Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. Kosningashiálftinn Ríkisstjórnin hefur í reynd leystst upp. Þar er naumast samkomulag um nokkurn hlut. Framsóknar- og al- þýðubandalagsmenn eru gripnir kosningaskjálfta. Hver vegur gegn öörum. Sundrungin í álmálinu hef ur veriö í fréttum síðustu daga. Ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson og Hjör- leifur Guttormsson hafa undanfarn- ar vikur beint spjótum hver að öðrum. Steingrímur tók í ríkisstjórn upp tillögur flokksbróður síns, Guömundar G. Þórarinssonar, þess efnis að áfram skyldi reynd samn- ingaleiðin í álmálinu. Samstaða tókst milli framsóknar- og sjálfstæð- ismanna í rikisstjórn og tillögum Hjörleifs um einhliöa aögerðir hafnaö. Alþýðubandalagsmennirnir Hjörleifur og Ragnar Arnalds geng- ust síðan fyrir skuldfærslu á Alusu- isse í trássi við samráðherra sína. Hjörleifur bar fram á Alþingi tillögu um einhliða hækkún raforkuverðs til álversins. Það var hinn pólitíski leikur ráðherrans, sem ekki gerði sér vonir um, að þingið samþykkti neitt slíkt. Siðustu daga hefur mynd- azt í atvinnumálanefnd Sameinaðs þings meirihluti manna úr þremur flokkum og beinzt gegn Hjörleifi. Þessir fulltrúar, sjálfstæðis-, fram- sóknar- og alþýðuflokksmenn, sam- einuðust um tillöguflutning þess efn- is að kosin skyldi viöræðunefnd við Alusuisse á forsendum, sem væru liklegar til að leiða til samninga við Svisslendingana. 1 nefndinni sætu fulltrúar þingflokka, Landsvirkjun- ar og forsætisráðherra. Nefndin kysi sér sjálf formann. Með því yrðu við- ræðurnar við Alusuisse teknar af Hjörleifi. Alþýðubandalagið sagði sem var, að slík samþykkt væri vantrausts- yfirlýsing á Hjörleif. Flokkurinn gaf í skyn, að hann kynni að ganga úr ríkisstjórninni, ef Framsókn stæði að slíku. Á elleftu: stundu gekkst Stein- grímur Hermannsson inn á að standa ásamt Gunnari Thoroddsen og Svavari Gestssyni að „málamiðl- un". Viðræðunefnd skyldi kosin, en Hjörleifur fengi aö skipa formann hennar. Afstaða Steingríms kom nokkuð á óvart miðað við fyrri baráttu hans við iðnaðarráðherra, en Steingrímur og Gunnar munu hafa taliö nauðsynlegt að sefa Alþýðu- bandalagið á þessu stigi. Steingrim- ur gerðiþað skilyrði, að stjórnarand- stæðingar fengjust til að skipa menn í slíka nefhd. Þvi höfnuðu stjórnar- andstæðingar Þingflokkur Fram- sóknar hafnaði að þvi gefnu á fimmtudag tillögu ráöherranna og stóð fast á samkomulagi flokkanna þriggja í atvinnumálanefnd. Enn virðist því vera meirihluti fyrir til- lögunni frá meirihlutc atvinnumála- nefndar, en kannski verður hún svæfð. Samtímis gerðu alþýöubandalags- menn harða hríð að Steingrími fyrir flokkspólitiska skipun í embætti f lug- málastjóra. Áður hafði klofningur stjórnarliða komið fram í hverju stórmálinu a f öðru. Verðbólga á óbekkt stig Sjálfstæðis- og framsóknarmenn í ríkisstjórn hugðust breyta vísitölu- kerfinu, eins og stjórnin hafði heitið, þegar i ágúst síðastliðnum. Stefnt var að ýmsum lagfæringum, sem hefðu dregið úr verðbólgu um 5—6 stig. En kosningar nálguðust, enda haföi Alþýðubandalagið tafiö máliö i allan vetur, meðal annars vegna inn- byrðis ágreinings. Fór svo, að for- sætisráðherra flutti einn frumvarp um málið með stuðningi framsóknar- manna en i harðri andstöðu Alþýðu- bandalags, sem sagðist fara úr stjórninni, næði frumvarpið fram að ganga. Svo fór þó ekki, þar sem sjálf- stæðismenn í stjórnarandstöðu tóku lítið í málið og Geir Hallgrímsson notaði tækifærið einungis til að ítreka þá skoðun, að k jarasamningar skyldu vera málefni atvinnurekenda og launþega. Því varð ekki af því, að verðbótahækkun yrði frestað frá 1. imarz til 1. apríl né aðrar vísitöluað- Enn eimi „stjórnarkreppufundurinn" var lialdiim í ríkisstjórninni i fyrradag. Leitað var málamiðlunar í siðasta álmálinu. gerðir gerðar til að draga úr verðbólga ' Alþýðubandalagið lagðist einnig gegn auknum niðurgreiðslum fyrir 1. marz. Verðbólgan æðir því áfram. Hraði hennar er óðum að komast á áður óþekkt stig, eins og sérfræðingar spáðu fyrir áramót. Staða stjórnarinnar 1 skoðanakönnun DV um fylgi rikisstjórnarinnar kom fram, að stjórnin hefur tapað fylgi, en nýtur enn stuðnings meirihluta i landinu. Það kemur ekki á óvart, að fylgi stjórnarinnar hafi minnkað. Margir telja, að hún sé löngu dauð. Hún hefur fáu markverðu komið fram til lausnar vandamálanna um langa hríð. Bráðabirgðalögin voru skárri en engin, en dugðu litið. Athyglis- verðast er, að meirihluti styður enn stjórnina — þrátt fyrir allt. Skýring- in er, að menn koma ekki auga á annað skárra. Það er því ærið verk- efni stjórnarandstöðunnar að reyna að sýna fram á, að einhver slíkur kostur sé til. Fólk er enn ósannfært. Skoðanakönnun DV sýnir einnig, að hátt í fimmtungur sjálfstæðis- manna í landinu styður ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Það leiðir athygli af umtali um sérframboð Gunnars. Staða Gunnars Fyrst er um það að segja, að engar fréttir hafa borizt um ákvörðun í því efni, hvorki til né frá. En margir telja, að forsætisráðherra hafi að undanförnu styrkt stöðu sína. Þeir segja sem svo, að hann hafi stillt sjálfstæðismönnum í stjórnarand- Laugardags- pistill HaukurHelgason aðstoðarritstjóri skrifar stöðu upp við vegg í afgreiðslu á bráðabirgðalögunum. Eftir að þeir höfðu barizt gegn þeim í allan vetur, fóru leikar svo, að þeir hleyptu þeim í gegn. Sjálf stæðismenn sögðust gera það, af þvi að samkomulag hefði tekizt um ákvörðun kjördags og fleira. Þetta segja margir, að hafi ekki dugað gagn- vart almenningi. Afstaða sjálfstæðis- manna í stjórnarandstöðu til bráða- birgðalaganna hafi í lokin reynzt vera brosleg. Þá hafi forsætisráðherra styrkt stöðu sína með flutningi vLsitölufr umvarpsins og sjálfstæðismenn í stjómarandstöðu ekki grætt á afstöðu sinni til þess. Menn nefna einnig, að helztu baráttumennim- ir gegn dr. Gunnari, G eir Hallgrímsson og Olafur G. Einarsson, hafi farið illa í prófkjörum. Loks má vera, að forsætis- ráðherra flytji frumvarp um stjórnar- skrármál, þar sem gert verði ráð f yrir, að þingmönnum fjölgi ekki Sú afstaða nýtur áreiðanlega mikus fylgis, eins og skoðanakönnun DV sýndi fyrir skömmu. Vangavelturnar um sérframboð Gunnars Thoroddsens hafa verið miklar siðustu daga, en forsætis- ráðherra svarar enn spurningum um málið í véfréttarstíl. Annað er, að vaxandi sundrung á þingi, sem þegar er talin líkleg með nýjum fram- boðum, mun ekki verða þjóðinni til framdráttar á erfiðum tímum. Kosn- ingarnar verða skrautlegar og skemmtilegar fyrir áhorfendur, en hætt er við, að eftirleikurinn verði óglæsilegur að sama skapi. Alþingi stendur naumast nema viku enn. Meðan rofs þess er beðið, hafa f'ramsóknar- og alþýðubanda- lagsmenn setið sem fangar í ríkis- stjórninni. Þá langar út en komast ekki. Vilji almennings: Af nám einkaréttarins Deilan um kapalkerfin hefur komið inn á þingið, eftir að mennta- málaráðherra hefur lagzt á frum- varp til nýrra útvarpslaga, sem stefndi að meira frjálsræði. Einokun ríkisútvarpsins heyrir til öðrum tíma —ekkiárinul983. I því sambandi má minna á niður- stöður skoðanakannana um frjálsan útvarpsrekstur og hvort leyfa skuli kapalsjðnvarp. I öllum tilvikum hefur meirihluti landsmanna lýst þeirri skoöun, að frelsið skyldi auka. Mikill meirihluti landsmanna hefur hvað eftir annað lýst stuðningi við frjálst útvarp og afnám einkaréttar rikLsútvarpsins. Mikill meirihluti hefur einnig sagt þá skoðun sína, að kapalsjónvarp skuli leyft. Böndin berast að framsóknar- mönnum, að þeir séu helztu f ulltrúar ihaldsseminnar og tregöunnar i þessu máli eins og mörgum öðrum, enda menntamálaráðherra úr þeirra röðum. I stað þess að stjórnvöld gangi til móts við vilja almennings og nútímann, er málsókn hafin gegn einni videostöðinni. Ónóg rök Þótt flest annað misfarist, mun Alþingi væntanlega takast að af- greiða kjördæmamálið. Þar er ekki stigið mjög stórt skref. Misvægi' i atkvæðisrétti er minnkað úr 4,1 í 2,6 en þingmönnum fjölgað úr 60 í 63. Engin nægileg rök eru í raun gegn því, að á Islandi skuli hver maður hafa eitt atkvæði en hvorki brot úr atkvæði né meira en eitt atkvæði. Menn deila endalaust um, hvort sé betra að búa i strjálbýli eða þéttbýli. Hvort hefur kosti og galla, og niðurstaðan er ekki augljós. Auðvitað skiptir ekki miklu, hvort þingmenn eru þremur fleiri eöa færri, en reynslan af þingstörfum hefur verið sú, að margir landsmenn telja bezt, að þeir séu sem fæstir, og er það út af fyrir sig virðingarverð afstaöa. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.