Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 4. MARS1983. 13 IÞað er staöreynd sem allir þekkja að þegar leitað er leiða viö efnahags- vandanum og óöaverðbólgunni þá er ávallt staðnæmst við vasa launþeg- ans. Lengra ná „efnahagsúrræðin” ekki, og hafa yfirleitt ekki gert mörg undanfarin ár. Það er löngu orðið tímabært að efnahagsúrræði sem frá Alþingi fara og ríkisstjórnir standa að, miðist ekki nær eingöngu viö það að laun- þegar séu látnir færa fórnir og heimilin í landinu séu látin bera byrðarnar af rangri stefnu í efna- hags- og atvinnumálum. Þaö er ekki lengur hægt aö velta vandanum yfir á heimilin í landinu þegar laun margra hrökkva ekki fyrir brýnustu útgjöldum heimilanna, hvernig sem sparað er. Stjórnvöld verða að snúa sér að rót vandans og koma á ger- breyttri efnahagsstjórn sem er orðin lífsnauösyn sjúku efnahagslífi. Launþegar sviknir Jákvætt er að í því vísitölufrum- varpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, á að taka upp nýjan vísitölugrunn sem byggir á nýrri neyslukönnun, en sá vandi er enn til staöar aö vísitölu- kerfið mælir þeim betur settu marg- falt fleiri krónur en þeim sem lægri hafa launin. Þaö sjá allir aö út- gjaldaaukning lágtekjuheimilanna er ekkert minni en hátekjuheimil- anna vegna verðlagshækkana á nauðsynjavörum. Og nú verða dýrtíöaruppbætur láglaunaheimil- anna um þessi mánaðamót 1300 krónur meðan hálaunaheimilin fá dýrtíöina bætta með 5—7 þúsund Efnahagsúrræðin hafa bara náð til vasa launþega, segir greinarhöfundur. ÞJOÐARSATT UM NÝJAR LEIÐIR — TIL BETRI LÍFS- KJARA krónum. Þessi hringavitleysa geng- ur auðvitað ekki lengur. Að undanskildum nýjum vísitölu- grunni, er vísitölufrumvarpið af sama toga og efnahagsúrræði síðari ára aö því leyti að einhliða er tekið á laununum úr samhengi við aðrar efnahagsaðgeröir. Málsvarar þessa frumvarps á Al- þingi segja að hér sé verið að stíga eitt skrefið, — þetta sé einn áfanginn til lausnar vandanum. En hversu oft hafa launþegar ekki heyrt þennan söng þegar uppi eru ráðagerðir um að skerða launin með einum eða öðr- um hætti? Og hversu oft hafa launþegar ekki verið sviknir? — Hversu oft hefur ekki kjaraskerðing- um verið pakkað inn í skrautlegar umbúðir með orðsendingu til laun- þega um að nú ætli stjómvöld líka aö leggja sitt af mörkum í baráttunni viðverðbólguna? Allir þekkja efndirnar og allir þekkja aö slík úrræði leysa ekki vandann. Allt sækir í sama fariö. Fórnir launþeganna skila ekki árangri. Afkoma heimilanna Launþegar hafa hvaö eftir annað sýnt stjórnvöldum takmarkalausa þolinmæði og lagt sitt af mörkum til að leggja lið í baráttunni við verð- bólguna. Og hvað uppskera launþeg- ar? Ekkert annaö en svik og aftur svik stjómvalda, sem alltof lengi hafa níðst á þoiinmæði og fórnum launafólks. — öllum ákvörðunum er snerta uppskurð á efnahagskerfinu og uppbyggingu atvinnuveganna, sem er forsenda þess að fómir laun- þega skili árangri, er slegið á frest. Það eina sem aldrei er slegið á frest er að skeröa launin í landinu með ein- um eða öðrum hætti. Aftur og aftur er hagstjóminni nær eingöngu beint að buddu launþegans. Hvernig var útkoman t.d. fyrir heimilin í landinu í desembermánuði sl. vegna bráða- birgðalaganna? Launin vom skert um rúm 7%. Á sama tíma jókst greiðslubyrði lána um 17% og verð- lag í landinu rauk upp um 20%. — Allir sjá að heimilin í landinu þola ekki slíka kjaraskerðingu þegar ekkert taumhald er haft á öðrum þáttum efnahagslífsins. Hvemig kemst t.d. fjögurra manna fjölskylda af með eina fyrir- vinnu og kannske 10 þúsund króna mánaðartekjur? Þær hrökkva varla fyrir matarinnkaupum út mánuðinn vegna sífelldra verðlagshækkana sem heimilin standa varnarlaus frammi fyrir. Fyrirvinna heimil- anna veröur að taka á sig alla þá yfirvinnu sem gefst og vinna myrkr- anna á milli til að eiga fyrir húsa- leigu, hita, rafmagni, síma eða öör- um lífsnauðsynjum. Hafi slík fjöl- skylda einhverjar fjárhagslegar byrðar vegna íbúðarkaupa, — þá þýöir það hreinlega, í því ástandi sem við búum við, gjaldþrot heimilisins. Jafnvel þótt báðir for- eldrar ynnu úti á slíku heimili og öfl- uðu 20 þúsund króna á mánuði, þá fer verulegur hlutur viðbótartekna í bamagæslu og önnur útgjöld. — Þessu ástandi geta síðan fylgt ýmis félagsleg vandamál sem koma ekki bara niður á heimilunum heldur á samfélaginu einnig, t.d. í formi út- gjalda til að leysa félagsleg vanda- mál af margvíslegum toga. Þjóðarsátt Flestir gera sér ljóst að það veröur ekki alveg sársaukalaust aö vinna sig út úr þeim vanda sem skapast hefur undanfarin ár og rekja má að verulegu leyti til skammtímalausna stjómvalda og þeirrar röngu stefnu sem fylgt hefur verið í efnahags- og atvinnumálum. Erlendar skuldir hafa sexfaldast á stjórnartíma ríkis- stjórnarinnar og em orðnar um 80 þúsund krónur á hvert mannsbam Jóhanna Sigurðardóttir og þaö á tímum 3ja bestu aflaára í sögu þjóðarinnar. — Við það efna- hags- og atvinnuástand, sem viö nú búum við, þá stefnir þessi hrikalega skuldasöfnun f járhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í mikla hættu. En við þurfum ekki að vera svartsýn ef stjómvöld taka af festu og ábyrgð á vandanum. Atvinnulíf okkar er ekki sambærilegt við háþróuð iðnaöarríki milljónaþjóða sem búa við þrönga landkosti. — Hér á landi eru óþrjót- andi verkefni fyrir þessa þjóð. Hún þarf ekki að óttast atvinnuleysi ef skynsemi ræður ferðinni í atvinnu- uppbyggingunni í framtíðinni þó að sú stefna, sem fylgt hefur verið í at- vinnu- og efnahagsmálum, ógni nú atvinnuöryggi og lífskjörum í land- inu. Hefja þarf því nýja framfarasókn þar sem í stafni verður þjóðarsátt og samstaða um nýjar leiðir í efnahags- ogatvinnumálum. Hrikaleg skuldasöfnun og staða þjóöarbúsins í heild kallar í raun á nýja sjálfstæöisbaráttu þjóöarinnar. Láglaunafólki á að hlífa I þeirri uppstokkun, sem gera þarf á öllu efnahags- og atvinnulífi í land- inu, verður þó að hlífa þeim verst settu. Þeir lágu kauptaxtar margir hverjir, sem alltof stórum hópi laun- þega er gert að framfleyta sér af, verða að hækka verulega. Þeú- eru þjóðfélaginu til háborinnar skamm- ar. — Koma verður á þeirri afkomu- tryggingu sem Alþýðuflokkurinn boðar, þar sem með sérstökum ráð- stöfunum á sviði skatta- og tryggingamála veröi tryggð afkoma þeirra sem lægri hafa launin. Afkoma aldraðs fólks og öryrkja, sem byggja framfærslu sína að mestu á lífeyri almannatrygginga, svo og bamalífeyri og mæöralaun, veröur að endurskoða og hlífa þessum hópum einnig við aö bera byrði af þeirri nauðsynlegu upp- stokkun sem framundan hlýtur að vera. Hjá því veröur ekki komist aö þeir hærra launuðu axli tímabundið ein- hverja byrði í þeirri uppstokkun sem óhjákvæmilega hlýtur aö vera fram- undan en ef byrðar eru settar á laun- þega veröur þaö að vera liður í víðtækum efnahagsráðstöfunum þar sem tekið er af festu og ábyrgö á ríkisfjármálum, fjárfestingarmál- um, peningamálum, verðlags- og gengismálum og komið á skipulagöri og skynsamlegri uppbyggingu í at- vinnumálum. Þaö eitt tryggir varan- legan árangur og aö fórnir, sem á launþega eru lagöar, skili sér í betri lífskjörum. Húsnæðismálin Samhliða verða stjórnvöld einnig að taka á vanda þeirra, sem hafa þungar fjárhagslegar byrðar vegna þess að verið er að koma sér þaki yf- ir höfuöið. Tafarlaust verður að lengja lánin, hækka lánshlutfalliö og tryggja aö greiðslubyrði lána verði aldrei meiri en sem nemur hækkun launa. Ábyrgð stjórnvalda Hafi stjórnvöld þá einurð og ábyrgö til aö bera aö taka á vandan- um með þeim hætti sem Alþýðu- flokkurinn hefur boðað og lagt fram tillögur um allar götur síðan 1978, þá er ég sannfærð um aö þeir betur settu munu ekki skorast undan því að taka á sig tímabundnar fómir og sýni skilning og samstarf við stjórn- völd í því að komast út úr þeim verð- bólguvanda, sem við er aö glíma og er að kippa stoðunum undan lífskjör- um og allri framþróun í þessu landi. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. „Að undanskildum nýjum vísitölugrunni ^ er vísitölufrumvarpið af sama toga og efnahagsúrræði síðari ára að því leyti að einhliða er tekið á laununum úr samhengi við aðrar efnahagsaðgerðir....”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.