Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983. Spurningin Hvað finnst þér um verðbæt- urnar sem komu á laun núna 1. mars? Stefanía Gunnarsdóttir afgreiðslu- stúlka: Mér finnst þetta ósköp lítiö, þaö verður búiö aö taka þetta allt út fyrirfram. ”;i \ ■ lít Bryndís Guðjónsdóttir nemi: Eg hef ekki kynnt mér þaö. Eg fæ engar verö- bætur því ég er í skóla. Jðn Arnason rafvirki: Eg þekki þetta ekki enda vinn ég þannig vinnu aö ég fæ ekki svopa launabætur. i Benedikt Blöndal, vinnur ekki sem stendnr: Eg hef nú lítið spáð í málið, finnst þetta hálffáránlegt. Ég held aöj þaöséakkúratekkertgagn aöþeim. I Heiða Karlsdóttir, starfsmaður Hag- kaups: Eg held þaö sé lítið gagn aö þeim. Þær fara strax út í verðlagið. Anna Guðmundsdóttir húsmóðir: Eg held að þær hverfi fljótt aftur, verö- ' bólgan étur þetta upp. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Sérkennslustöð Kópavogs: Olnbogaböm í hreppaflutningum Rafn Vigfússon skrifar: í blaðinu Vogum, febrúar ’83, bras- aöi Guöni Stefánsson grein á pönnu sinni sem hann nefndi 3,2 milljónir fyrir sérkennslustöö. Öll var grein þessi viöbrennd en þó hrá aö innan. Megi þeir samt njóta hennar sem vilja. Guðni Stefánsson ætti aö vita flest- um betur um Sérkennslustöö Kópa- vogs. Hún var stofnuð af brýnni þörf og góðum skilningi á aöstööuleysi og þörf- um þeirra barna sem á sérkennslu þurfa aö halda. 1 skólanum hafa veriö böm víða aö af landinu sem sýnir aö víða kreppir skórinn að. Er það ekki aö ráöast á garðinn þar sem hann er lægstur aö vega að þess- um bömum? Þau eru til og veröa alltaf til. Sem betur fer eru til menntastofnan- ir sem hafa gnæft yfir samtíöina vegna jákvæöra viðhorfa stjómenda þeirra. Sérkennslustöö Kópavogs er sérstak- lega jákvæð stofnun. Hún hefur tekiö viö nemendum sem aðrar stofnanir hafa gefist upp á og mættu forráöa- menn bæjarfélaga kynna sér nem- endafjölda Sérkennslustöðvarinnar í gegnum árin svo þeir upplýsist örlítiö um þessa starfsemi sem viröist vera þeim lokuð bók í dag. Starfslið Sérkennslustöövar Kópa- vogs á þakkir skildar fyrir fádæma ósérhlífni og jafnframt skilda viöur- kenningu fyrir árangur í starfi. Sérkennslustööin hefur verið á fjór- um stööum frá því í haust sem sýnir þá erfiðleika sem viö er aö etja í hús- næðismálum. Núna er hún í húsi þvi sem Kópavogskaupstaöur keypti, um það bil 50 fermetrum, í kjallara húss- ins. Onóg upphitun er í húsinu. „Miklir menn erum viö Hrólfur minn.” Þeir sem leggjast svo lágt aö rakka niður svona starfsemi þurfa vissulega á sérkennslu að halda. Þeir hljóta að vera á móti öllum menningarmálum sem varöa skóla, sjúka, aldraöa, sjón- og heymarskerta og margt fleira mætti upp telja. Fyrir hverju berjast þeir þá? Aö brjóta niður það sem aörir hafa byggt upp. Þessi neikvæðu öfl þarf vissulega aö „baka upp” og nota við þaö betra hrá- efni. Fóstureyðingar: 771 hvers að láta framleiða óvelkotmn, óhamhgjusöm böm? Alda Traustadóttir skrifar: Eg ætla aö svara bréfi-þínu 4813-4203 sem þú skrifar í DV 18. febrúar síðast- liöinn, þótt þú sért svo gegndrepa af Iþröngsýni og fordómum aö varla er J eyðandi oröum á þig. Þú átt sjálfsagt eiginmann sem vinnur fyrir þér og börnunum og þiö eruð þá tvö um áhyggjumar, ef einhverjar eru. Ég ætla ekki aö tíunda hér aftur erfiöleika einstæörar móöur, þaö er örugglega fyrir ofan þína greindarvísitölu aö skilja þaö. Ég hef heldur aldrei getað , skiliö þá skoðun aö afleiðingarnar eigi alltaf aö lenda á konunni. Þau eru þó tvö um þetta. Getnaöarvarnir eru held- ur alls ekki fullkomin lausn. Stúlkur undir 16 ára aldri þurfa leyfi foreldra til þess aö geta notfært sér þær en því miður neita margir foreldr- ar dætrum sínum um slík leyfi. Strák- ar hugsa yfirleitt ekki um getnaöar- variiir eins og til dæmis smokka. Þeir vísa ábyrgöinni venjulega beint yfir á stelpumar, þeir eru frjálsir þó aö þeir eigi bam svo aö þeim er sama. En þaö er hræöilega mikið áfall fyrir óharön- aöa unglingsstúlku sem á öll sín bestu ár framundan aö veröa ófrísk. Þér finnst auðvitað aö unglingar ættu ekki að sofa saman. Þaö hafa allir sínar eðlilegu hvatir og unglingar á aldrin- um 13—16 ára eru ekki fullþroska and- lega þó kannski séu þeir þaö líkam- lega. Skynsemin er þar af leiöandi ekki þeirra sterkasta hliö. Eitt glappaskot getur verið nóg. Þiö Berglind eruö til- búnar aö dæma unglingsstúlku i móöurhlutverk þó kannski bamsfaðir- inn láti sig hana engu skipta. Hvaö hef- ur bam aö gera í hendumar á 15 ára stúlku sem sjálf er hálfgert barn? Til hvers viljið þiö láta framleiöa óvei- komin og óhamingjusöm böm? Eruð þið virkilega svona iligjamar? Svo þykist þið vera „kristilegar” og „guð- Iegar”. Mér veröur hreinlega óglatt. Fóstureyðing er ekki morö ef hún er framkvæmd nógu snemma, áður en fósturvísirinn er orðinn aö fóstri. Ég vona, 4813-4203, aö þú látir þessi orö þér aö kenningu veröa og opinberir ekki heimsku þina og þröngsýni svona aftur. Fiskblokkir frá S-Ameríku: Seldar sem ísíenskur fiskur í Bandaríkjunum? 2532-2975 skrifar: Þaö var í dagblaöinu Tímanum hinn 9. febrúar aö frétt birtist um það aö annaö slagiö kæmi það fyrir aö fisk- blokkir væru keyptar frá S-Ameríku af islensku fisksölufyrirtækjunum Coid- water h/f og Iceland Seafood, þegar hráefni vantar. Þaö sem furðulegast var í frétt þess- ari, sem aö sjálfsögöu á fullan rétt á sér, var þaö að eftir lestur hennar er lesandinn alveg jafnnær og áður um þaö hvort þessi S-Ameríku-fiskur er síðan seldur undir íslensku vörumerki í Bandaríkjunum. En niðurlag fréttarinnar var þetta: „Er sá fiskur ekki af lægri gæöaflokki en islenski fiskurinn?” spyr blaöið. „Þaö er sjálfsagt allur gangur á því,” svarar talsmaöur Sölumiöstöðvar hraðfrystihúsanna. „Er hann seldur vestra sem fyrsta flokks íslensk vara?” spyr Tíminn að lokum. — Og þá kemur rúsínan í pylsu- enda fréttarinnar sem felst í eftirfar- andi svari: „Þaö segir sig sjálft aö fiskur sem veiddur er viö strendur S- Ameríku er ekki seldur sem íslenskur fiskur. Þar er um alit aðrar fiskteg- undir aö ræða en þær sem veiðast við ísland”! (leturbr. bréfritara). En úr því þaö segir sig sjálft aö fisk- ur sem veiddur er viö strendur S- Ameríku er ekki seldur sem íslenskur fiskur, þá er spurningin: Hvernig er ''ÍKS hann seldur? — Er hann seldur undir íslensku vörumerki eöa vörumerki frá Uruguay t.d.? Þetta skiptir öllu máh. En látið er undir höfuö leggjast aö krefja tals- mann Sölumiðstöðvarinnar um svar við þessu. Hér er stórmál á ferð, ef það sannast aö lélegur fiskur er seldur imd- ir islensku vörumerki. 2S32-297S talar um frétt um að íslensk fisksölufyrirtæki í Bandarikjunum kaupi stundum fiskblokk- ir frá S-Ameriku. Hann vill vita „hvort þessi S-Amerikufiskur sé siðan seldur undir íslensku vöru- merki i Bandarikjunum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.