Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 - Simi 15105 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 68. og 70. tölublaði Lögbirtmgablaðsins 1982 á eigninni Amartanga 14, Mosfellshreppi, þingl. eign Karls Fr. Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri f östudaginn 4. mars 1983 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Alfaskeiði 115, verslunarhúsnœði, Hafnarfirði, þingl. eign Olafs G. Vigfússonar, fer fram eftir kröfu Jóns Hjaltasonar brl., Bjama Asgeirssonar hdl., og Verslunarbanka tslands hf. á eigninni sjálfri föstudaginn 4. mars 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaösins 1982 á eigninni Drangahrauni 1, Hafnarfirði, þingl. eign Kröflu hf. fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 4. mars 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Lóð við Vesturlandsveg, (Þverholt), Mosfellshreppi, þingl. eign Hengils sf., fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 4. mars 1983 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 115., 122. og 124 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Kjarrhólma 26 — hluta —, þingl. eign Araar Ingólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. mars 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 115., 122. og 124. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Víghólastíg 3, tal. eign Magnúsar Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. mars 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og siöasta á Akraseli 39, þingl. eign Ulfars Araar Harðarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavjík, Jóns Sveinssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 3. mars 1983 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Krummahólum 4, þingl. eign Guðmundar Birgissonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri fimmtudag 3. mars 1983 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Teigaseli 1, þingl. eign Sveinbjörns Kristins- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 3. mars 1983 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta f Teigaseli 5, þingl. eign Kristínar Þorleifs- dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka tslands, Búnaðarbanka tslands og Veðdeildar Landsbankans á eign- inni sjálfri fimmtudag 3. mars 1983 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hefur 60 manna tillaga Gunnars áhrif á þingheim? Þessari spurningu var varpað fram við fjóra þingmenn á Alþingi á föstudag. Tilefnið var að sjálfsögðu sú spurnarfrétt blaðsins fyrir helgi að Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra myndi líklega leggja til óbreytta þingmannatölu í stjórnar- skrárfrumvarpi sem hann er að fullgera um helgina. Eins og fram kemur í svörum alþingismannanna telja þrír þeirra að tala þing- manna sé þegar ákveðin 63 og engu verði um þokað. Sá fjórði er ekki alveg á sama máli. HERB Jón Helgason. Jón Helgason: Fjölgun virðist óhjákvæmileg „Samkomulag þingflokkanna um 63 beriaö. þingmenn liggur fyrir og ég held að Framsóknarflokkurinn samþykkti á tillaga um 60 þingmenn sé óraunhæf,” sínum tíma að halda sig við sem sagði Jón Helgason. „Það virðist ekki minnsta fjölgun, þetta var flokkssam- vera hægt að komast hjá þessari þykkt.Eftirhennihöfumviðfaríð.” fjölgunefnááöllumþeimmarkmiöum HERB til jöfnunar sem flestir telja aö stefna Árni Gunnarsson: Ýmsir verða í bobba „Ég er í grundvallaratriðum á móti fjölgun þingmanna en gat sætt mig við þessa þriggja manna fjölgun til jöfn- unar milli flokka og byggöarlaga svo að heildarsamkomulag gæti tekist. En ég fylgi hiklaust þeirri tillögu sem dregur með sér fleiri breytingar til bóta á stjórnarskránni,” sagði Árni Gunnarsson. , J5g nefni eina málstofu og rétt minnihlutahópa sem dæmi um leiðrétt- ingar sem eru að mínu mati alveg eins nauðsynlegar og breytt kosningalög. Fjölgun þingmanna er raunar alger óþarfi og meira leikur til þess að b jarga einstaka manni eftir prófk jör. Á hinn bóginn skiptir f jölgunin engu Arni Gunnarsson. máli kostnaðarins vegna þegar fjölgað er í Sinfóníunni um 18 stöður og hundr- uðum saman í ríkiskerfinu. Grund- vallaratriðið varðandi fjölda þing- manna er að þeir eru hæfilega margir nú og þingiö á að vera í fararbroddi þeirra sem spyrna við fótum í þjóð- félaginu.” — Attu von á að sjónarmið Gunnars fái einhvem hljómgrunn á þinginu, er máliö ekki afgreitt? „Það eru ekki allir sáttir við þetta mál, eins og það er, og hafa áreiðan- lega sumir í huga að flytja breytingar- tillögur. Það gæti farið svo að tillaga Gunnars, ef hún verður eins og þið lýsið henni, yrði til þess að setja ýmsa menníbobba.” HERB LárusJónsson: Lágmark í kjördæmi ræður ,,Ef forsætisráðherra leggur þetta fyrir er það raunar út í hött, miðað við þær umræður sem fram hafa farið. Mergurinn málsins er sá aö mjög mikil andstaöa er við fækkun þingmanna í fámennustu kjördæmunum niöur fyrir fimm. Það ræður því svo aftur aö jöfnun næst ekki nema með fjölgun þingmanna,” sagðiLárus Jónsson. „Álit almennings trúi ég aö eigi eftir að breytast þegar f orsendur verða 1 jós- ari. Það væri hægt að spyrja fólk um f jölgun eða fækkun í hvaða hópi ríkis- starfsmanna sem væri, flestir vildu alltaf fækka fremur en hitt. En hér eru fyrir hendi forsendur sem ég held að fólk átti sig fljótlega á.” HERB Lárus Jónsson. Olaf ur Ragnar Grímsson: Kannski áróð- ursbragð „Eg efast um aö tillaga af þessu tagi hafi nokkur áhrif hér í þinginu. Hún þýðir frekari fækkun þingmanna landsbyggðarinnar og við skulum gæta aö því að nú eru landsbyggðarþing- menn í miklum meirihluta á þinginu og ráöa þessu því,” sagði Olafur Ragnar Grímsson. „Einnig myndi 60 manna tillaga ganga gegn því samkomulagi sem unnist hefur milli landsbyggðarmanna og manna af höfuðborgarsvæðinu. Og það væri gaman að vita hvort Friðjón og Pálmi eru fylgjandi tillögu forsætisráðherra. Þetta er kannski áróðursbragð og undirbúningur fyrir sérframboð.” HERB Ólafur Ragnar Grimsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.