Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 4
DV. LAUGABDAGUR 5. MARS1983. Niðurstöður fjölmiðlakönnunar Sambands íslenskra augiýsí ngastof a sem unnín var af Hagvangi: DV ER AÐ RJÚFA EINOK- UN MORGUNBLAÐSINS DV er að rjúfa yfirburöastööu Morgunblaösíns á íslenskum dag- blaöamarkaöi. Þetta eru niðurstöður fjölmiðlakönnunar Sambands ís- lenskra auglýsingastofa sem Hag- vangur hefur unnið fyrir sambandiö. Samkvæmt könnuninni lesa 69,83% þjóðarinnar Morgunblaðið virka daga en 64,17% þjóðarinnar lesa DV. Önnur dagblöð eru langt að baki þessumtveimur blöðum. Þannig lesa 29,03% Tímann, 16,26% Þjóðviljann og3,7%AIþýðublaðið. Sé litið á helgarútgáfur dagblað- anna kemur einnig í ljós að Morgun- blaðið og DV hafa ýfirburðastöðu. Þannig lesa 73,71% þjóðarinnar helg- arútgáfu Morgunblaðsins en 68,36% helgarblað DV. Helgarblað Tímans lesa 32,28%, 29,69% lesa Helgarpóst- inn og 19,99% lesa helgarblaö Þjóö- viljans. Lesbók Morgunblaðsins lesa 68,36. I könnuninni var ekki athugaður sérstaklega lestur mánudagsblaðs DV. Það blað kemur út í stærstu upp- lagi DV, eða nálægt fjörutíu þúsund- umeintaka. Sé aldursskípting þeirra sem lesa blööin skoðuð kemur í ljós að yngra fólk les DV mest en þegar í elstu hópa kemur hefur Morgunblaðið vinninginn. Þannig lesa 64,77% fólks á aldrinunr 20-34 ára DV en 62,77% Morgunblaðið. Þetta er sá hópur er nýlega hefur stofnað heimili og velur sér blað í byrjun buskapar. Sé litið á aldurshópinn yfir 50 ára lesa 73,22% Morgunblaðið en 58,24% DV. Önnur blöð eru sem fyrr langt að baki. Könnunin kannar lestur blaöanna eftir atvinnustéttum. Þar kemur í ljós að DV er langmest lesiö af fólki í sjávarútvegi. Þannig lesa 70,87% fólks í sjávarútvegi DV á hverjum virkum degi. Morgunblaðið lesa aft- ur á móti 54,12% fólks í sjávarútvegi. Meðal manna í opinberri þjónustu hefur Morgunblaðið vinninginn. Þannig lesa 79,90% manna þar Morgunblaðið en 62,16% DV. í iðnaði er jafnræði með þessum tveimur blööum, þar lesa 69,01% Morgun- blaöiö en 68,59% DV. I landbúnaði lesa flestir Tímann, eða 55,63%. DV kemur næst með 38,52% og Morgun- blaðið í þriðja sæti með 30,44%. Sé litið á lestur dagblaöanna á virkum dögum, miðað við búsetu, kemur í ljós að DV er mest lesið allra blaða í kaupstööum landsins. 62,87% lesa DV. Morgunblaðið lesa 57,38%. Á höfuðborgarsvæðinu er Morgun- blaðið mest lesið, eöa af 85,01%. DV lesa 69,85% allra á höfuðborgarsvæð- inu. I dreifbýli er Timinn mest les- inn, eða af 53,11%. DV kemur næst með 42,90% lestur og Morgunblaðið í þríðja sæti með 34,84% lestur. Á höfuðborgarsvæðinu lesa flestir helgarútgáfu Morgunblaðsins, eða 89,61%. Lesbók sama blaðs lesa 78,90% höfuðborgarbúa og 74,61% lesa helgarblað DV. I kaupstöðum landsins lesa flestir helgarblað DV eða 66,35%. Næst kemur Morgun- blaðið með 60,90%. 1 dreifbýlinu lesa flestir helgarblað Tímans eða 51,02%. DV fylgir þar á eftir með 46,07% lestur en 35,47% dreifbýlis- lesenda lesa helgarblað Morgun- blaðsins. Hér á eftir fara nokkrar töflur um einstaka þætti könnunarinnar. -JH UM KÖNNUNINA Könnunin kynnt á blaoamaiinaf undi í gær. Gunnar Steinn Pálsson f undarst jóri skýrir könnunina. DV-mynd GVA I könnun Sambands íslenskra auglýsingastofa lét Hagvangur hf. velja 2000 manna úrtak samkvæmt þjóðskrá hjá Reiknistofnun" Háskólans og náði það yfir allt landiö. Aldur svarenda var á bilinu 13—67 ára. Þetta er breiðara bil en í tveimur fyrri f jölmiðlakönnunum en þá var miðað við aldurinn frá 16—67 ára. Nettóúrtak könnunarinnar var 1896 menn. Þá höfðu verið teknir frá þeir sem voru fjarverandi, erlendis, fluttir i annað sveitarfélag eða iátnir. Þeir sem svöruðu voru 1.336 og var svarprósenta því 70,5% af nettóúrtaki. Samanborið við fyrri kannanir hefur tekist að auka svar- prósentuna verulega. Samsvarandi tölur úr fyrri könnunum eru 58,04% og 63,22%. -JH Löður vinsæl- astísjónvarpi Sjónvarpsnotkun var sérstaklega könnuð vikuna 31. október til 6. nóvember sl. Þar kemur í ljós að vinsælasti þáttur vikunnar var Lööur með 74,10% skoöun. 1 öðru sæti voru fréttir á sunnudegi með 70,96%. Númer 3 voru þeir f élagar Tommi og Jenni með 70,83%, 4. Dallas með 69,01%, 5. Félagsheimilið með 67,66%, 6. Sjónvarp næstu viku með 66,02%. 7. fréttir á mánudegi með 65,27%, 8. Fjandvinir með65,27% ,9. Schultz í herþjónustu með 64,90% og í' 10. sæti fréttir á föstudegi með 63,85%. -JH. Videoið ryður sér til rúms I könnuninni var ný tegund fjöl- miðlunar skoðuð, myndsegulbönd eða video. Annars vegar var spurt hvort aöstaða væri á heimilinu til að horfa á myndsegulband og hins vegar, ef slík aðstaða var fyrir hendi, hvort um eigið tæki, kapal- kerfi eöa bæði eigið tæki og kapal- kerf i væri að ræða. I ljós kom að 15% heimila eiga eigið myndsegulbandstæki. Sé litiö á höfuðborgarsvæðið kemur í Ijós að 30% heimila eiga myndsegulband og er þá bæði átt við eigið band og aðgang að kapalkerfi. t kaupstööum landsins er sambærileg tala 23,4% og ídreifbýlinu6,8%. -JH. Taflal. testur dagblaða á virlium dögum á móti aldri 13-15 16-19 20-34 35-49 50 ára ára ára ára ára og eldri Alþýöublaöiö 0,51 0,57 1,87 5,19 10,08 DV 66,28 60,03 66,77 69,34 58,24 Morgunblaðið 70,08 68,68 62,25 75,00 73,22 Timinn 23,96 29,11 24,94 30,63 39,08 Þjóðviljinn 11,08 7,56 16,61 19,50 20,64 Taf la 2. Lestur dagblaða á virkum dögum á móti starfsgrein: tðnaðtv Undbúnaður Opinb. þjún. Verslun Sjávarútv. 1 lcimavinnandi Nemi Annað • Alþýðuulaóið 2,91 0,39 10,54 4,11 1.76 2,16 0,65 4,37 DV 69,01 3832 62,61 73^3 70,87 61.47 6031 67,68 Morgunblaðið 68,59 30,44 79,90 80,01 sín 69,58 75.46 65,77 Tíminn 22,26 55,63 3530 29,51 21,03 26,86 24,47 26,60 Þjóðviljinn 11.82 837 3230 15,18 11.52 1335 12,53 15.12 Tafla3 Lestur dagblaða á virkum dögum eftir búsetu: Höfuðboraarsvæðið Kaupstaðir Droifbýli Alþýðublaðið 5,53 1,80 0,93 DV 69,85 62,87 42,90* Morgunblaðið 85,01 57,38 34,84 Timinn 25,58 25,80 53,11 Þjóðviljinn 20,20 12,34 9,96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.