Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1983, Blaðsíða 41
DV. FIMMTUDAGUR 3. MARS1983. 41 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið „Bakkarínn” braut í sér eitt bein Apa- legt að reykja? Er apalegt aö reykja? „Nei, alls ekki,” segir hann Joe, nítján ára gam- all api í Southam dýra- garöinum í Englandi. Hann hefur reykt frá fyrstu tíö og segir að hann hafi lært þetta af þjálfar- anum sínum í dýragarðin- um. „Nei, blessaöur vertu, ég er alls ekki mikill reykingamaöur. Fæ mér þetta tvær til þrjár sígarettur á dag, og einnig treð ég í eins og eina pípu. Geri þetta svona mest til að vera með eitthvað annað í munnvikinu en banana þó að þeir séu auövitað mjög góðir,” segir Joe kampakátur. Hann er kallaður „Herra Backwards” og það skilja allir hvers vegna svo er. „Herra Backwards” heitir fullu nafni Roger Riddell og býr í Bandaríkjunum. Hann er það sem menn hafa kallaö ofurhuga og finnst okkur að það sé nánast vægt til orða tekið. Roger tók upp á því nýlega að sýna dirfsku sem er hreint ótrúleg. Hann sneri öfugt á mótorhjóli og „stökk” yfir sex bandarískar drossíur. Á nær hundrað kilómetra hraða ók hann upp á stökkpall og sveif yfir bítana og lenti á öðrum palli hinum meginviðþá. En eins og my ndirnar sýna, féll hann í lendingunni og kastaðist af hjólinu. Hann var strax lagður á sjúkrabörur og ekið á sjúkrahús. En þótt ótrúlegt megi virðast, fékk Riddell aö fara heim af sjúkrahúsinu síðar um daginn, því að hann reyndist' „aðeins” hafa rifbrotnað við þetta glæfralega tiltæki sitt. „Þaö eina sem henti mig var að ég óhreinkaði fötin mín,” sagði Riddel glaðhlakkalega, þegar hann kom út af sjúkrahúsinu. Já, þeir eru ekki að gera of mikið veður út af smámunum, sumir fyrir vestan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.