Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 16
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. 16 Menning Menning Menning Menning „Æg ril timlirsírika sjátfstæði skidptúrsins99 — rabbað við Helga Gíslason myndhöggvara um nýjar bronsmyndir hans Helgi Gíslason er fæddur 24. ágúst 1947. Hann á að baki langt nám sem myndlistarmaður, fyrst í Myndlista- og handíðaskólanum og síðar í Valands konstskola í Gautaborg. Hann hélt einkasýningu í Norræna húsinu 1977 en hefur auk þess tekið þátt í f jölda samsýninga. Líkamar? Við göngum um vinnustofu lista- mannsins og skoðum nýja brons- skúlptúra sem virðast vera hálftæro- ir líkamar, uppleyst form, sem þó eru ávallt hlaöin spennu eða hörku efnisins. „Hugmyndin að þessum nýju verk- um, segir Ustamaöurinn, liggur fyrst og fremst í módelstúdíum námsár- anna. Við getum sagt að ég sé að nýta mér og vinna úr þeirri menntun sem ég hlaut, fyrst hér heima og síð- an í Svíþjóð. Það er víst best að bæta því við að þetta eru þó ekki módel í eiginlegri merkingu, heldur skulum við frekar segja þetta vera vettvang fyrir ákveðna formleit og tilfinning- ar.” „Þessir skúlptúrar hafa þó til að bera sterka mannlega vísun. Er þetta ný tegund af raunsæi? ” „Nei, ég vil taka þaö f ram að ég af- neita algerlega þessum hugtökum eins og naturalisma, raunsæi eða figuration. t raun merkir þetta ekki neitt því segja má að öll mannanna verk séu fígúratíf. Sjáðu jafnvel stól- inn sem þú situr í. Hann ber form og hlutföU sitjandi manns. Við getum sagt að hann sé abstraktion af sitj- andi manni. Nei, ég vil rífa verk mín úr tengslum viö þessi stöðluðu hug- tök og kalla þau aðeins mannleg. Þetta er opið hugtak, þar sem tilfinn- ingar minar — listamannsins — eru afgerandi hluti af sköpuninni. ” Holir líkamar „I þessum nýju skúlptúrum getum við talað um fjölbreytilega áherslu- punkta. I vissum myndum er það spennan og í öðrum eru það andlit eöa hendur líkamans. En öll þessi verk eiga það þó sameiginlegt að ein- kennast af eins konar tæringu eða upplausn efnisins sem viö getum kannski kallaðþina formskrift.” „Hér erum við komnir að því að tala um form og inntak sem eru fyrir mér órjúfanleg heild. Þetta eru jú í eðli sínu tveir hlutir sem þó virka ávallt saman. I mínum skúlptúr get- um við sagt að efnið eigi síðasta orð- ið. Það er efnið sem ber í sér hug- myndina, og ég geng jafnvel svo langt að segja að það, bronsiö í þessu tilfelli, sé forsendan að myndverk- inu. Því, sjáðu til, ég vil draga fram eiginleika efnLsins en láta það þó lúta mínum vilja. Eg vil nýta mér fljót- andi form málsins til þess að falla í þann farveg og það form sem ég ætla honum. En þrátt fyrir allt kallar „Eg reyni að greirta skúlptúrinn frá hinu uppruna■ lega formi sem er mannslikaminn." IMyndnr. V „Þetta er ekkiHfrœn fígúra. Umbreytíngin á líkamanum er formræn. Ijósm. GBK. Helgi Gíslason myndhöggvari i vinnustofu sinni. bronsið sjálft á ákveöið form og inntak.” „Enafhverjuþessar holu ogtærðu fígúrur? Erþetta svartsýni?” „Nei, ég er ekki svartsýnn þó svo að verkin séu sundurtætt. Þetta eru ekki sundurtættir líkamar fyrir mér. Þó afneita ég ekki að allar þessar stríösfréttir við hádegismatarboröið hafi ómeðvitað áhrif á mig og mína listsköpun. Þó svo að þér finnist það undarlegt eiga þessi verk að skoðast sem tiltrú á manninn. Umbreytingin á líkamanum, sem þú mænir á, er formræn. Það sem ég leitast eftir í mínum verkum er að skilja form skúlptúrsins frá sínum uppruna, sem er í þessu tilfelli mannslíkaminn, og gefa honumsjálfstætt líf.” Mannlegt/formrænt niðurrif „En nú eru þessar sundurtættu „mannamyndir” ákveðið niðurrif á manninum.” „Þú ert aðgangsharður. Þú ert að biðja mig um yfirlýsingar sem ég get ekki gefið, sem er ekki hægt að gefa. Þetta er aöeins formrænt niðurrif. Það er engin niðurlæging í þessum verkum. Sjáðu þessa mynd (mynd nr. 1), ég set ekki hönd á fígúruna, vegna þess að hún þarf enga hönd, þetta er ekki lífræn fígúra. Verkið er fyrst og fremst árangur þeirra um- breytinga sem koma fram í átökum mínum við formið og efnið, þegar ég reyni að fjarlægja skúlptúrinn frá sinni upprunalegu vísun sem er, eins og ég hef sagt áður, mannslikaminn. Við getum kannski sagt að inntak þessara verka sé sjálfstæði skúlp- túrsins. Eg vil undirstrika sjálfstæði skúlptúrsins, sem verður aö vera kjamyrturen þó opinn.” Opið tækif æri „Ertu að „opna” túlkunarmögu- leika áhorfandans? ” „Vissulega, ég gef honum fjölda sjónarhóla, það er hans að velja. En við skulum ekki fara of langt út í túlkanir.” „Það viröist því ljóst að efnið — bronsið — er afgerandi í þinni list- sköpun.” „Eins og ég sagði áðan þá er efnið ákveðin forsenda. Og þá verður líka að koma fram aö ég geri ekki af- steypur, heldur eru þetta verk sem ég vmn beint. Það er annars athygl- isvert að bronsið er afar skemmti- legt efni. Hugsaðu þér, þetta harða efni getur verið fljótandi. Þannig öðl- ast listamaöurinn að því er virðist ótakmarkaö vald yfir efninu til að skrá hugmyndir sínar. En um leið hefur bronsiö viss áhrif á inntak verkanna sem felst aðallega í því að maður getur leyft sér meira með fljótandi málm, heldur en með grá- grýti eða erfiða málma.” GBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.