Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 3
DV. LAUGARDAGUR5. MARS1983. 3 Stálberg tekið til gjaldþrotaskipta — grunur leikur á að eignum haf i verið skotið undan Tommi með miUjónina sem sá fær er kaupir milljónasta hamborgarann. Með milljóninni fyigir tíu þúsund króna ávísun. DV-mynd: GVA Tommi um milljónasta hamborgarann: „SEL HANN Á SUNNUDAGINN” „Eg sel hann á sunnudaginn,” sagði veitingamaðurinn kunni, Tóm- as Tómasson, sem betur er þekktur sem Tommi í Tommaborgurum, er DV spurði hann hvenær hann myndi selja milljónasta hamborgarann. Tommi byrjaði með tvær hendur tómar eins og það er kallað, fyrir um tveimur árum, er hann opnaði ham- borgarastað við Grensásveg. Síðan hefur þróunin verið ör. Nú rekur hann hamborgarastaði við Lækjargötu, Laugaveg, Grensás- veg, í Hafnarfirði, Keflavik og á Akureyri. Þegar milljónasti hamborgarinn verður seldur á sunnudaginn, mun sá er hann kaupir, fá eina milljón gamalla króna að gjöf. Er þetta stærðarseðill sem Tommi hefur látið gera og mun örugglega sóma sér vel hjáhinumheppna. Ekki þýðir þó að skipta seölinum í banka og lætur því Tommi fylgja tíu þúsund króna ávísun, með milljón- irinL Og þá er bara að sjá hver kaupir þann milljónasta á sunnudaginn. -JGH Ekkert gervigras í sumar Fyrirtækiö Stálberg hf., sem fram- leiddi seilingarvélar fyrir herta þorsk- hausa, hefur nú verið tekið til gjald- þrotaskipta. Eins og DV greindi frá á síðasta ári var mikill misbrestur á að vélar frá Tvö bílaumboð hafa undanfarið boðiö bila til sölu á vildarkjörum svo nánast hefur verið um útsölu að ræða. Þessi umboð eru Jöfur hf., sem selur Skoda, og Bifreiðar og landbúnaðar- vélar, semselur Lödu. Samkvæmt upplýsingum Haralds Sigurðssonar, sölumanns hjá Jöfri, er umboðið að selja Skoda-bifreiðar af ár- gerð 1982 á töluvert lækkuðu verði. Lækkunin stafar af hækkun dollars á síðastliönu árí sem varð rúmlega 100%. Mikiö af bílum frá í fýrra er óselt og er því verið að rýma fyrir nýj- um bílum af árgerð 1983. En hvað kosta þeir? „Þetta eru f jórar gerðir af Skoda, sú ódýrasta er á 85.400 og sú dýrasta á 117.700. Við lánum allt að helming í ódýrustu gerðinni og afganginn má siðan greiða á 6 mánuðum,” sagði Haraldur.Ekkikvaðsthann vita hvað fyrirtækinu væru nothæfar og -víðast voru þær aðeins í notkun í nokkra daga áður en bilun kom upp. Um eitt hundr- að vélar munu hafa verið seldar áður en fyrirtækið hætti framleiöslu síðast- liöiö haust, þar af voru 10 vélar seldar. margir bílarnir væru, en þeir hefðu selst mjög vel. Hjá Bifreiðum og landbúnaöarvélum hefur staðið yfir sala á Lada-bifreiðum á lækkuðu verði. Guðmundur Viðar Friðriksson hjá söludeild B & L, sagði að farið hefði verið fram á lækkun við verksmiðjuna á árgerð 1982 og hefði hún fengist. Nemur hún um 15—50.000 krónum á öllum tegundum. Sumt er nú uppselt hjá fýrirtækinu, svo sem Lada Sport, sem lækkaði úr 208.000 í 158.000. Eftir eru þrjár aðrar gerðir, að sögn Guðmundar, og er verð þeirra 109.000, 127.500 og 129.400. Lítið er orðið eftir af tveimur þessara gerða og bjóst Guðmundur við að bílarnir myndu klárast fljótlega, trúlega í byrjun mars. Greiösluskilmálar hafa verið hagstæöir; helmingur verðsins borg- ast út og afgangurinn á sex mánuðum. -PÁ tilNoregs. I bréfi sem einn kaupenda í Noregi hefur sent Kristni Clausen fyrrum um- boösaðila Stálbergs í Noregi kvartar hann yfir því að vélin hafi aðeins virk- að í nokkrar klukkustundir eftir að hún var sett upp og þrátt fyrir viögerðir hafi hún ekki verið nothæf nema í 2 til 3 daga. Segir kaupandinn í bréfinu að ekki sé forsvaranlegt aö kasta 80 þús- und norskum krónum í vél sem aldrei sé í nothæfu ástandi. Báðir umboðs- aöilar Stálbergs í Noregi, Kristinn Clausen og Sivert Eidnes A/S, hættu samstarfi sínu við fyrirtækið af þess- um sökum. Allflestir kaupendur seilingarvél- anna hér á landi höfðu sömu sögu að segja, vélarnar voru ónothæfar vegna sífelldra bilana. Nokkrir þeirra hafa farið í riftunarmál við Stálberg vegna kaupanna og hafa dómar fallið fyrir- tækinu í óhag. Hins vegar hefur því verið borið við að fyrirtækið væri eignalaust og gæti ekki endurgreitt. Því hefur verið óskað eftir gjaldþrota- skiptum, enda leikur grunur á að eign- ir Stálbergs hafi verið yfirfærðar í önn- ur fyrirtæki. Gjaldþrotaskiptin voru auglýst 18. febrúar síðastliðinn og verða kröfur að hafa borist innan tveggjamánaöa. Hönnuður vélarinnar, Alexander Sigurðsson og fyrrum aðaleigandi Stál- bergs, seldi hlut sinn í fyrirtækinu síðastliðið haust og var framleiðslu þá hætt. Aðaleigendur þess eru nú Jón Hilmarsson endurskoðandi sem er stjómarformaður þess og Hilmar Jónsson faðir hans sem er fram- kvæmdast jóri f yr irtækisins. ÖEF Horfur eru á að ekkert verði úr lagn- ingu gervigrass í Laugardal í sumar. Niðurstöður jarðvegsrannsókna hafa reynst neikvæðar. Verkfræðingar borgarinnar telja óráðlegt að legg ja gervigrasið í sumar. Þeir telja hættu á sigi þar sem jarðveg- urinn sé ekki nógu traustur. Þeir leggja þess í stað til að leik- vangurinn fyrir framan Laugardals- höll verði grafinn upp í sumar og undirbyggður betur. Gervigrasið verði svo lagt á vorið 1984. -KMU. Tvö bflaumboð bjóða vildarkjör: Skoda og Lada á útsöluverði Sumarhús í Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.