Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. Æskulýðsdagur þ jóðkirkjunnar: „Uppelditilfriðar” Æskulýösdagur þjóðkirkjunnar verðurhaldinn sunnudaginnó.mars nk. Vfirskrift hans er „Uppeldi til friöar”. Þennan dag verða guðsþjónustur í flestum söfnuðum landsins þar sem „Uppeldi til friðar” verður í fyrir- rúmi. Dálítíð veröur fjallað um þetta efni í Stundinni okkar í sjónvarpinu auk þess sem Skálholtsskóli sér um guðsþjónustu í hljóðvarpi, sem tekin hefur verið upp í útvarpssal, en henni veröur útvarpað á venjulegum messutíma kl. 11.00 sunnudaginn 6. mars. Eins og yfirskriftin gefur til kynna verður f jallað um frið og friðarmál á þessumdegi. Bömum og unglingum er gefinn kostur á að kynna sér hvað í friðar- hugtakinu felst. Foreldrar, afar, ömmur og aðrir hugleiöa hvort þau eigi að sitja þögul og skipta sér ekki af því aö bömin vaxa úr grasi í heimi sem verður sífellt ógnvænlegri. Það er nefnilega hægt að berjast fyrir friði á ýmsum sviðum, m.a. í bama- uppeldi. Æskulýösdagur þjóökirkjunnar er fyrst og fremst dagur fjölskyldunnar þar sem hún sameinast um aö íhuga yfirskrift dagsins, ásamt öðmm í söfnuði sínum. MAM/starfskynning Félagslíf Sýningar Leikaðstaða Veitingabúð Fundur Vclkomín í Menningairmibstööina við Gerðuberg.... Reykvíkingar hafa eignast nýja félags- og menningarmiðstöö í Fella- og Hólahverfi sem nú hefur tekið til starfa. I þessu glæsilega húsi er hentug aóstaða fyrir félagslíf Breiðholtsbúa, menningarstarf og margskonar listviðburði í þágu allra borgarbúa. Áhersla verður lögð á fjölþætt starf, er höfði til allra aldurshópa. Reykjavíkurborg þakkar Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar gott samstarf um byggingu hússins. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg verður almenningi til sýnis um þessa helgi og þá næstu frá kl. 14 —19. Verið velkomin borgarstjóri Björgunar- æf ing við Hafnarfjörð Mikil björgunaræfing er fyrirhuguð í dag sunnan við Hafnarfjörö. Björgun- arsveitir af höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Flugbjörgunarsveitin, Hjálparsveitir skáta og sveitir Slysavamafélagsins taka þátt í æfingunni ásamt lögreglu, læknum af Borgarspítalanum og Al- mannavömum ríkisins. Þá munu þyri- ur I.andhelgisgæslunnar og Puma þyrlumar frönsku, semhérhafa verið undanfarið, einnig taka þátt í þessari æfingu. Tilgangurinn er að a'fa notkun þyrla við björgunarstörf, ef hópslys verða, svo og skyndihjálp og sjúkraflutninga. Meöal annars verða björgunarmenn sendir meö þyrlum á „slysstaö” og fallhlífarstökkvarar varpa sér úr flug- vél. Ennfremur kemur til með að reyna verulega á skyndihjálparkunn- áttu björgunarmanna og fjarskipta- búnaö sveitanna. Sjúkraflutningar verða m.a. á Krísuvíkurleiö, Reykja- nesbraut og við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Æfingin hefst kl. 09.00 og lýkur um hádegisbilið. MAM/starfskynning. 71.Skjaldarglíman ídag 71. Skjaldarglíma Ármanns veröur glimd í íþróttahúsi Ármanns við Sigtún í dag kl. 15. Skjaldarglíman er elsta íþróttamót sem háð er í Reykjavík enda stofnaö til hennar áriö 1908 og hefur svo verið árlega síðan utan fimm ár kringum heimsstyrjöldina fyrri (1913,1916-1919). Glímt er um skjöld er Glímudeild Ármanns lætur gera til heiðurs mesta glímumanni Reykjavíkur. Skjaldar- hafi verður sá er vinnur glímuna hverjusinni. hsím Ungplöntumarkaður Ungar plontur til framhaldsræktunar. Sendum um land allt. 99. BREIÐHOLTI SÍMI 76225 \et MIKLATORGI SÍMI 22822 Síðasti dagur útsölunnar Enn er tækifærí að eignast /eðursófasett, 3x2x1, á aðeins kr. 30.780,- (1 stk. eftir), reyrsett á kr. 19.831,- hornsófa, 5sæta + borð, á kr. 17.141,- (1 stk. eftír), svefnsamstæðu á kr. 15.255,- (1 stk. eftir), reyrhillur á kr. 3.915,- reyrstóla á kr. 2.791,- reyrborð á kr. 2.386, eikarkistur á kr. 1.980,- (3 stk. eftir), eikarkommóður á kr. 1.620,- (5 stk. eftir) og margt f/eira á h/ægi/egu verði. Við minnum á tilboðshornið. Opið iaugardag ki. 9—17. Hamraborg 12, Kópavogi Sími46460 Sendum í póstkröfu ^etrid

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.