Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. 19 — segir Erléndur Sveinsson, starfsmaður Kvifcmyndasafnsins, en hann hiaut Menningarverölaun ÖV« dögunum fyrir sinn þátt íuppbyggingu safnsms Upptökuvé/ar Ósksrs Gíslasonar. Það værí einnig óskandi aö þessi viöurkenning, sem nú er í fyrsta sinn veitt fyrir störf aö safnamálum, sem tengjast viökomandi listgrein, vekti athygli dómnefnda DV í framtíöinni á framlagi annarra safna. Menning er stórt hugtak. Fjölmiölar eiga að miðla því sem er, þeim raunveruleika sem er, ekki skapa annan raunveruleika heldur en þann sem er. Sé eitthvað til staðar en ekki sagt frá því í fjölmiðlum þá er það samt til staðar. Stundum er eins og fyrirbærin séu ekki til sé ekki um þau fjallað í fjöl- miðlum. Mikil er þeirra ábyrgð. Hvenær les maður um hljómplötusafn- ið í Bæjarbókasafninu i Hafnarfirði. Það starf sem þar hef ur verið unnið er t.d. miklu nær þvi að geta talist menn- ingarverðlauna virði heldur en mitt starf." Söfnunin „A síðastliönu ári bættust 154 f ilniur og filmuþættir í safnið. Þar af voru um 123 nýir titlar. Flestar myndanna voru heimildarmyndir, sumar jafnvel óunn- ar. 2 kvikmyndir sem álitnar voru glat- aðar komu í leitirnar. önnur þeirra, Slökkviliðsæfing í Reykjavík frá árinu 1906, er elsta varðveitta kvikmyndin f rá Islandi, hin var tekin á 1000 ára af- mæli alþingis tslendinga árið 1930. Cinemateket í Stokkhólmi, svo nefnist kvikmyndasafn þeirra Svianna, gaf safninu eintak af Sölku Völku sem Sví- ar tóku á íslandi undir stjórn Arne Mattsson *í samvinnu við Islendinga árið 1954. 20 aðilar alls afhentu safninu kvikmyndir til varðveislu. Minjadeild- in óx til muna á síðastliðnu ári. Það bættust við gamlar k vikmynda- og sýn- ingarvélar, hljóðgræjur ýmiss konar, þar á meðal umbúnaður utan um plötu- spilara sem notaðir voru á síðustu ár- um þöglumynda sýninganna í Reykja- vik. Nokkrir aðilar afhentu safninu prógrammsöfn sin og aðrar heimildir og eru upplýsingamöppur safnsins nú eitt hundrað talsins.'' Varðveislumál „Lokið var við kópíeringu þriggja lcikinna kvikmynda Oskars Gíslason- ar á siðastliðnu ári en það verkefni hef- ur að mestu veríð kostað af Þjóðhátíð- arsjóði og á sá sjóður miklar þakkir skildar fyrír skilning þann sem þessi verkefni hafa mætt hjá sjóðstjórninni. Safnið hefur einnig lagt fé og aðstöðu til þessa verkefnis. Þá var ráðist í að kópíera á sama háttleiknukvikmyndir Lofts Guðmundssonar, Milli fjalls og fjöru og Niðursetning, og stóð safnið straum af kostnaði. Gerð voru ný nega- tif og sýningarkópiur en eftir er að endurbæta sýningarkópíurnar. Fyrsta kópía er sjaldnast svo vel heppnuð að hægt sé að nota hana. Sem dæmi get ég nefnt að þegar Svíar voru að endur- kópíera Fjalla-Eyvind fyrir okkur vegna afmælishátíðarinnar haustið 1981 þá köstuðu þeir að mig minnir 17 kópium áöur en þeir voru orönir ánægðir meö árangurinn. Hér má bæta því við að Jaröboranir ríkisins létu kópíera á sinn kostnað gamla mynd, sem þeir varðveittu hjá safninu, og safniö lét kópíera Slökkviliðsæfinguna frál906." Hvað um kvikmyndasýningar á veg- umsafnsins? „Við höfum ekki haldið sýningar síð- an afmælissýningamar fóru fram í til- efni 75 ára afmælis kvikmyndasýn- inga á Islandi. Reynslan af því Á vegum safnsins er hoilmikil upplýsingaaflun i gangi. Hér ar „allt" um kvikmynd Sjöströms, Fjaíla-Eyvind. D V-myndir S Upptökuvól Bió-Patersen fyrir mióri mynd. Við hliðina eru fílmu- hylki. Fremst er „ filmusplæsari" úr Fjalakettinum. uppátæki okkar f ærði okkur hins vegar heim sanninn um þaö að ógerningur er að halda uppi sýningarstarfi á vegum safnsins þótt hér sé um einn bráðnauð- synlegasta þátt starfseminnar að ræða, meðan ekki fæst heimild til þess að ráða aukinn starfskraft. Svipaða sögu er að segja um útgáfustarf sem einnig er mikilvægur þáttur í starf- seminni. Við gafum út afmælisritið Kvikmyndir á Islandi 75 ára og á síðastliðnu ári, á síðustu mánuðunum, var unnið að útgáfu kynningarrits um íslenska kvikmyndagerð á ensku í samvinnu við kvikmyndasjóð sem stóð straum að kostnaði. Ljóst er að við höf- um ekki getu til að sinna svona verk- efnum þótt reynt hafi verið. Sýnt hefur verið fram á hvað gera þarf, f ramhald- ið ræðst síðan af viðbrögðum réttra aðila. Hugsjónir þurfa byr," sagði Erlendur Sveinsson. -KÞ 9.85Ö á mann. samk. gengi 20.11983. I fyrir 4 manna fjölskyldu Þetta dæmi á við 4 manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, 5 ára og 10 ára. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna ad fara saman til Mallorka um páskana og njóta skemmtunar í fallegu umhverfi. 17 daga ferð - 27/3 til 12/4 OTKXVTM: Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveígarstíg 1, Símar 28388-28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.