Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. Ríkisrekin áróðurs- ^ tækni fyrir útlendinga? I fyrri grein varpaöi ég fram þeirri spurningu hvort veriö geti að íslenskir fréttamenn séu undir áhrifum eöa jafnvel stjórn erlendra áróöursmanna. Síöan reifaöi ég stuttlega hvernig KGB, leyniþjónustan sovéska, hefur starfað aö einni umfangsmestu áróöursáætlun sem skipulögö hefur verið. Ég benti einnig á aö athafnir fréttamanna hljóövarps og sjónvarps hafa þótt svo vangæfar um alllangt skeiö að ýmsum hef ur orðiö spum. I þessari grein bendi ég á fáein dæmi, máli þessu til skýringar. Nicaragua — Honduras Fyrir nokkru var í þættinum Kast- ljósi í sjónvarpi sýnd bresk fréttamynd um væringar á landamærum Nicar- agua og Honduras. Sagt var frá innrásarundirbúningi stuöningsmanna Somosas, fyrrum einræöisherra í Nicaragua, í landið og væntanlegri tilraun þeirra til aö bylta hinni nýju stjórn sandinista. ögmundur Jónasson fréttamaöur fullyrti í þættinum aö innrásin væri undirbúin meö velvilja stjórnarinnar í Honduras og sagöi aö „rökstuddur grunur” væri fyrir því aö Bandaríkjastjórn stæöi á bak viö innrásaraðilana, þótt sá rökstuöningur kæmi aldrei skýrt fram. Nú er ekki verið aö vefengja þessar fréttir, þær hafa sést svipaðar annars staðar, heldur er þaö furðulegt að ekki skyldi koma fram, samhliða þessari frétt, aö um þessar mundir er Nicaragua oröiö mesta hemaðarveldiö í Miö-Ameríku, sem ógnar orðið ríkjunum umhverfis. Nú er liðiö u.þ.b. ár síðan fariö var aö vekja athygli á þeirri staöreynd aö hernaðarumsvif Marxistastjórnar- innar í Nicaragua væru orðin margföld á viö ríkin umhverfis. Það er mikið áhyggjuefni stjómvalda nágrannaríkj- anna aö Kúbumenn hafa sent til lands- ins tugi hemaöarsérfræðinga, sem starfa viö aö þjálfa upp 50.000 manna her á meðan E1 Salvador, Honduras og Guatemala em með 12—15.000 manna herlið. Með sovéskum vopnum er hin marxíska stjórn sandinistanna aö hefja meiri háttar hervæöingarkapp- hlaup. Hverju mannsbarni er þaö ljóst að allar hugmyndir manna um vígbúnaö grannríkjanna gegn Nicaragua hljóta aö taka miö af gífur- legum herstyrk sandinistastjómar- innar og þær upplýsingar eru því óaöskiljanlegur hluti af þeirri frétt sem ögmundur sagöi í umræddum Kastljóssþætti. Þaö hlýtur því að þykja dálítið sér- kennilegt aö sérfræöingur í erlenduin fréttum hjá sjónvarpinu skuli láta aöra eins stórviöburöi fara fram hjá sér og raunar er full ástæöa til aö efa aðhanngeriþað. Sjálfsagt er óþarfi aö minnast á aö fréttastofa hljóövarpsins hefur ekki séö ástæöu til aö geta þessara atburöa enda virtist svo vera aö þar hafi menn skyndilega misst allan áhuga á Mið- Ameríku þegar úrslitin úr kosningun- um í E1 Salvador í mars sl. urðu ljós. Gult regn Meö tilliti til þess að stór hluti frétta- manna ríkisfjölmiðlanna er af þeirri kynslóð sem safnaöi hári og skeggi og söng baráttusöngva gegn efnahernaöi og napalmsprengjum í Víetnam þykú- þaö nokkurri furöu sæta aö þeir skuli ekki sjá ástæöu til aö nefna ásakanir Bandaríkjamanna og annarra um aö Víetnamar stundi efnahernaö í Kampútseu og Laos og Sovétmenn í Afganistan. Sovétmenn eiga svæsiö Kjallarinn Haraldur Krist jánsson vopn, sem nefnt hefur veriö „Gula regniö”, og þeir era sagöú- nota í Afganistan gegn hinum „sundurleitu skæruliöum”, eins og fréttamenn hljóövarps hafa nefnt þá. Þetta er gul- leitt efni, sem sprautaö er úr flug- vélum eöa dreift meö litlum sprengj- um og fellur til jaröar í litlum, slím- kenndum og banvænum dropum, sem valda brunablöörum, uppsölum og óstöövandi blæðingum, uns fómar- lömbin láta lífiö. Þetta vopn em Sovét- menn sagðir hafa lánað félögum sínum úr „þjóðfrelsisher Víetnama”, erns og hann hét í munni „friðarsinna” hér á árum áöur. Þaö er rökstuddur grunur fyrir því að Sovétmenn úöi „gulu regni” yfir íbúa Afganistan og Víetnamar geri hið sama í Kampútseu og Laos. Sá gmn- ur er studdur ljósmyndum, sem teknar hafa verið af fórnarlömbum, og öömm gögnum, sem borist hafa af þessum ófriöarsvæðum. Eölilega er það krafa íslenskra fréttaneytenda, þótt frétta- mönnum þyki kannski vont aö svo alvarlegra frétta sé getið og þeim gerö skil í sérstökum fréttaskýringa- pistlum. Orð og áherslur Þaö sem hægt er aö henda reiöur á, án þess aö helga því allan tíma súin, era fréttnæmir atburöir, sem getið er hjá erlendu fréttastofunum en ekki er getið hjá fréttastofum Ríkisútvarps- ins. En þaö er erfiöara aö henda reiöur á sérkennilega oröa- og áherslunotkun og aörar smávægilegar „lagfæringar” sem orönar eru mjög áberandi. Frægt var á sínum tíma þegar sami sjónvarpsfréttamaöur, Ög- mundur Jónasson, sagöi meira en mörg orö gátu meö einu brosi framan í sjónvarpsáhorfendur þegar hann fjallaöi um stjómarstefnu ríkisstjóm- ar Margaret Thatcher í Bretlandi. Eúis og fyrr segir heita frelsissveitir Afgana „sundurleitur skæm- liðahópur” í munni fréttamanna hljóðvarps. Solidarnosc, pólsku verka- lýösfélögm, vom fyrir skömmu orörn „ólöglegu verkalýösfélögúi”. Þótt Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, sé nefndur „kvikmynda- kúreki” er Yuri Andropov aldrei nefndur „blóöugi lögregluforúigúm” eða „vígamaðurinn” eöa „samsæris- maðurinn” þótt ferill hans sé líklega blóöugri og hryllilegri, sem yfirmanns KGB, en nokkurs annars núverandi valdamanns í heiminum. Slikir orðaleikir og áherslubreytmgar virðast ekki stórmál þegar um einstök atvik er aö ræöa en þau hafa sín áhrif þegar til lengdar lætur. „Disinformation"? Er hugsanlegt aö fleiri íslenskir fréttamenn en þeir sem vinna á Þjóö- viljanum fái „lrnuna” erlendis frá? Viökvæöiö er jafnan: „Þetta skeður ekki á Islandi.” Fáú- trúa því aö þaö geti verið aö útlendingar hafi nokkum áhuga á Islandi varðandi hemaðar- starfsemi, njósnú- eöa áróöur. Minni- máttarkenndúi gagnvart útlendingum er svo yfirgengileg. Þeir aöilar sem hagsmuni.hafa af smælingjahugsunar- hættúium gera eölilega sitt til aö ala á honum. Menn geta haft ýmsar skoöanir á þessum málum, þótt þeir séu kannski ekki tilbúnir til aö dæma vangæfa fréttamenn hjá þunglamalegum ein- okunarstofnunum. Vandamálið er því alvarlegra fýrir þá sök að RUV hefur einokunaraðstöðu og því gefast ekki færi á aö fúina mótvægi við einhliða og lituðum fréttaflutnúigi annars staöar en í dagblööum, sem koma fyrir augu aöeins brots af þeim fjölda sem horfú á sjónvarp eöa hlustar á útvarp. I Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um, þar sem fjölmiölun er þó frjálsari en hér, hafa menn álitið þetta alvar- legt vandamál eins og fyrr segir. Því er veruleg ástæöa fyrir Islendinga aö gefa því vandlega gaum þótt hér hafi ekki verið flett ofan af neinum meiri háttar hney kslismálum ennþá. Haraldur Kristjánsson. A „Sovétmenn eiga svæsið vopn, sem nefnt hefur verið „gula regnið” og þeir eru sagðir nota í Afganistan gegn hinum sundur- leitu skæruliðum”, eins og fréttamenn hljóðvarps hafa nefnt þá.” J:íÆ Wm w xyy* / Fórnarlamb rógsins: Höskuldur hvítanesgoöi. (Mynd eftir Þorvald Skúlason, Ur Njálssögul. Þann 27. janúar fyrir sjö árum síðan var ungur maöur handtekinn á heimili sinu í Reykjavík klukkan sjö aö morgni og stungið í steininn í 105 daga samfleytt. Eftir fimmtán vikur í einangrun var hann orömn gerbreyttur maður, niöurbrotinn til sálar og likama, fjölskyldulíf og fjárhagur í rúst, mannorð skaöaö til lifstíöar. Þegar þessari kafkaisku martröð var lokið kom i ljós að sakargiftir voru uppspuni, rógur nokkurra af- vegaleiddra unglinga sem lögreglan mat meira en rök góðra manna. Engin skýring, enginn stjóm- skipaður starfshópur eða opinber nefnd var skipuð til þess að rannsaka hvemig svona nokkuð gat gerst í lýðræðisriki á ofanverðri 20. öld. En sögu þessa manns þekkja allir. Þennan sama morgun vora tveir aðrir saklausir menn handteknir og settir i sams konar einangrun. Nokkru síðar bættist sá f jórði við. Sögueyjan Ekkert er eúis skemmtilegt og aö hitta fólk sem lifir og hrærist í gróusögum. Þessi einbeitni, þessi sannfæringarkraftur, þessi óstööv- andi orðaflaumur, áfergja. I næsta húsi við mig bjó einu sinni kona sem leit á þaö sem sína æðstu skyldu aö fræða mig á nýjustu sögunum í hvert sinn sem við hitt- umst. Annars varð hún miöur súi. Hún spýtti þeim út úr sér. Þetta vom sögur um ólíklegasta fólk. Oft á- gætar sögur í sjálfu sér. Sumar hreinar perlur. Ég vissi aldrei hvort hún trúði þeim s jálf. Eg man ég velti því oft fyrir mér hvers vegna hún stóö í þessu. Hún tók hlutverkið svo alvarlega. Oft svitnaöi hún á meðan á þessu stóö. Æöamar uppi á enninu tútnuöu. Eg held þetta hafi verið eitthvert úinbyggt öryggisleysi hjá henni. Kannski var hún aö reyna aö vaxa í áliti. Eða aö reyna aö beúia at- hyglinni frá eúihverju í eigin fari. En rógur er ekkert nýnæmi. Hér hefur hann tíðkast frá fyrstu tíö. Menning ogumhverfi Jón Óttar Ragnarsson Njála fjallar t.d. öðnun þræði um róg. Og vafalaust er rógur landlægur í öllum samfélögum. Höskuldur Hvítanessgoði var eitt af fyrstu fómarlömbum rógsins, ef hægt er aö telja hann meö. En hvaö skyldu þau vera oröúi mörg þegar alt er tínt til? Og hvers vegna veröur rógur til? Vegna óánægju með eigin hag og öfundar í garð hinna sem betur gengur. Oft á sá rægöi sér óvúii sem vilja koma honum á kné. En til þess aö rógur beri árangur þarf aö vera til dreifingarkerfi: fólk sem á auðvelt meö aö segja sögur á sannfærandi hátt án tillits til sann- leiksgildis þeúra. 1 islensku samfélagi eru báöir þessú þættú fyrir hendi. Hér er óánægjan megn og fer vaxandi eftir því sem skuldú, veröbólga og önnur óáran færist í aukana. En um leið býöur íslenskt sam- félag upp á eitthvert fullkomnasta dreifúigarkerfi í víðri veröld fyrir gróusögur, róg og aöra viðlíka neöanjarðarfjölmiölun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.