Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐ JUDAGUR1. MARS1983. l Menning Menning Menning Menning Af þegnum Maríu Theresíu Tónleikar Kammersveitar Reykjavikur í Bústaðakirkju 20. febrúar. Flytjendur: Rut Ingólfsdóttir, Júliana E. Kjartansdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Carmel Russill, Inga Rós Ingólfsdóttir, Richard Korn, Jonathan Bager, Bernard Wilkinson, Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau, Daði Kolbeinsson, Janet Wareing, Kjartan óskars- son, óskar Ingólfsson, Hafsteinn Guðmunds- son, Joseph Ognibene Jeanne P. Hamiiton. Verkefni: Leopold Mozart: Froska-partíta, f. fiðlu, celló og kontrabassa; Karl Ditters von Dittorsdorf: Cassation f. fjórar flautur; Johann Michael Haydn; Divertimento í C-dúr f. fiðlu, celló og kontrabassa; Wolfgang Amadeus: Adagio KV 410 f. tvö bassethorn og fagott og Adagio KV 580 f. enskt horn, tvö bassethorn og fagott; Antonio Salieri; Piccola Serenata: f. tvö óbó, tvö horn og fagott; W.A. Mozart: Kvintett í Es-dúr f. fiðlu tvœr víölur, horn og celló. Tónleikar Kammersveitar Reykja- víkur voru að þessu sinni helgaðir átjándu öldinni. Höfundar verkanna á efnisskránni áttu fátt annað sameigin- legt en aö vera þegnar Maríu Theresíu keisaraynju og lifðu hana raunar allir. Svo ólíkir sem þeir voru í skáldskap sínum mátti þó finna þeim það annaö til sameiningar að koma býsna þægilega fyrir eyru manna, aö minnsta kosti eins og Kammersveitin bar hana á borö. Fyrstur kom Mozart—Leopold, faðir Wolfgangs Guðleifs. Froska- partítan, samin fyrir hann sjálfan og félaga úr hljómsveit þess voldugasalt- höndlara erkibiskupsins af Salzburg, er yfirlætislítil en góð skemmtimúsík sem gleður eyrað. Léttilega leikinni eins og hér tekur henni fátt fram til afþreyingar og hugarhægðar og „nota Tónlist Eyjólfur Melsted bene” það var jú megintilgangur tónlistarinnar á þessum tímum, sem oftar. I sama fari, nákvæmlega, var Divertimento Johanns Michaels Haydns. Upp úr þeim barnaskap vona ég að ég vaxi ekki I blásaraverkunum var tilgangurinn enn betur undirstrikaður. Allt skyldi vera sem þægilegast fyrir eyrað, örlítið misþægilegt, að vísu. Ekki er það hljóðfærunum eða músíköntum að kenna aö mismikil andagift skyldi birt- ast svo miklu skýrar i þeim heldur en strengjatríóunum. Hyggileg ráöstöfun var það að láta þann sem sterkast „víbraði” leika fyrstu flautu í Cassation von Ditters- dorfs. Samleikurinn var af fyrstu gráðu, enda hvert sæti skipaö úrvals- flautuleikara. Adagio-in eftir Mozart glóðu eins og gull af eiri yfir Serenötu Salieris og þó verður síður en svo sagt að Salieri geri beint illa. Hvar væru snillingar lika staddir án samanburöar við miðlungsmenn? Lokaverkið var kvintett Mozarts. Eg vænti þess að strengleikararnir hafi leikið býsna vel, en verð hins veg- ar að játa að svo uppnuminn varð ég af makalausum hornleik Josephs Ognibene að mér láöist að gefa strengjunum sérstakan gaum. Vita- skuld er það bamaskapur aö láta svo heillast af leik eins manns, en ég vona jafnframt að upp úr slíkum barnaskap vaxi ég ekki í bráð. Þaö er gamall plagsiður á íslandi að gefa mönnum viðumefni — Joseph Ognibene hæfði að heitaSuonabene. Joseph Ognibene hornleikari. „Ég væntí þess aÖ strengjaleikararnir hati ieikiö býsna vei, en verö hins vegar aö játa að svo uppnuminn varð ég af makalausum hornleik Josephs Ognibene að mór láðist að gefa strengj- unum sérstakan gaum " — segir Eyjóifur Meisted. D V-mynd: Bj. Bj. Claude Helffer píanóleikari. Claude Helffer hjá Konsertklúbbnum Tónleikar Claude Helffer ó Kjarvalsstööum á vegum Konsertklúbbsins, 22. febrúar. Efnisskró: Claude Debussy: Estampes, Pierre Boulez: Constellation, úr 3. sónötunni, Bóla Bartok: Out of Doors, Robert Schumann: Kreisleriana. Aðrir tónleikar hins nýstofnaöa Konsertklúbbs voru haldnir á Kjar- valsstöðum á þriðjudagskvöld. Skammt er að minnast fyrstu tón- leika þessa nýja félags. Þótti vel af stað farið og ekki virðist meiningin að slá af. Það hlýtur að vera lán hvaða konserthaldara sem er að góma mann á borð við Claude Helff- er. Hann er vel þekktur fyrir frábæra túlkun nútima píanóverka og hafa nokkrir orðið til að semja píanómúsík handa honum sérstaklega. Svo fer gjarnan þegar menn verða þekktir fyrir að vera opnir gagnvart nýrri músík og eru tilbúnar að glíma við hana, aö hætt verður að líta á þá sem alhliða tónlistarmenn og þeir álitnir algjörir módern-spesíalistar. Þannig mynd hafa margir fengið af Claude Helff- er, en hann sýndi hér og sannaði að ómaklegt er að þrengja svo að ímynd hans. Sá eyðir ekki púðri til einskis Debussy lék í höndum hans sem barnaglingur. Svo sneri hann sér að eina módernverkinu á efnisskránni, Consellation úr þriðju sónötu Boulez. Það eitt að leika slíkt verk eftir minni segir nokkuð um hæfni flytj- andans. Á eftir fylgdi Bartók — fima vel leikinn. Það var svcna næstum því að manni fyndist að herra Helffer eyddi púðrinu til lítils að leika Schumann í stað einhvers tuttugustu aldar manns. En píanóleikari á borð við Claude Helffer eyðir ekki púðurkorni til einskis. Hann er frábær píanisti, jafnvígur á alls konar músík. Hafi Konsert- klúbburinn þökk fyrir að standa fyrir tónleikumhans. -EM. Steingrímur Sigurösson hefur opnað málverkasýningu í Ásmund- arsal við Freyjugötu og sýnir alls 71 verk. Þetta er 51. einkasýning lista- mannsins heima og erlendis og verð- ur hún opin fram til 1. mars. Listamannaandrúmsloft Það er sannarlega „listamanna- legt andrúmsloft” í Ásmundarsal um þessar mundir. Steingrímur Sigurðs- son kynnir og selur ný verk, auk þess sem hann hefur sett á svið „atelier”, svona til að skapa stemmningu og auövelda áhorfendum að nálgast sköpunarverkin: trönur með hálf- geröu málverki blasa við, auk fjölda persónulegra smáhluta sem vitna um nálægö listamannsins. Og svo eru það verkin. Steingrím- ur er einn af þessum ágætu lista- mönnum sem mála af lífi og sál í bók- staflegri merkingu. Þó svo að við gettim merkt ákveðin mótíf eða kunnuglegt landslag, er málverk listamannsins tilfinningalegt flæði eða leikur með liti og litaáferð. Hann leggur lítið upp úr teikningunni og er hún auöséð hin „veika hlið” málar- ans, sem telur sig vera „coloista”, og tjáir sig því eðlilega í lit. Þetta kemur einkar vel fram í þeim mynd- um þar sem listamaðurinn fjarlægist raunveruleikann, og fær óendanlegt svigrúm til aö hlaða litnum óhlutlægt Myndlist GunnarB. Kvaran og blæbrigðaríkt á léreftið. I þessum myndum dettur listamaðurinn stundum niður á næmar og skemmti- legar samsetningar. Engin þáttaskil Víst er að þessi málverk eftir Steingrím marka engin þáttaskil í ís- lenskri listasögu og aö fátt er um frumleg tilþrif í þessum verkum. En aftur á móti skín í gegnum myndim- ar viljinn og ánægjan, sem listamað- urinn fær út úr því að skapa. I þess- ari oft klaufalegu teikningu, getum viö þó lesið ótakmarkaöa áfergju og jafnframt einlægni gagnvart mál- verkinu. Það var vel til fundið hjá lista- manninum að reyna að skapa þessa „atelier” stemmningu í Ásmundar- sal, því að hún ýtir undir og hjálpar áhorfendum til að kynnast (og skilja) hinni rómantísku og goðsögu- legu ímyndlistamannsins. GBK , Hallgrimskirkja ". Ljósm. GBK. MIKIL AFERGJ A — EN ENGIN ÞÁTTASKIL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.