarlaun hins almenna verkafólks séu hvorki undirrót verð- bólgunnar né hins mikla viöskiptahalla viðútlönd. Einnig eru itrekaðar fyrri yfirlýsing- ar verkalýöshreyfingarinnar um aö hún sé reiðubúin til samninga um nýj- an viömiðunargrundvöll vísitölu og nýjar leiöir greiöslu veröbóta á laun sem vemda myndu fullan kaupmátt lægri launa. Sambandsstjórnin mótmælir ennfremur hvernig greiðsla láglauna- bóta hefur veriö framkvæmd. Þess er krafist að dregið veröi úr óþörfum og stjómlausum innflutningi sem á sinn þátt í hinum mikla viöskiptahalla við útlönd og að lögö veröi áhersla á frekari fullvinnslu afurða hér innan- lands. .pÁ SÍDUSTU DAGAR Á NU er Partner-verksmiðjuútsölunni að Ijúka þetta árið. ENN er þó tækifæri til að kaupa buxur á einstöku verði, háskólaboli, skyrtur, peysur eða úlpur, að óg/eymdri hrúgunni fræguþar sem þúgetur fengið fangfyl/i fyrir sáralítið verð. OPIÐ: þríðjud. — miðvikud. ki. 10—19, fimmtud. —föstud. kl. 10-22; laugardag kl. 10-19. VERKSMIÐJUÚTSALAN Blossahúsinu — Ármú/a 15. Simi 86101.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.