Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR3. MARS1983. Þórarinn Sveinsson: Auka sjálfs- forræði landshluta „Eg vil taka þaö f ram aö ég hef veriö og er sjálfstæðismaður þótt ég komi viö sögu í þessu framboði,” sagöi Þór- arinn Sveinsson, búnaöarráöunautur á Hólum í Reykhólahreppi. „Hér á Vestfjöröum er stærsta málið aö efla atvinnulíf og auka fjölbreytni þess. Þá vil ég nefna aö nauösynlegt er aö tryggja afkomu fólks til sveita og auka fjölbreytni í búrekstri. Bættar samgöngur á sjó, landi og í lofti eru mikið hagsmunamál íbúa á Vestfjöröum. Ég vil einnig sérstaklega taka fram aö þaö er oröiö knýjandi aö auka sjálfsforræöi kjördæma og lands- hluta í sínum málum. Þaö þarf að ger- ast til aö vega á móti jöfnun kosningar- réttar.” Þórarinn Sveinsson er fæddur áriö 1945 á Akureyri. Hann varð búfræði- kandidat frá Hvanneyri 1971 og hefur starfaö sem búnaöarráöunautur á Vestf jöröum síðastliðin 11 ár. Auk þess hefur hann veriö meö búrekstur á Hól- um síðustu árin. Hann er giftur Kristínu Vestmann Þóroddsdóttur og eigaþauþrjá syni. Jóna Björk Kristjáns- dóttir: Sæki ekki eftir að komast áþing „Þaö vakir ekki fyrir mér aö komast inn á þing meö þátttöku í þessari skoðanakönnun,” segir Jóna Björk Kristjánsdóttir stundakennari. „Eg tek þátt í þessu til aö styöja Sigurlaugu Bjarnadóttur, hún hefur svo mikla reynslu aö mér finnst ekki hægt aö hún hverfi af þingi nú. Þaö á ekki aö fækka kvenfólki á þingi, frekar á aö fjölga því. Þaö á aö taka tillit til þess þegar raðað er á lista fyrir kosningar. Eg er sem sagt ekki aö berjast fyrir neinum stefnubreyting- um flokksins, ” segir Jóna B jörk. Jóna Björk Kristjánsdóttir er fædd á Alviöru í Dýrafirði 24. maí 1938. Hún starfar sem stundakennari og starfs- stúlka viö Núpsskóla í Dýrafiröi. Hún er gift Helga Ámasyni og eiga þau fimm böm. -SþS Á Vestfjörðum um helgina: SKOÐANAKÖNNUN SÉRFRAM- BODS SJÁLFSTÆÐISMANNA — frambjóðendur kynntir Skoöanakönnun fer fram á Vest- stæöisflokksins að ekki skyldi hafa fjöröum dagana 5. og 6. mars um veriðviðhaftprófkjör.” skipan lista Sérframboðs sjálfstæöis- Trúnaöarmenn sérframboösins í manna á Vestf jöröum. kjördæminu sjá um framkvæmdina. Skoðanakönnunin er opin öllum Þeir em þessir: Sveinn Guðmunds- sem skrifa undir stuðningsyfir- son, Miöhúsum, Reykhóiasveit, Árni lýsingu viö sérframboðið og eru Sigurvinsson, Krossi Barðaströnd, orðnir 18 ára. Yfirlýsingin er í gróf- Siguröur Jónsson lyfsali, Patreks- um dráttum þannig: ,,Ég undir- firði, Sigríöur Helgadóttir, Vallar- ritaöur (-rituö) styö Sérframboö götu 15 Þingeyri, Þórarinn Sighvats- sjálfstæöismanna á Vestfjöröum son, Höfða í Dýrafirði, Hafsteinn Vil- vegna þess að ég er óánægö(-ur) meö hjálmsson Isafirði, Olafur Halldórs- þá ákvöröun kjördæmisráös Sjálf- son, Skólastíg 13 Bolungarvík, Sig- urður Þóröarson, Súöavík, Baldur Bjarnason, Vigur ögurhreppi, Ásdís Finnbogadóttir, Hörgshlíð Reykjar- fjarðarhreppi, Kristján Steindórs- son, Kirkjubóli Nauteyrarhreppi, Halldór Jónsson, Laugarási, fyrir Snæfjallaströnd, Pálina Þórólfsdótt- ir, Finnbogastööum Árneshreppi, Björn Ámason, Vitabraut 9 Hólma- vík. Stefnt er að því að endanleg skipan framboðslistans liggi fyrir innan hálfsmánaðar. \ JBH Að opna flokkana ,í)g vil fyrst og fremst tryggja aö sú óánægja sem var meö skipan fram- boðslista Sjálfstæöisflokksins heima í héraöi fái aö koma í ljós,” sagöi GuðjónKristjánsson. „Ekkiveröi hægt aö segja eftir kosningar aö þetta hafi verið bóla sem sprakk. Mér finnst þurfa aö opna þessa flokka meö því aö halda oftar fundi og gefa fólki tækifæri til aö koma sínum skoðunum á fram- færi. Ég er ekki sáttur við stjómarskrár- málið, hvernig staðiö er að fmmvarpi um það og að það er eingöngu lagt fram til aö fjölga þingmönnum. Ýmis- legt fleira er óréttlátt í þjóöfélaginu en misvægi atkvæöa, til dæmis kyndingarkostnaöur og þaö aö fólk þarf aö vinna miklu meira til aö búa á sumum svæðiun. Hvers vegna borga líka ekki allir sama fyrir síma alls staðar á landinu og hvers vegna búum viö ekki öll viö sama vegakerfið? ” Guðjón Kristjánsson er fæddur 1944. Hann hefur skipstjórnarmenntun frá Sjómannaskólanum og hefur verið skipstjóri frá 21 árs aldri. Formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar hefur hann verið síðan 1975. Guðjón er kvæntur Björgu Hauks- dóttur og eiga þau 4 syni. -JBH. Sigurlaug Bjarna- dóttir: Lýðræði og vald- dreifingu „Þetta framboð byggir á málefna- grundvelli Sjálfstæðisflokksins en það er hins vegar til komið vegna þess að brotið hefur verið gegn stefnu flokksins um lýðræði og aukna vald- dreifingu,” sagði Sigurlaug Bjama- dóttir menntaskólakennari. .Ji’ólkið hefur ekki fengiö aö hafa áhrif á val frambjóðenda hér á Vest- fjöröum nema í gegnum kjördæmis- ráð. Við erum talsmenn aukins lýðræðis og hreinlegri vinnuaöferða í stjórnmálum. Þetta á ekki aöeins viö um Sjálfstæöisflokkinn heldur alla flokka. Viö skerum upp herör gegn þessum aðferöum sem eru í andstööu viö stefnu S jálfstæðisflokksins um gildi einstaklingsins,” sagði Siguriaug. Sigurlaug Bjarnadóttir er fædd 1926. Hún lauk stúdentsprófi frá Akureyri 1947, tók BA-próf í ensku og frönsku í Leeds 1951 og stundaöi framhaldsnám í Sorbonne. Hún hefur síðan stundaö kennslustörf, þar af viö Menntaskól- ann í Hamrahlíö frá 1967. Sigurlaug var þingmaöur Vestfiröinga 1974 til 1978. •OEF. Kolbrún Friðþjófs- dóttir: Draga úr aðstöðumun nemenda ,,Éghef mestan áhuga á því aökoma í veg fyrir aö hér veröi atvinnuleysi,” sagöi Kolbrún Friöþjófsdóttir, kennari á Barðaströnd. „ Að ööru leyti beinast áhugamál mín að mennta- og kennslumálum. Þaö er mikill munur á aðstöðu nemenda í dreif býli og þéttbýli eins og kom fram í könnun síðastliöið haust. Nemendur í dreifbýli hafa auk þess skemmri skóla- göngu að baki og af þeim sökum hefur árangur þeirra veriö slakari. Það þarf aö draga úr þessumaðstöðumun. Það er einnig mikið áhugamál íbúa hér aö viöhalda samgöngum yfir Breiðafjörð sem hafa mikið aö segja fyrir byggðarlagið,” sagðiKolbrún. Kolbrún Friðþjófsdóttir er fædd á Patreksfirði áriö 1936. Hún lauk prófi frá Verslunarskólanum 1953 og hefur nýlokið réttindanámi við Kennarahá- skóla íslands. Samhliða því aö vera húsmóöir í sveit hefur hún starfaö sem kennari undanfarin 12 ár, lengst af viö Grunnskóla Barðastrandar. -ÓEF. Breytt verði umstefnu í f lokknum „1 nokkuð mörg ár hef ég verið óánægður með stefnu og forystu Sjálf- stæðisflokksins,” sagði Halídór Hermannsson. „Eg stefni eindregið aö því að skera upp herör fyrir því að breytt veröi um stefnu í flokknum. Viö höfum tapað kosningum nokkrum sinnum í röð þó aö við höfum verið í Halldór Hermanns son: stjórnarandstöðu. Það sýnir að þetta getur ekki gengið lengur. Við verðum að opna flokkinn betur svo almenn- ingur komi til liðs við okkur. Og við veröum aö gefa öllu flokksbundnu sjálfstæöisfólki kost á aðkjósa sérfor- mann. Hætt verði aö kjósa hann á flokksþingi. Eg tel aö við eigum eindregið að vera reiðubúin til að vinna meö hvaða flokki sem er í ríkisstjóm, utanríkismál verði ekki alltaf látin sitja fyrir efnahags- málum og samvinnu flokka.” Halldór Hermannsson er fæddur 1934. Hann hefur veriö stýrimaöur, skipstjóri og útgerðarmaður og var formaöur Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Bylgjunnar í 10 ár. Halldór er kvæntur Katrínu Gísladóttur og eiga þau7börn. S-T-R-E-T-C-H- GALLABCXIJRXAR ERLKOMXAR Stærðir 27-34 Póstsendum Laugavegi 61 — Sími 22566 Jónas H. Eyjólfsson: r með vinnu- brögð „Meginástæöan fyrir því að ég gef kost á mér í þetta prófkjör er óánægja meö vinnubrögð kjördæmisráös Sjálf- stæöisflokksins í Vestfjaröakjör- dæmi,” segir Jónas H. Eyjólfsson lög- regluþjónn. „Ákvöröun sú er kjördæmisráö tók um einhliða uppstillingu flokkslistans er tekin þvert ofan í vilja meirihluta sjálfstæöismanna í kjördæminu. Meiri- hlutinn vildi prófkjör en því var hafnað af minnihlutaklíku sem sat aö hluta til umboðslaus í k jördæmisráöi. Tilgangur þessa sérframboðs er að reyna aö halda í hinn óánægða flokks- mann þannig að ekki verði um algert fylgishrun sjálfstæðisstefnunnar hér í Vestfjarðakjördæmi aö ræöa. Ég vil hvetja alla þá sem styöja sérfram- boðiö aö taka þátt í skoðanakönnuninni því þannig verður vilji þeirra tekinn til greina við uppstillingu listans. Ef list- inn nær manni inn á þing bíða hans mörg verkefni fyrir kjördæmiö og þar eru mér efst í huga samgöngumálin og neyðarþjónustan,” segir Jónas. Jónas H. Eyjólfsson er fæddur í Innri-Njarövík 18. janúar 1952. Hann starfar sem lögregluþjónn á Isafiröi. Hann er kvæntur Björgu Baldurs- dóttur og eiga þau þrjá syni. -SbS. Hjálmar Halldórs- son: Áhersla á skóla- og heil- brigðismál ,,Ég legg áherslu á framgang sjálf- stæöisstefnunnar,” sagöi Hjálmar Halldórsson. „I kjördæminu hafa bæöi skólamál og heilbrigöismál setið á hak- anum, sérstaklega heilbrigöismál í Strandasýslu. Svo eru samgöngur. Þar þarf til dæmis aö fá radíóvita og lýsingu á flugbrautina á Hólmavík. Einnig vantar sjúkraflugvöll á Drangsnesi. Eins þarf aö bæta vegasamgöngur í kjördæminu öllu. I landsmálum almennt er nauösyn- legt aö ná niöur veröbólgu, samkvæmt stefnu s jálfstæöismanna.” Hjálmar Halldórsson er fæddur 1954 á Hólmavík og alinn þar upp. Hann er rafvirki og hefur starfaö við rafvirkjun á Hólmavík. Hann hefur starfað mikið í ungmennahreyfingunni. -JBH. Leið- rétting I grein á Neytendasíöunni í fyrradag um umferöarfræöslu í Hagaskóla uröu mér á þau slæmu mistök aö feöra mann rangt. Hann heitir Jóhann Guðjónsson og er ökukennari, ekki Jóhann Friðjónsson eins og ég sagði. Biö ég manninn og hans fólk og lesendur alla afsökunar. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.