Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1983, Blaðsíða 37
rp í» r !>'cí r ctiTO x TTTf <TTar*< <>r DV. ÞRIÐJUDAGUR1. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Buckingham skelfur af nýjum „skandal” — Magga systir hefur gert allt vitlaust á ný Buckinghamhöll skelfur nú af nýjum „skandal”. Og eins og oft áöur erþað Margrét prinsessa sem á hlut aö máli. I þetta skiptiö er þaö ástarsamband hennar og hins 23 ára balletdansara, Derek Deane, sem hristir upp í kónga- fjölskyldunni. .dlefur hún gjörsamlega misst glóruna?” hefur fólk í Englandi spurt sjálft sig þegar tíðindin hafa borist því tileyrna. Margrét prinsessa er nú 51 árs aö aldri og fólki finnst þetta „einum of” hjá henni aö taka upp ástarsamband viö næstum þrjátíu ár um yngri mann. Derek Deane þykir atkvæöamikill ballettdansari og þar sem Margrét er áhugamanneskja um ballett hefur hún fylgst um tíma meö Derek. Sagt er aö Elísabet drottning sé ævareiö vegna þessa ástarsambands systur sinnar. En hún hefur reyndar oft áöur oröiö aö kyngja erfiöum bitum þegar hún hefin- komiö viö sögu. Victoria og Glassman. Hann er geðlæknir og fer eflaust lótt með að hafa hemil á Pam þegar hún ætlar að fara að æsa sig upp. Og svo má auðvitað ekki gieyma sófasálfræðinni, sem Glassman beitir örugglega þegar hann er með Pam. Ekki verra að kunna þau fræði vel þegar Dallasstúlkur eiga i hlut. Ástin bullar hjá Pam og Glassman! Dallasstúlkan okkar, Victoria Principal, sem nú býr meö geðlækn- inum Harry Glassman, er sögö yfir sig ástfangin þessa dagana. ÞauHarry byrjuðuaö vera saman er hún og fyrrum elskhugi hennar og sambýlismaöur, Andy Gibb, slitu samvistum, en Victoriu þótti Andy hafa ánetjast eiturlyfjum um of. Andy fór til sálfræðings og fyrir valinu varö Glassman. Þannig hófust kynnin og allt bendir til aö þau ætli aö verða varanleg, svo m jög bulla r ástin á milli þeirra. Victoria hefur löngum þótt hin mesta flenna í samskiptum sínum viö karl- menn. Hún er ekki í rónni nema allir karlmenn horfi á eftir henni og helst gangi á eftir henni meö grasiö í skónum. Hún hefur búiö meö mönnum eins og Elliot Gould, George Peppard, David Niven yngri og Andy Gibb, svo einhverjir séu nefndir. Þá var hún gift Christopher Skinner í eitt og hálft ár. Þaö hefur ætíö einkennt Victoriu aö geta ekki verið lengi meö sama karl- manninum. En þrátt fyrir aö Victoria elski ástar- ævintýri viröist sem í þetta skiptiö ætli ástin aö endast. En er það ekki alltaf þannig þegar ástin bullar semmest? Nú má hún Brooke fara að vara sig — Helen Windsor er komin til sögunnar Þaö hefur jafnan veriö taliö að næsta furstafrú í Monaco verði unga leik- stirniö Brooke Shields. Og þaö er ekki aö ástæðulausu sem menn hafa ályktað svo því aö góöur vinskapur hefur verið meö þeim Brooke og Alberti prins. Þá hefur þaö heldur ekki skemmt fyrir aö móöir Brooke, Teri, vill ólm aö dóttirin giftist prinsinum. Brooke hefur oft komiö í heimsókn til Monaco, en þaö er sagt aö Grace hafi þó ætíö verið á móti stúlkunni. Þessa dagana vinnur Albert prins í banka í New York og herma fréttir aö hann hitti Brooke oft. Þau hafa einnig sést saman í veislum. En þrátt fyrir allt sem hér hefur veriö sagt eru menn ekki eins vissir og fyrr um að Hollywoodstúlka veröi aftur furstafrú. Ný stúlka er nefnilega komin til sögunnar sem líkleg fursta- frú í litla sólskinsríkinu. Hún er ensk og heitir Helen og þykir Sviðsljósið ,, Og nu er katt i hollinni. ' fínargrót prinsessa með nýja vini sínum, baiiett- dansaranum Derek Deane. Hann er tæpum þrjótiu árum yngri en Margrót. Þessi stúika verður nitján ára i april. Pögur er hún og vinsæl. í henni rennur kóngablóð. Hún heitir Helen Windsor, dóttir hertogans afKent. hlú erhún talin liklegasta furstafrú i Monaco. Prinsinn af Monaco, Albert. Hann hitti Helenu fyrir um tveimur árum þegar þau voru stödd i brúðkaupi Karls prins og Diönu. Hann er 25 ára og sagður taka við stjórn i Monaco á næstu árum. Leikstirnið unga, Brooke Shields, hefur löngum verið talin líkleg eiginkona Alberts. Þau hittast oft i n/ew York þar sem hann starfar nú i banka. stúlka forkunnarfögur. Ættirnar hefur hún meö sér. Foreldrar hennar eru þau Edward og Katharine Windsor. En Edward er betur þekktur sem hertoginnafKent. Helen verður nítján ára í apríl nk. Hún hitti Albert prins fyrst fyrir tveimur árum þegar þau voru bæði í brúðkaupi Karls Bretaprins og Díönu. Og hún er sögö nýja elskan hans Alberts. Móöir Helenar, Katharine, er mjög vinsæl í Englandi og þykir mjög fögur. Sagt er að Helen hafi ekki aöeins erft fegurð hennar heldur líka mannkosti. En hvemig svo sem leikar fara er ljóst að Hollywood-daman Brooke Shields má hafa sig alla viö ef hún ætlar aö klófesta Monacoprinsinn Albert. Móðir Helenar, Katharine. Hún og dóttirin eru sögð hafa sömu mannkostina. Auk þess mun augnaráð þeirra vera eins, báðar ákaflega fallegar. Faðir Helenar, Edward prins. Betur þekktur sem hertoginn af Kent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.