Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR 4. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Rokkhátíð í Broadway íkvöld: „Francis, Presley, Lewis, Richard og Fats Domino” „Erum i hörkustuði, reyndar alveg þrumu” - segir hljómborðsleikari Djellýsystra, Ragna Gunnarsdóttir „Rokkabillí — rokkabillí — rokkabillí — rokk”. Hér er það engin önnur en Anna Vilhjálms á ferð með kröftuga tóna. Allt lagt í sölurnar fyrir rokkið. Einn sá frægasti í gegnum tíðina, Berti Möller dustar ryklð af rokkinu. „Jú, jú, viö erum í hörkustuði þessa dagana, reyndar alveg þrumu,” sagöi Ragna Gunnars- dóttir, hljómborösleikari Kvenna- skólahljómsveitarinnar Djellýsystur í rabbi við Sviðsljósið, en þærDjellý- systur spila á balli hjá framhalds- skólum á Reykjavíkursvæðinu í Sigtúniíkvöld. Þær Djellýsystur eru allar í sama bekk í Kvennaskólanum í Reykjavík og munu þrjár þeirra ljúka stúdents- prófi í vor. Hljómsveitina stofnuðu þær í haust er þær byrjuðu að bralla saman. „Þetta varð allí fyrir tilviljun. Viö vorum að fíflast og sögðum, svona aðallega við okkur sjálfar, að gaman væri að spila. Úr varð að viö fengum hljóöfæri lánuð hjá hljómsveit sem bróðir einnar okkar er í. Þar með var þetta komið á skriö,” sagði Ragna hlæjandi. En Djellýsystur eiga ekki enn mikið af hljóðfærum og það er næsta verkefni hljómsveitarinnar að verða sér úti um þau. „Eigum einn bassa. Þaö er allt og sumt. En við höfum verið svo heppnar að vera innundir hjá hinum og þessum hljómsveitum hvað hljóðfæri snertir,” sagði þessi eldhressa Djellýsystir, Ragna Gunnarsdóttir að lokum. -JGH. Guðbergur Auðunsson í upphituninni í aldingarðinum, en þar var longum heitt í kolunum. „í grænum Edengarði” þekkja allir með Guðbergi. Hann verður ugglaust með sitthvað úr pokaborninu af þeim Adam og Evu i kvöld. DV-mynd: GVA. rokkhátíðinni í kvöld. Nú þegar hafa rokkararnir komið saman og æft sig á taktinum. Og að sjálfsögðu kom Sviðsljósið við sögu á einni æfingunni, sem var í Broad- way, og fylgdist með „gamlingj- unum”. Ekki bar á öðru en þeir væru með rokkið enn á hreinu, slíkar voru sveiflurnar og lætin. Á meöal þeirra rokkaranna, sem koma viö sögu í kvöld, eru Siguröur Johnnie, Guðbergur Auöunsson, Harald G. Haralds, Þorsteinn Eggertsson, Garðar Guðmundsson, Mjöll Hólm, Estrid Jensen, Anna Vilhjálms, Stefán Jónsson, Einar Júlíusson, Stefán í Ludó og Berti Möller. Eins og sést á upptalningunni eru hér allir helstu kraftarokkarar áranna í kringum 1960 á ferð. Fólk sem skóp „landsliöið” í söng á þessum tíma. Þegar rætt er um rokk koma Sæmi og Didda alltaf upp í hugann og að sjálfsögðu verða þau meðsnúninga á sviðinu í kvöld. Ekkert gefið eftir á þeim vígstöövum. Er þá eftir nokkru að bíða með að skella sér í Broadway í kvöld og sjá Diane Washington, Brendu Lee, Conny Francis, Presley, Louis Arm- strong, Jerry Lewis, Little Richard og Fats Domino. -JGH. Djellýsystur taka lagið í Hlégarði fyrir stuttu. Þær hafa haft talsvert að gera og komið fram viða að undanförnu. „Erum farnar að semja lög, en það er enn allt á frumstigi,” segir hljómborðsleikari sveitarinnar, Ragna Gunnars- dóttir. Talið frá vinstri: Sigurbjörg Nielsdóttir bassi, Ragna Gunnarsdóttir, Edda Kristín Reynis söngur, Elísabet Sveinsdóttir trommur og Iris Kristjánsdóttir gítar. (Hún er nú hætt og hefur Steinunn Baldursdóttir tekið við gítar- gripunum ). DV-mynd Bjarnleifur. Rokkhátíð Björgvins Halldórs- grafið upp fjórtán söngvara, sem sonar og hljómsveitar hans verður í voru upp á sitt besta í kringum 1960, Broadway í kvöld. Hefur Björgvin ogmunuþeirtroðauppmeöhonumá „Love me tender...” „Return to sender...” Þorsteinn Eggertsson fínpússar hér gamla taktinn. Þorsteinn var kröftugur rokkari hér á árum áður og var þekktur fyrir Presley-stellingar sínar. A seinni árum er Steini þekktastur fyrir textana sína. Og einn texta hans heitir einmitt „Þrjú tonn af sandi... Return to sender”. Hér er það KR-svipurinn sem settur hefur verið upp. Siggi Johnnie, fyrrum handknattleiksmarkvörður í KR, og rokkari með meiru, sýnir okkur hvernig sannir rokkarar fara að. Með honum á myndinni sjást frá vinstri, Rúnar Georgsson, Þorlelfur Unndórsson, Haraldur Þorsteinsson og Björgvin Hall- dórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.