Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. 31 Snjókorn Snjókorn Snjókorn Snjókorn Snjókorn Bárður hlaupinn frá krötum Margir ráku upp stór augu þegar Bárður Halldórsson og Jón G. Sólnes hófu samstarf um listmunauppboð á Akur- eyri. Bárður hefur um árabil verið í forystusveit krata á Akureyri, en Jón er þekktur fyrir allt annað. Ef mig mis- minnir ekki þá áttu þeir í úti- stöðum á opinberum vett- vangi á sínum tíma, m.a. út af Kröflumálinu. En hvað um það, samstarf þeirra viö upp- boðin hefur gengið með ágætum. En áhrifamáttur Jóns er mikill. Það leið því ekki á löngu þar til Bárður var horfinn frá villu sinni, að mati Jóns, og gekk í Sjálf- stæðisflokkinn. Stuttu síðar kusu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins Bárð í stjórn Verkmenntaskólans. Af þessu tilefni hvíslaði gamal- gróinn skólamaður í Sjálf- stæðisflokknum í eyra mér: Leiðin til áhrifa hjá ihaldinu liggur um aöra flokka. Hvað skal ég heita? Mætur kunningi mmn ólst upp í þá tíð, að algengt var að börn væru ekki skirð fyrr en þau gátu svarað fyrir sig sjálf. Ekki þurfti þetta aö stafa af trúleysi viðkom- andi foreldra, heldur einfald- legaafhagkvæmni. Þannig var þessu farið meö kunningja minn. Hann var ekki skírður fyrr en kvöldið fyrir ferminguna. Áður hafði hann prófaö ýmis nöfn. Eitt sinn sem oftar fór þessi ónefndi kunningi minn á sam- komu til Sæmundar á Sjónar- hæð. Þegar Sæmundur spurðí hann að nafni svaraði stráksi: — Skúli. Kunni hann vel við nafnið tii að byrja með en fljótlega fóru leikfélagar hans að kalla hann Skúla fógeta. Þessu kunni „Skúli” illa þannig að á næstu sam- komu hjá Sæmundi sagðist hann heita Torfi. Það fór á sömu leið, því að inuan tíðar fékk hann viðurnefnið „torfusnepill.” Sögulegur fundur t Vikurblaðinu er einnig sagt frá fundi með Vilmundi Gylfasyni sem fyrir margt varð sögulegur. Til márks um það skuium við grípa niður í frásögn Víkurblaðs- ins: ,, Fundurinn var enn- fremur sögulegur vegna þess, að Bakkus var ögn á sveimi í salnum. Var það ekki til stórskaða nema í einstaka tUfelli og Vilmundur gerði ekki greinarmun á ölvuðum og edrú og svaraði báöum jafnt. Tveir sofnuðu á fund- inum; e.t.v. hefur þeim leiðst svona óskaplega. Fundar- stjóri, Arnar Björnsson, fékk nóg af frammíköllum eins fundargesta og sveif því fram í sal, tók manninn upp, sveifl- aði honum á bak sér og hijóp meö hann út. Var þessu til- tæki velfagnað.” Kæfuverksmiðju í stað pappírs- verksmiðju Þingeyingar eru þekktir fyrir annað en að deyja ráða- lausir. Þcir hafa því hug á að bjarga sér sjálfir við atvinnu- uppbyggingu eins og sjá má af eftirfarandi klausu úr Víkurblaðinu: „Ágætur maður, sem nýles- ið hafði viðtal við Jón á Hömrum í Víkurblaðinu, þar sem Jón lagði til að sctt yrði á stofn kæfuverksmiðja og hætt við pappírsverksmiðjuna, hafði þetta um málið að segja: „Það er alveg hárrétt hjá Jóni, að við þurfum að koma upp kæfuverksmiðju. Hins vegar verður pappírsverk- smíðja að rísa samhliða, af þvíað allur pappir sem nú er í landinu dugir enganveginn til að pakka allri þessari kæfu.” Betri hálfur en enginn Og svo var það sagan af vini mínum bóndanum. Hann míssti 4 ær út í buskann. Tvær þeirra heimti hann til baka en hinar tvær fóru sér að voða. „Betri er hálfur skaði en enginn”, sagði þá bóndi, og sneri sér til bjarg- ráðasjóðs! Loks fannst gott nafn Þar kom að kunningi minn, hann „Torfi”, gekkst undir lestrarpróf sem var nokkurs- konar inntökupróf i gamla barnaskólann i Sandgerðis- bót. Þannig vildi til að faðir stráksa var prófdómari. En áður en í prófið var komið kallaði faðirinn á son sinn út- undir vegg og spurði: — Hvað ætlar þú nú að heita i dag drengur minn? — Sigurður Óli, svaraði stráksi að bragði. — Það fer vel á því, sagði þá Brynjólfur faðir hans. Þar með var það ákveöið og ekki tókst gárungunum að afbaka þetta nafn. Umsjón Gísli Sigurgeirsson Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir St jörnubíó—Keppnin: Góð blanda af klassískri tónlist og rómantík Heiti: Keppnin (The Competition) Leikstjóri: Joel Oliansky. Handrit: Joel Oliansky. Kvikmyndun: Richard H. Kline. Tónlist: Lalo Schifrin. Aðalleikendur: Richard Dreyfuss, Amy Irving, Lee Remick og Sam Wannamaker. Það hefur oft fariö vel saman rómantísk kvikmynd og klassísk tónlist og Keppnin er engin undan- tekning á þeirri reglu. Glæsilega fluttir píanókonsertar og rómantísk- ur söguþráður, sem þó er laus við væmni, gera Keppnina aö ljúfri og fallegri kvikmynd sem vert er að gefa gaum. Þetta er saga um ungmenni sem eiga sér þann draum aö veröa virtir konsertpíanistar, en þar sem fram- boöið er mikiö dugar ekkert nema fyrsta sæti til aö ná samningum um konsertferðalög. Paul Dietrich (Richard Dreyfuss), er aö nálgast þrítugsaldurinn, en um leið og hann verður þrítugur er hann orðinn of gamall til að taka þátt í hæfileika- keppni fyrir unga píanóleikara. Paul er einn af þeim sem hef ur alla tíö vantað herslumuninn til aö sigra, annaö og þriöja sætiö í keppni viröist vera hans staöur, en hann ætlar aö gera enn eina tilraun og hann veit þaö að sigri hann ekki í þessari keppni á hann sér ekki viðreisnar von sem konsertpianisti. En margt fer ööru vísi en ætlaö haföi veriö. Paul kynnist náiö ungum og efnilegum píanóleikara, Heidi Schoonover, (Amy Irving), sem einnig er þátttakandi í keppninni og fella þau hugi saman. Kennara Heidi til mikillar skapraunar virðist Heidi frekar vonast til að Paul sigri en hún sjálf. Þaö er mikið um góöa píanótónlist í þessari mynd og eru leiknir kaflar úr mörgum af fallegustu píanó- konsertum sem leiknir eru í konsert- sölum um allan heim í dag og þó að klassísk tónlist eigi lítiö sameigin- legt meö íþróttum þá er tilfinningin sú sama og þegar horft er á íþrótta- kappleik, það er spennandi aö fylgj- ast meö hver vinnur. Richard Dreyfuss og Amy Irving skila hlutverkum sínum virkilega vel, sérlega vel finnst mér Richard Dreyfuss skila hlutverki sínu sem hinn örvæntingarfulli píanóleikari sem reynir hvaö hann getur til aö einangra sig frá öörum keppendum, en hríf st þó af hinni einlægu Heidi. Það er greinilegt að leikararnir sem leika hina sex ungu píanóleikara sem í úrslitin komast hafa fengið þó nokkra tilsögn hvemig spila á þessa erfiöu píanókonserta, og þó aö vitaö sé aö það eru aörir, sem leika konsertana, þá viröast leikaramir ekki slá feilnótu í myndinni. I aukahlutverkum er helst aö nefna Lee Remick, sem leikur hér kennara Heidi, en sjálf hafði hún orö- iö fyrir því aö fórna frægöinni fyrir ástina og reynir allt til aö koma Heidi í skilning um aö píanóiö eigi aö vera fyrsta og eina ástin hennar. Hljómsveitarstjórann leikur Sam Wannamaker, stoltur og ófyrirleit- inn, en tekur samt ákúmm þegar efnilegur tónlistarmaður á í hlut. Bæöi sýna þau góöan leik. Keppnin er vel heppnuö kvikmynd, þar sem viðkvæmum söguþræöi er gerö góö skil og þótt söguþráöurinn bjóði upp á mikla tilfinningasemi er þaö alltaf hin haröa samkeppni píanóleikaranna sem er í fyrirrúmi. Hilmar Karlsson. Paul (Richard Dreyfuss) og Heidi (Amy Irving) ungir og ástfangnir píanóleikarar. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir BREIÐHOLTI ffi\ SÍMI 76225 1 Fers k blóm di rv/Á\ mklatorgi LTvXrÍi SÍMI22822 iglega. Snyrtinámskeiðín eru að byrja Hvert námskeið tekur 3 kvöld. Kennt verður umhirða húðarinnar, handsnyrting og make-up. Einnig verða kynntar hinar þekktu Clarins snyrtivörur frá París. Innritun og upplýsingar á snyrtistofu Viktoríu, Eddufelli 2, í síma 79525,5 daga vikunnar frá kl. 9—19. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X SJÁVARRÉTTAKVÖLD FREEPORTSKLÚBBSINS verður haldið í Bústaðakirkju kl. 19.30 fimmtu- daginn 3. mars. Bingó og þekkt skemmtiatriði. Miðar verðaseldirí: Bonaparte, Austurstræti 22, Bílaleigu Akureyrar og Víkurbæ, Keflavík. Miðar sækist fyrir miövikudagskvöld. Nefndin. x x x x x x x x x x x X X X X £ X X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx REYKJANESKJÖRDÆMI KVENNALISTI TIL ALÞINGIS Opnirfundir: Þriðjudag 1.3. íStapa Njarðvík kl. 20.30. • Miðvikud. 2.3. í Hamraborg Kópavogi kl. 20.30 Konur fjölmennið. AHUGAHOPUR UM KVENNALISTA í REYKJANESKJÖRDÆMI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.