Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1983, Blaðsíða 32
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 4. MARS 1983. Álmálið: Málmiðlun ráðherra mistókst Sjálfstæðis-, framsóknar- og alþýöuflokksmenn á þingi hafa sameinast um tillögu sem stefnir aö þvi aö álviðræðurnar veröi teknar af Hjörleifi Guttormssyni — þrátt fyrir tilraúnir ráöherra til málamiðlunar i gær. Ráöherramir Gunnar Thorodd- sen, Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson náöu saman um til- lögu um skipun viðræðunefndar og skyldi Hjörleifur ráöa formanni hennar. Steingrímur mun þó hafa sett þaö skilyröi fyrir stuöningi viö tillög- una aö sjálfstæðis- og alþýöuflokks- menn féUust á aö skipa menn í sUka nefnd. Því höfnuöu þeir. Eftir það sam- þykkti þingflokkur Framsóknar aö standa aö tUlögu meirihluta atvinnu- málanefndar sameinaös þings. Meö því yrðu álviðræðurnar alfariö teknar úrhöndumHjörleifs. -HH Lögbann á hendur SVR: Beiðni ókomin til borgarfógeta Ekki er enn ljóst hvenær kæra Verðlagsstofnunar á hendur SVR verð- ur tekin fyrir hjá borgarfógetaembætt- inu. Gísli Isleifsson, lögfræðingur Verölagsstofnunar, sagöi í gær aö svo skammt væri um liðiö frá því hún var birt aö ekki heföi enn veriö send beiðni um meðferð hjá fógeta. Jón Skaftason borgarfógeti sagðist vænta beiöninnar mjög fljótlega, því lögbannsmál kæmu jafnan fljótt tU borgarfógeta. .pA Nýttflug- stöðvar- frumvarp — Ætti að fá studning, segir Kjartan Jóhannsson Flugstöövarbygging á KeflavUiur- flugvelU er aftur á dagskrá Alþingis og vel hugsanlegt að frumvarp þar aö lút- andi verði samþykkt. Kjartan Jóhannsson, einn flutnings- manna, sagði í morgun aö hann teldi hér fundiö nýtt form á málinu. „Rikisstjórnin er raunverulega dauð núna og stjórnarsáttmálinn getur ekki skipt máh lengur. Þess vegna ættu menn aö geta komiö þessu áfram,” sagöi K jartan Jóhannsson. -JBH LOKI Næst kallar verðlagsstjórí varnarliðið til. .ii’íggSlrÆf Frá árekstrarstað á Nýbýlavegi í gærdag. Eins og sjá má er Skodinn gjörónýtur ■ - * DV-mynd S. Kópavogur: ■" • . ■ Tilmæli Pósts og síma tíl Hl jómbæjar: Slökkt verði á Rússasjónvarpinu „Við fengum bréf frá Pósti og síma rétt fyrir mánaðamót, þar sem beðið er um aö slökkt verði á móttökubún- aði okkar. Það er þó ekki fariö fram á aö hann veröi tekinn niður, aöeins aö við notfærum okkur hann ekki, sagði örn Petersen í Hljómbæ, en sem kunnugt er hafa þar náöst rússneskar sjónvarpssendingar um nokkurt skeið, um parabóluskerm á þaki Hljómbæjarhússins viö Hverfisgötu. ..Ástæðan fyrir bréfinu eru al- þjóðalög, sem ég er ekki nógu vel kunnugur,” sagði Örn. „Við höfum aldrei ætlaö okkur aö brjóta nein lög, heldur vakti fyrst og fremst fyrir okkur i upphafi aö sýna fram á aö þetta væri hægt. Hér er þó ekki á ferðinni neitt stríö milli Pósts og síma og Hljómbæjar. Viö munum einfaldlega gera þaö sem fariö er fram á. Mér finnst persónulega skjóta skökku við, að á sama tíma og Rússar kappkosta aö upplýsa okkur um hvaö við getum horft á í gegnum gervihnöttinn þá skirskotar Póstur og simi til þess að viö höfum ekki haft leyfi frá þeim. Samskipti okkar viö Póst og sima hafa annars verið mjög góö og þeirra starfsmenn hafa fylgst náið meö gangi mála.” Jón Skúlason, póst- og símamála- stjóri, sagöi aö samkvæmt al- þjóðasamþykktum væri ekki leyfi- legt aö taka á móti slíkum sending- um milli staða. „Hér er ekki um að ræöa sendingar til almennings- viötöku. I alþjóöasamþykktum, sem Rússar hafa undirritað, er ekki gert ráð fyrir að fariö sé inn á beinar sendingar milli landa nema með sér- stakri heimOd. Við bentum á þetta í bréfinu. Hér er um að ræða beinar sendingar milli Rússlands og Kúbu og heimildar haföi ekki verið leitað í upphafi. Máliö er einfaldlega þannig á vegistatt. Ef Hljómbæjarmenn sýna fram á aö þeir hafi heimild frá Rússum til aö koma inn í sendingar meö þessum hætti þá fá þeir leyfiö. Frest hafa þeir fengiö i þrígang, en okkur hefur ekki borist vitneskja um að þeir hafi fengið svar frá Rússum,” sagði Jón Skúlason. -PA Bandarískt blað skrifar um Coopers & Lybrand: Tveirmjögharðir Ráðgjafar Hjör- leifs greiða skaðabætur Endurskoöiuiarfyrirtækið Coopers & Lybrand hefur fallist á að greiöa borgarsjóöi Pittsburgh í Pennsyl- vaniu í Bandaríkjunum 530 þúsirnd bandarikjadali, rúmlega tíu milljónir íslenskra króna, í skaða- bætur.I staöinn féllu borgaryfirvöld frá máisókn. Frá þessu er skýrt í blaöinu Pitts- burgh Post Gazette, stærsta blaöi borgarinnar, ísíöustuviku. Coopers & Lybrand hafa enn- fremur misst samning sinn um ráö- gjöf og endurskoöun fýrir Pitts- burgh. Nafn endurskoðunarfyrirtækis þessa hefur á undanfömum árum oft birst í islenskum fjölmiðlum. Fyrir- tækiö hefur unnið fyrir iönaðarráöu- neytið aö athugun á reikningum Islenska álfélagsins og Alusuisse. Coopers & Lybrand höföu ráðlagt borgaryfirvöldum í Pittsburgh hvaðan þau ættu aö kaupa tölvu- vinnslu. Tölvuvinnslan reyndist ekki sem skyldi og oili borginni tölu- veröum óþægindum. I ljós kom hins vegar aö hagsmunatengsl voru milli endurskoöunarfyrirtækLsins og tölvufyrirtækisins. -KMU. árekstrarígær Tveir mjög harðir árekstrar urðu í Kópavogi í gær. Sá fyrri varö viö Nýbýlaveg um klukkan hálff jögur í gærdag. Tveir voru fluttir á slysa- deild og er annar talsvert slasaður. Áreksturinn var á milli Skoda og Plymouth. Tildrög hans liggja ekki alveg ljós fyrir en svo virðist sem Skodinn hafi skyndilega runnið fyrir Plymouthinn þegar bílamir voru að mætast og lenti Plymouth- inn harkalega inn í hlið Skodans. Það er ökumaður Skodans sem er talsvertmeiddur. Skodinn er gjörónýtur eftir áreksturinn og Plymouthinn mikiö skemmdur. Þá varð geysiharöur árekstur á gatnamótum Birkigrundar og Furugrundar laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þar lentu saman tveir bílar og voru ökumaöur og farþegi úr öðrum bílnum fluttir á slysadeild. Ekki er DV kunnugt um hve meiðsli þeirra eru alvarleg. Báöir bílamir skemmdust mikiö. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.