Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 4. MARS1983. Frami Mezzoforte fer enn vaxandi — stór plata komin á topp 100 í Bretlandi 1(insældir Mezzoforte fara nú ört vaxandi í Bretlandi og er nú bæöi stór og iítii plata á iistum yfir 100 mest seldu plötur þar i landi. Engin íslensk hljóm- sveit hefur nóö siikum frama fyrr eöa síðar. Frami hljómsveitarinnar Mezzo- forte á vinsældalistum í Bretlandi fer nú vaxandi meö viku hverri. Litla platan með lögunum Garden Party og FunkSuite no. 1, er nú komin í 61. sæti vinsældalistans, en var í 86. sæti í síðustu viku. Ekki nóg meö það því nú hefur stóra platan Surprise Sur- prise tekiö heldur betur við sér og er komin í 78. sæti listans. Það kann ekki að þykja ýkja hátt en ef tekið er tillit til þess að hún var í 154. sæti vik- una á undan eru hér mikil tiöindi á ferð. Að sögn Jónatans Garðarssonar hjá Steinum h/f, hafa þessar tvær plötur Mezzoforte nú selst í um 30 þúsund eintökum í Bretlandi og fer salan vaxandi eins og listarnir bera með sér. Nýlega birtust mjög lof- samlegir dómar um báðar plötumar i tónlistarblaðinu Record Mirror og má nefna aö stóra platan hlaut þar fjórar stjömur af fimm mögulegum sem verður að teljast frambærilegt. Þá hefur litla platan verið kjörin plata vikunnar hjá fjölmörgum út- varpsstöðvum. Til að fylgja eftir þessum nýunnu vinsældum hélt Mezzoforte til Bretlands í gær, en hún á að koma fram á hinum virta skemmtistað The Venue í Lundúnum annaö kvöld. I kvöld mun hún hita upp litilsháttar i lokuöu samkvæmi á diskóteki nokkm þar í borg. Upphaflega var ætlunin að strák- amir kæmu heim aftur strax eftir helgina en vegna mikillar eftirspum- ar eftir viðtölum og annarri kynn- ingu, munu þeir dvelja í Bretlandi fram á fimmtudag. Að sögn Steinars Berg Isleifssonar hjáSteinumh/fermjög mikilláhugi fyrir Mezzoforte í Bretlandi og talið að plötur hljómsveitarinnar eigi eftir að færast enn ofar á vinsældalistum. Ef önnur hvor platan fer að nálgast topp 20 verður hljómsveitin að fara aö huga að sjónvarpsupptökum því hljómsveit sem á lag á topp 20 fær sjálfkrafa kynningu í hinum víð- fræga sjónvarpsþætti Top Of The Pops, í BBC. I framhaldi af þessari velgengni í Bretlandi er verið að koma þessum plötum Mezzoforte á markað í vel flestum Vestur-Evrópulöndum og þar aö auki í Suður-Afríku. Ekkert hefur enn verið hugaö að Banda- ríkjamarkaði og segir Jónatan Garðarsson að þaö verði ekki gert fýrr en staða hljómsveitarinnar er orðin enn sterkari í Bretlandi. Það fylgir ekki sögu frá Bretlandi hvort það er sú staðreynd að Mezzo- forte var stjömuband á Stjömu- messu DV í fyrra sem veldur vel- gengni hennar þar í landi. -SþS GunnarSalvarsson: Rétt tónlist á réttum tíma — en vara menn við of mikilli bjartsýni „Vissulega er þetta mjög góð frammistaða hjá Mezzoforte, en ég vil vara menn við of mikilli bjartsýni í þessum málum,” segir Gunnar Salvarsson, poppskríbent DV með meiru, en hann hefur fylgst með vin- sældalistum og tónlistarlífi í Bretlandi umárabil. „Það kemur oft fy rir að plata geysist upp listann í nokkuð stómm stökkum tU að byrja með en það þarf ekki endi- lega að þýða að hún fari á topp 20. En það verður að teljast nokkuð gott að vera í 61. sæti listans eftir aðeins tvær vikur þar,” segir Gunnar. Hann bendir á að það sé mýgrútur af hljómsveitum sem komist hafi þetta langt, en síðan fallið í gleymsku og dá daginn eftir. „Menn mega ekki halda að þeir hafi höndlað heimsfrægðina í einni svipan,” segir hann. Gunnar minnir á það að hin almenna regla fyrir vinsældum í tónlistarheim- inum sé að vera með réttu tónlistina á réttum tíma. Þar sé Mezzoforte mjög vel stödd því funk sé á mikilli uppleið í Bretlandi um þessar mundir., J5n það er ekki nóg að leika góða tónlist til að ná vinsældum, því að baki þeim liggur óhemju mikið undirbúningsstarf og verja þarf stórfé í kynningar,” segir Gunnar. Þess má geta aö vinsældalisti sá er hér er tittnefndur er hinn opinberi breski vinsældalisti, og er hann unninn af Gallup stofnuninni þar í landi. Bygg- ist hann á upplýsingum um sölu frá um 250 verslunum víðs vegar um Bret- landseyjar. Birtist hann vikulega í tímaritinu Music And Video Week, en það er útbreiddasta viðskiptatimarit Bretlands á tónlistarsviðinu. Hann birtist einnig í hinu útbreidda tónlistar- blaðiRecordMirror. -SþS „Funktóniist er i mikiiii uppleiö i Bretíandi um þessar mundir og þvi úti'rtiö bjart fyrir Mezzoforte," segir Gunnar Saivarsson. KJÖTSYNING Kjöt af 24 völdum nautgripum frá Slátur- félagi Suöurlands verður kynnt á 1. hæð í húsakynnum Afurðasölu Sambands ísl. samvinnufélaga á Kirkjusandi. Kjötiðnaðarmenn sýna hlutun á nautakjöti. Hvernig vilja neytendur nautakjötið? Skoðanakönnun meðal sýningargesta. Kjötiðnaðarstöð SÍS kynnir framleiðslu- vörur sínar á 2. hæð hússins. Þar verða gefnar bragðprufur og vinnsluvörur seldar í sérstökum kynningarpökkum á mjög hagstæðu verði. SÝNINGIN VERÐUR 0PIN LAUGARDAG 5. MARS KL. 15.00 TIL 18.00 OG Á SUNNUDAG KL. 13.00 TIL 18.00 Sjónvarpið sýnirekki meira frá HM íhandbolta Sjónvarpið mun ekki nýta sér heim- ild Utvarpsráðs til að sýna beint frá fleiri leikjum í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik karia sem nú fer framíHollandi. Sjónvarpið fékk heimild til að sýna beint frá tveim leikjum Islands í keppninni. Sýndur var leikur Islands og Spánar en beðið var með að ákvarða hvaða leikur yrði sýndur svo. Áhugi var að sýna leik Islands og Sviss en þá stóð illa á með gervi- hnattartima, að sögn Ellerts Sigur- bjömssonar dagskrárritstjóra sjón- varpsins. Áhugi á öðrum leikjum Islands í keppninni er takmarkaöur þar sem Uð- ið hafnaði í lakari flokknum á mótinu. Verður því þessi heimild nýtt síðar og þá sýnt beint frá einhverjum öðrum merkum íþróttaviðburði út í heimi. -klp- Gunnar Thoroddsen: Enn óvfst um sér- framboð Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra hefur enn ekki látið uppi hvort hann hyggi á sérframboð í næstu kosn- ingum. Er hann var inntur eftir því í gær varðist hann allra frétta og kvaðst ekkert um það segja. Við sama tækifæri var forsætisráð- herra einnig inntur eftir hugsanlegum aðgerðum í efnahagsmálum á næst- unni og hvað liöi frumvarpi um endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Því kvaðst hann ekki geta s varað á þessu stigL -PÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.