Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 4. MARS1983. 3 Lögleysa —sagði Bandalag háskólamanna þegar Steingnmur skipaði Péturárið 1980 Samgönguráöherra, Steingrimur Hermannsson, framdi lögbrot þegar hann skipaði Pétur Einarsson fram- kvæmdastjóra flugvalladeildar og varaflugmálastjóra 3. september árið 1980. Steingrímur braut bæði Iög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins og eins var ákvörðun hans í and- stöðu við þær reglur sem gilda um Flugráð. Þetta var niðurstaða Bandalags há- skólamanna í ársbyrjun 1981. BHM kynnti sér mál þetta eftir föngum, þar á meðal fundargerðir Flugráðs og bréfaskipti þess við samgönguráöu- neytið, og sendi samgönguráðherra athugasemdir sínar í bréfi dagsettu 4. febrúar árið 1981. Bandalag háskólamanna taldi að ekki heföi komið nægilega skýrt fram i auglýsingu um hvaða starf væri að ræða og að svar samgönguráðuneytis viðfyrirspurnFlugráðsþarum heföi ekki verið f ullnægjandi. Staða „ framkvæmdastjóra við Flugmálastjóm” var auglýst laus til umsóknar í Lögbirtingablaðinu 9. júli 1980. Samkvæmt skipulagi Flugmála- stjórnar var staða framkvæmdastjóra flugöryggisþjónustu laus til umsóknar frá 1. ágúst 1980.1 fyrrgreindri auglýs- ingu var engin skýring gefin á verk- sviði ,4ramkvæmdastjórans”. Á fundi Flugráðs 24. júli 1980 var vakin athygli á því að væntanlegir um- sækjendur hefðu fengið mismunandi upplýsingar frá samgönguráðuneytinu rnn slíkt verksvið. Oskaði Flugráð eftir skýringu frá ráðuneytinu. I svarbréfi ráðuneytis, 6. ágúst, er sú skýring veitt að þegar staða fram- kvæmdastjóra flugöryggisþjónustu varð laus, sé þaö „þetta stöðugildi sem var laust til umsóknar með auglýsingu þeirri er fyrr greinir”. Neðar í sama bréfi segir hins vegar: „Ráðuneytið hefur í hyggju að stofna á ný til stöðu framkvæmdastjóra flugvalla og verður meðferð umsókna við þaö mið- uð. Hvað varöar stöðu framkvæmda- stjóra flugöryggisþjónustunnar þá verður ákvörðun um hana tekin síð- ar.” f bréfi Bandalags háskólamanna til Steingríms Hermannssonar segir: „I bréfi samgönguráðuneytis, dag- settu 6. ágúst, sagöi að þaö væri staða framkvæmdastjóra flugöryggis- þjónustu sem væri auglýst. Staöa framkvæmdastjóra flugvalladeildar mun hins vegar aldrei hafa verið auglýst. Hér er því um að ræða brot á ákvæð- um 5. greinar laga númer 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, en þar segir aö lausar stöður skuli auglýsa í Lögbirtingablaði. Bandalag háskólamanna átelur harðlega aö ráöuneytið skuli á þennan hátt brjóta lög og reglur sem settar hafa verið um ráðningu ríkisstarfs- manna.” Undir þetta ritar, fýrir hönd BHM, Guðríður Þorsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri. -KMU. Skilrúmin fástmeð: BÓKASKÁPUM, ST0FUSKÁPUM, GLERSKÁPUM ^ O.M.FL. Einn'9 ur eik,Tmörgum litum. j Ármúla 20 - Sími 84630 VIÐ BJÓÐUM Árfellsskilrúm úrljósrí FUR(J Óte/jandi mögu/eikar. • Henta til skiptinga i stofur og ganga, allt eftir þínum þörfum. Ístílvið furuhúsgögnin. MUNIÐ! Þeir sem panta fyrir helgi sórhönnuð skilrúm fá afgreitt fyrir páska. AÐ SMIÐJUVEGI4 KÓPAVOGI Opið alla virka daga frá kl. 9- Opið laugardag frá kl. 10—18 Opið sunnudag frá kl. 13—18 ► Allir þeir bílar frá Fiat . sem eiga * þaö sam- ► eiginlegt að vera ódýrir, sparneytnir, liprir og þægilegir. Komið og sjáið hinn stórkostlega EAGLE 4x4 og kynnið ykkur verðið. Skoðið þennan fjölhæfa lúxusbíl sem sameinar jeppann og ameríska fólksbílinn. Bill sem alla dreymir um. Nú er tækifærið að kynna sér bílinn, hæfileika hans og útlit, verðið og greiðsluskil- málana. American Motors * * Bl IASYNING * * FIAT RITMO FIAT PANDA FIAT127 Special SYNINGARBILAR A STAÐNUM FIAT125 P EGILL VILHJÁLMSSON HF. DAVIÐ SIGURÐSSON HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.