Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 8
8 DV. LAUGARDAGUR5.MARS1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Úfgáfufélag: FRJÁL5 FJÖLMIÐLUN HF. Sfjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Einangrun og vantraust Enn einu sinni hefur dregiö til tíðinda í álmálinu en nú á annan veg en áður. I stað þess að Hjörleifur Guttormsson gefi frá sér yfirlýsingu um síðustu skilaboð sín til Alu- suisse hefur meirihluti atvinnumálanefndar alþingis flutt tillögu um að málið í heild veröi tekið úr höndum ráðherr- ans. Þessi tillaga, sem flutt er af þingmönnum Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, felur í sér vantraust á störf iðnaðarráðherra. Einangrun ráðherr- ans er slík að flokkur hans, Alþýðubandalagið, sem ætti auðvitaö að segja sig þegar í stað úr ríkisstjórn til að mót- mæla aöför hinna flokkanna að ráðherranum, hefur látið við það sitja að „brýna raustina”. Flokkurinn lætur sér það í léttu rúmi liggja, þótt Hjörleifur Guttormsson sé rassskelltur opinberlega í því máli, sem ráöherrann hefur gert að sínu höfuðverkefni. Það er einnig athyglisvert að þingflokkur Framsóknar- flokksins virti að vettugi tilraun Steingríms Hermanns- sonar til málamiölunar, vísaði formanninum á dyr og sameinaðist stjórnarandstöðunni í málatilbúnaði at- vinnumálanefndar. Með þessum tíðindum hefur álmálið tekið kúvendingu. Allt frá fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar hefur Hjörleifur Guttormsson beint spjótum sínum að Alu- suisse. Hann hefur sakaö fyrirtækiö um meint misferli gagnvart íslenskum stjórnvöldum, haft í hótunum um að loka álverksmiðjunni eða taka hana eignarnámi, staðið í skrykkjóttum viðræðum og hvatt til þjóðarsamstöðu gagnvart hinu erlenda auðvaldi. Allur málatilbúnaöur Hjörleifs hefur verið á þann veg að sá frækornum tor- tryggni gagnvart Svisslendingum í nafni nýrrar þjóö- frelsisbaráttu íslendinga gegn óprúttnum viðsemjend- um. I hvert skipti, sem fjölmiðlar, þingmenn eða einstakir borgarar hafa látið í ljós efasemdir um vinnubrögð og málflutning ráðherrans, hefur hann óðar sakað þá um óþjóðhollustu og rof á þjóðarsamstöðu. Það er rétt hjá Hjörleifi Guttormssyni, að þörf er slíkrar samstöðu í máli af þessu tagi. Erlendur auðhringur er ekkert lamb að leika sér við, og lítil þjóð verður að vera á varðbergi gagnvart kaldrifjuðum viðskiptahagsmunum útlendinga, sem líta á ísland sem peð í fjármálatafli sínu, en ekki ríki sem berst fyrir tilveru sinni. En eitt er að gæta hagsmuna og annað að saka viðsemjendur um svindl. Eitt er að halda fast á sínu, annað að loka öllum dyrum. Eitt er aö hvetja til samstöðu, annað ef ætlast er til að þjóðin lúti í einu og öllu duttlungum eins ráðherra. Hjörleifur Guttormsson kann að hafa eitt og annað til síns máls og ástæðulaust að gefa sér að stífni hans í samningaviðræðum sé eingöngus sprottin af pólitískri meinfýsni. Hinu verður ekki neitað. að hann hefur haldið á málum með dæmalausum hroka og manna minnst stuðlað að þjóðarsamstöðu, sem hann þó í hinu oröinu flíkar. Síðustu upphlaupin eru þau að ákveða einhliða skatt- gjaldshækkanir á Alusuisse í óútkljáðu deilumáli, brigsl í garð forsætisráðherra um afglöp í samningum 1975 og nú síðast aðdróttanir í garð sjálfstæðismanna um blekkingar í sambandi við Búrfellsvirkjun. Þetta er ekki leiðin til þjóöarsamstöðu heldur einangrunar; einangrunar ráöherrans sjálfs. Fyrir vikið hefur hann uppskoriö vantraust þings og þjóðar. Það er dapurlegur dómur en því miður verðskuldaður. ebs Þaö er margt athyglisvert aö gerast í pólitíkinni. Svo margt, að þaö er erfitt aö henda reiöur á því öUu saman. Þannig vilja nú þingmenn Alþýöuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæöisflokks taka iðnaöarráðherra úr umferð og viröast bálreiðir honum fyrir iUsku hans í garð Alusuisse. Og svo eru einhverjir þingmenn á móti formannafrumvarpinu um fjölgun þingmanna. Þaö er í sjálfu sér eölUegt. Innan mektarklúbba er alltaf einhver andstaöa gegn hugmyndum um aö fjölga. 1 breskum klúbbum, þar sem eðal-' bomir afkomendur heimsvaldasinna drekka sitt koníak, eru sérstakir svartir boltar, sem eru sérstaklega haföir tUtækir, ef svo vUl tU aö einhver æskir inngöngu. AlUr kannast viö þá kvörtun verslunareigenda, að þeir fái ekki aö leggja nóg á, og þeir eru mikiö á móti verðlagsstjórn. En sérlega sámar þeim þaö, hversu nísk Verðlags- stofnun er á heimildir til hækkunar. Nú virðist verölagsstjóri hafa dottið ofan á aðferö, sem gæti gert öUum til hæfis. Jón Jónsson, sem framleiðir sokkabuxur, sækir um 100 prósenta hækkun á sinni vöru. Og hann fær það svar, að það sé guðvelkomið, og þó þaö væru tvö hundmð. Við þessi tíðindi gleöst Jón ákaflega, og biöur verölagsyfirvöldum ævarandi bless- unar. Og verölagsyfirvöld segja Jóni, að hér eftir verði ekkert vandamál aö fá heimildir tU hækkunar, en úr því verölagsyfir- völd séu svona góð viö hann, veröi hann aö gera þeim greiða í staðinn, vagna Reykjavíkur. TU að tryggja hallalausan rekstur þeirra, mætti tU dæmis hækka fargjald fuUorðinna upp í þrjátíu krónur. Síöan gæti verö- lagsstjóri ákvaröaö, aö 66,66666% afsláttur væri hæfUegur, með tUUti tU þess, að farþegar hafi ekki efni á aö borga þrjátíu krónurnar. Og þar meö væri fargjaldið komiö niöur í tíu krónur. Síöan yröi auðvitað aö breyta nafn- inu á embætti verðlagsstjóra. LUdeg- ast væri einfaldast aö kalla hann af- sláttarstjóra. En þaö sem mesta athygU vekur, er þaö, aö nú hriktir eina ferðina enn ístoðumstjómarsamstarfsins. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem þaö gerist, og oft á tíðum hafa brestirnir í stoöunum veriö ærandi. En aUtaf hafa þær haldið, blessaöar, og svo sem engar líkur tU þess að þær bresti nú frekar en fyrri daginn. En samkvæmt ágætu blaöi hér í borg, fara átökin semsagt harönandi og samkvæmt fréttinni stefnir í 6- efni. I fyrú-sögn segir: „Alþýöu- bandalagið kann aö ganga úr ríkis- stjóm”. Þetta em fréttir. Einu sinni er allt fyrst, auövitaö. En aörir flokkar en Alþýðubandalagiö hafa reynst fæln- ari í stjórnarsamstarfi. Síðast Alþýðuflokkurinn. Þeir alþýðu- bandalagsmenn hafa reynst frekar þaulsætnir þegar ráðherrastólar hafa verið undir dausnum á þeim. En einu sinni er allt fyrst og nú er því lýst yfir, blákalt, aö Alþýðu- bandalagið kunni aö ganga úr ríkis- stjóm. Án nokkurs undirbúnings, án æfinga, telja þeir sig geta risið upp, tekið möppur sínar og gengið! Það er þó hætt við að iðnaöarráðherra veröi álappalegur, ef svo má aö orði kom- ast. Semsagt, þetta er aUt í lausu lofti enn. Kannski bresta stoðimar nú, sem hafa þó reynst svo haldgóðar til þessa. En þaö er spurning, hvort þaö tekur því að fara úr ríkisstjóm nú. Þaö verða kosningar eftir nokkrar vikur, og ráöherrastólarnir em svo þægilegir. Fari alþýðubandalagsmennirnir, hvaö verður þá um munaöarleys- ingjana hans Gunnars? Það er enn ein meiriháttar spurning, sem ekki fæst svarað, nema alþýöubandalags- menn gerist göngumenn. „Rís upp, tak möppur þínar og gakk!" Svo skipaöi samgönguráöherra nýjan flugmálastjóra, og ekki em alUr sáttir viö þaö. Aðfinnslumar hafa helst snúist um það, aö þessi nýskipaði flugmálastjóri er fram- sóknarmaður, en þaö vill einmitt svo skringUega til, aö samgönguráö- herra er framsóknarmaöur líka. En Steingrímur Hermannsson sagöi í viötaU við Tímann, aö allar þessar aöfmnslur væru ósanngjarnar, því ekki mætti láta framsóknarmenn gjalda þess aö þeir væm fram- sóknarmenn. SumU- hafa reyndar haldiö þvi fram, aö þaö sé fuU ástæða til þess að láta framsóknarmenn gjalda skoðana sinna, því þær séu svo vitlausar. En viö, þessir sann- g jömu menn, sem skipum hinn þögla meiriluta, erum ekki á sama máli. Okkur finnst allsendis ómögulegt aö láta framsóknarmenn gjalda fram- sóknarmennskunnar. Það er ærin byröi að vera framsóknarmaöur, þó ekki sé lagt meira á þaö auma fólk. Af öðrum pólitískum fréttum má nefna stríð það sem borgarstjóri og verölagsstjóri reka nú, og ekki er útlit fyrir að verði til lykta leitt í allra nánustu framtíö. Þaö er stór- merkUegtmál. Þannig er, aö verðlagsstjóri tilkynnir aö hann heimiU Strætis- vögnum Reykjavíkur tiltekna hækkun, 25%, meö því skUyrði þó, aö tekin verði upp sala afsláttarmiða aö nýju. Nú vaknar sú spuming, hvort hér sé ekki komin lausnin á vanda verslunarinnar í landinu. ÓlafurB. Guðnason og bjóða viðskiptavinum sínum upp á einhvem afslátt. Og þegar Jón spyr, hvað sá afsláttur eigi aö vera mUtUl, er svarið: „Ja, svo sem fimmtíuprósent.” Heföu verðlagsyfirvöld tekiö þessa vinnuaðferö upp fyrr, væri ástandiö ekkf eins slæmt og raun ber vitni. Þaö er ástæðulaust aö stjóma verðlagningu af svo mikUli nákvæmni, þegar maöur ræður afslættinum! Sem dæmi mætti taka Strætis- Úr ritvélinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.