Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. 11 hefur ásamt áöurnefndum þremur starfsmönnum Félagsmálaráðs Kópa- vogs haldiö með sér f jölda vinnufunda, bæði þar sem allur hópurinn hefur hist svo og þar sem skipt hefur verið upp í þrjá starfshópa sem hver hefur tekið að sér sitt verkefni. I þessu starfi hefur verið gerð úttekt á stööu unglinga í Kópavogi og ræddar hugsanlegar leiðir til úrbóta þar sem það á við. Fljótlega var svo ákveðið að efna til ungUngaráðstefnu um þessi mál til þess að hægt væri að taka málefni lýðræðislegum og skipulögðum tökum. Þetta er sú ráðstefna sem í dag er orðin aö veruleika. Hún hófst klukkan Starfshópur Félagsmálaráðs Kópa- vogs ásamt forsvarsmönnum unglinganna sem standa að ráðstefnunni um úrbœtur i félags- málum þeirra. Talið frá vinstri, Þorlákur Kristinsson, Davið Daviðs- son, Ásdís Skúladóttir, Elin Smára- dóttir og fíagna Sæmundsdóttir. DV-myndir Einar Ólason. níu í morgun og stendur fram eftir degi. Ekki er vitað til þess aö ungling- ar hafi staðið að álíka ráðstefnu og þessari. Hún er því einstök í sinni röð — og jafnframt eru vinnubrögð þremenninganna sem voru hvatinn að því að fá unglingana sjálfa til liðs við sig í eigin efnum, til fyrirmyndar og í sjálfuséreinstök. Samþykktum fylgt eftir Þeir málaflokkar sem verða meðal efnis á ráðstefnunni í dag eru: Fyrir- huguð félagsmiðstöð í Fögrubrekku, Sjálfstæðishúsið sem félagsmiðstöð, Utideild í Kópavogi, Unglingavinnan, Félagslíf í skólum og svo framvegis. Reynt verður að fjalla um flesta þá málaflokka sem snerta unglinga og félagslega aðstöðu þeirra í dag. Á ráöstefnunni verður kosinn starfs- hópur til þess að fylgja eftir sam- þykktum hennar í samvinnu við yfir- völd Kópavogsbæjar. I tilefni af þessari sérstæðu ráðstefnu spjallaöi blaðiö við nokkra unglinga Kópavogs sem standa að samkomunni í veitingasalnum Oðni og Þórídag. -SER .lausn, þar eð hún rúmar aðeins um hundrað unglinga. Nei, það verða að koma til fleiri félagsmiöstöövar. Okkar hugmyndir miðast að því að slíkar miðstöðvar verði að mesti leyti reknar af unglingunum sjálfum. Þar eigum við við að krakkamir hafi umsjón með daglegum rekstri þeirra. Fullorðið yfirvald er engin nauðsyn, heldur hafa krakkarnir þann dug og festu sem þarf til svona reksturs. Þeim hefur bara ekki verið gefið tækifæri enn að sýna hvað í þeim býr í þessu tilliti.” Aðstaða til náms — Hvað yrði boðið upp á í félagsmið- stöðvum sem unglingarnir sjálfir hefðu umsjón með? „Þar yrðu væntanlega dansleikir um helgar, fjölbreytt félagsstarf á kvöldin virka daga. Og aöstaða til heimanáms ummiðjandag. Aðalatriðið er aö þessar félagsmið- stöðvar beri þá umgjörð að ungling- unum líði vel í þeim. Þar verði allt fyrir hendi svo þeir þurfi ekki að leita annaö. Þeir þyrftu að hafa það á til- finningunni að slíkar miðstöðvar væru þeirra annaðheimili.” Skiptistöðin — Em félagsmiðstöðvar eina lausnin í félagsmálum unglinga? „Þær eru besta lausnin, tvímæla- laust. Hinsvegar höfum við komiö fram með tillögur um úrbætur á skipti- stöðinni, því við erum það raunsæ að við lítum ekki framhjá þeirri stað- reynd að skiptistöð bæjarins er eins- konar „sentral” unglinganna. Þar hittast þeir á hverjum degi, bera saman bækur sínar og ákveða til dæmis hvernig verja eigi kvöldinu. Því er eðlilegt að skiptistöðin sé gerð snyrtilegri og fallegri. Þaö má mála hana í ljósum litum og koma þar upp fleiri bekkjum og yfirleitt betri aðstöðu fjrir krakkana að hittast á. Viö erum reiðubúin til aö starfa sjálf að fegmn skiptistöðvarinnar og jafnvel að koma upp vaktmanni meðal okkar sem sjái um þaö hverju sinni að allt fari vel fram og gengið sé vel um. ” Geta ekki gengið framhjá okkur — Ráöstefnan sem þið standið að í dag á að skila tillögum um úrbætur og skipulagningu félagslífs ykkar. Munu kerfiskarlarnir eitthvað hlusta á ykkur? „Þeir geta ekki gengið framhjá tillögum okkar, samvisku sinnar vegna. Auðvitað er næsta vist að þeir ganga ekki að öllum tillögum okkar, en vonandi flestum. Þeir ættu að sjá hag sinn í því að hlusta á okkur.” ER KOSTURINN J pa er pao Komio — sjónvarpið sem allir kaupendur ráða við! Vegna margra ára góðrar reynslu, þá bjóðum við 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLU TÆKINUM Einkaumboð á Islandi: Utsölustaðir: Akranes: Skagaradíó— Blönduós: Kaupfélag Húnverninga Egilsstaðir: Kaupfólag Héraösbúa Hvammstangi: Kaupfólag Húnvetninga Koflavík: Radióvinnustofan — Selfoss: Radíóver h/f Vestmannaeyjar: Kjarni Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Sauðórkrókur: Radíó- og sjónvarpsþjónustan. SJONVARPSMIÐSTÓÐIN SIÐUMÚLA 2 - SÍMI39090 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ 20" KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. 17.650,- 22" KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. 19.140,- 22" KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr. 21.840,- 26" KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. 23.730,- 26" KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr. 25.560,- -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.