Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 20
DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. ,Allt mitt háskólanám, 8—9 ár, var ekkert á viO að kunna aö fletja fisk fyrir þá á Maldíveyjum Áður en hann fór stökk hann inn í krána aftur, þreif forlátasí Rannsóknastofnun fiskiönaöarins er uppi á annarri hæö í útvarpshúsinu sem viö köllum venjulegast. Eftir endi- langri annarri hæöinni eru ýmiss kon- ar rannsóknarstofur meö tilheyrandi borðum, mæliglösum og slöngum sem ávallt hafa svo sannfærandi áhrif á leikmann. Á jaröhæð er svo heil til- raunaverksmiöja, frystihús og niöur- suða. Ofan á allt þetta leggst síðan dauffisklykt. Forstjóri Rannsóknastofnunarinnar er Björn Dagbjartsson. Viö finnum hann að máli á skrifstofu hans, stóru herbergi með hilluvegg og lágri lengju af skjalaskápum. Á veggjunum er meðal annars upphleypt Islandskort eftirprentanir af Kjarvalsmálverkum og á bak við fremur stórt skrifborö situr Björn Dagbjartsson. Hann minn- ir dálítiö á bónda, samanrekinn og vin- gjarnlegur. Hann er fæddur og uppal- inn á sveitaheimili, Álftagerði í Mývatnssveit. Hann hefur sótt mennt- un í efnaverkfræði til Þýskalands og matvælaverkfræði til Bandaríkjanna þar sem hann varð doktor. Þá hefur hann kennt íbúum á Maldíveyjum fisk- veiðar og f iskvinnslu. „Heki ég hafi gertgið alía þjóð- vegi Suður-Þingeyjarsýshi" Við spyrjum hann fyrst um uppvöxt- inn og hvernig það hafi gerst aö hann fórútínám. ,J3inhvern veginn lá það beint við upp úr f ermingu. Þetta er lítil jörð sem faðir minn á og við vorum sex systkin- in. Það var því ljóst að við myndum ekki öll búa þar. Við komum þar hins- vegar oft og á ó'llum annatímum árs- ins. Sum koma í sauðburð, önnur í rétt- ir, einhver sér um sláttinn... Maður er því mjög vel tengdur sveit sinni ennþá. Nú, en að ríf a sig að heiman til að f ara að stunda nám. Menn setjast í mennta- skóla og í þá daga var það nokkuð ákveðið að ef maður lauk mennta- skóianámi þá var haldiö áfram. Þýskaland og efnaverkfræðin var meira tilviljum. Ég man ekki betur en að við bræður ynnum fyrir okkur á sumrin. Við feng- um ekki námslán eða styrki frá for- eldrum okkar, að minnsta kosti ekki peningalega, enda höfðu þeir ekki úr svo miklu að spila. Sumarhýran varð því að nægja. Eitt sumarið, líklega '53, hafði ég 750 krónur á viku. Á sumrin var ég yfirleitt hjá vegagerðinni, í Þingeyjarsýslu, fyrst sem óbreyttur hjá Pétri í Reynihlíð. Eg held ég hafi gengið alla þjóðvegi Suður-Þingeyjar- sýslu, sjálfsagt oftar en einu sinni. Seinni hluta menntaskólaáranna var ég á vélskóflu hjá vegagerðinni frá Akureyri. Jú, menntaskólaárin voru ánægju- legur tími og það á líka við um háskóla- árin í Þýskalandi. Það lá þó alltaf ljóst fyrir að ég færi heim. I Þýskalandi eru menn alltaf útlendingar. Það er öðru- vísi í Bandaríkjunum. Þar eru menn miklu fremur teknir sem heimamenn. í Bandaríkjunum var maðurinn metinn eftir því sem hann gat og vissi. „Bjór er f eikíiega góð þýsk afurð" Þaö munaöi ekki miklu aö ég hætti strax fyrsta veturinn í Þýskalandi. Þegar ég fór út þá fékkst markið á 5 krónur, það var hinsvegar komið upp í 11 krónur í lok semesters. Eg var því búinn með sumarhýruna þegar ég fór heim í leyfi í febrúar. Ef ég hefði ekki haft gott upp í Vestmannaeyjum þá, þá veit ég ekki hvað hefði orðið. En þá lenti ég í. heldur góðri vertíð í Vest- mannaeyjum, meðan vertíðir voru og hétu. Námslán á þessum tíma finnst mér að hafi verið fremur góð þó erfitt sé að gera sér grein fyrir því. Þetta eru nokkrir tugir króna sem verið er að borga aftur núna. Þýskaland var fremur ódýrt land, sérlega ef maður bjó á stúdentagörðum. Þarna var mikið af Islendingum. Stuttgart var arkitektaborg. Það voru ellefu stúdent- ar þarna í arkitektúr sem núna eru flestir meiriháttar stórveldi í bygg- ingaiönaöinum. Jú, stúdentalif er alltaf stúdentalíf. Bjór er feikilega góð þýsk afurð og menn skemmtu sér auövitað þarna líka. A tímabili áttu margir stúdentar vespuhjól og fóru með þau á sínar „stambúllur". Þegar átti aö fara heim settust tveir á hjólið og þá var stefnan ekki alltaf alveg rétt. Eitt sinn lögðu tveir í hann og fóru meðal annars á móti einstefnuakstri. Bílar f lautuðu og lögreglan setti á þá merki um að stoppa. Það hreif ekki og lögreglu- þjónninn skaut viðvörunarskoti upp í loftið með byssu sinni. Ekki brá land- anum sem sat aftan á meira en það að hann sagði bara: „Hann hitti ekki." Eg man líka eftir einum sem var rekinn út af krá og þótti allillt. Áður en hann fór stökk hann inn á krána aftur, þreif forláta stól, snaraöist með hann á bakinu aftan við félaga sinn á hjólinu og reið í burtu frá bölvandi þjónunum. Mér þótti slæmt að koma á einn uppáhaldskjallarann fyrir tveimur árum og sjá að hann var orðinn lélegt diskótek. Þá var hún Snorrabúð stekkur," segir hann og brosir. „Þaö kostaði líka lítið að leigja sér saman rúgbrauð nokkrir félagar og fara til dæmis í skíðaferð til Sviss eða Austur- ríkis. En menn urðu að stunda sitt nám — til að hrökklast ekki heim eftir þrjú fjögur bjórsemester. Þeir sem voru samtíða mér voru þó alvarlegir menn en það gengu allavega sögusagn- ir um þá sem áður höfðu stundað nám í nágrenninu. Vestmannaeyjar sérheimur Síldina stundaöi ég frá Vopnafirði tvö næstu Þýskalandssumurin og var i verksmiðjunni mest, líka á plani. Eftir reynsluna í Vestmannaeyjum og síld- ina á Vopnaf iröi fann ég að ég vildi afla mér þekkingar á þessu sviði. Loka- verkefni mitt í Þýskalandi var rann- sókn á sildarlýsi. Eftir heimkomuna vann ég tvö ár í Vestmannaeyjum. Þar stundaöi ég meðal annars einfaldar efnafræðimæl- ingar og rannsóknir fyrir Fiskiöjuna og Fiskimjölverksmiðjuna auk margs annars. Núna þegar ég lít til baka er það ef til vill það besta sem ég hef lært, að komast inn í öll almenn fiskvinnslu- störf eins og þau voru unnin. Það var afskaplega góð reynsla fyrir það sem" ég starfa nú. Það er með Vestmanna- eyjar eins og suma aðra staði, annað- hvort er maður Vestmannaeyingur eða ekki. Þetta er sérheimur. Ennþá sé ég, 16—17 árum seinna, fólk yfir þrítugt og hugsa: „Þennan kannast ég við, ætli hann sé ekki úr Vestmannaeyjum." Frá Vestmannaeyjum víkjum við talinu að Maldíveyjum, en þar starfaði Björn um tima á vegum Sameinuöu þjóðanna. — Er eitthvað líkt með Vestmanna- eyjum og MaldíveyjumJ? „Vestmannaeyjar eru náttúrlega hátækniþróað þjóðfélag. A Maldív- eyjum var fólk að hefja vélbátaútgerð. Þetta voru aldamótin miðað við Vest- mannaeyjar. Þama var eitt frystihús og nýfarið á hausinn. Þeir stóöu við byrjun á nútímafiskiðnaði og fengust við að sólþurrka saltf isk. Mitt hlutverk á Maldíveyjum var að kenna meðferð á saltfiski sem leiddi til minna taps, minni skemmda. Ég var auðvitað ekki betur fallinn tíl starfsins en 10—20 þúsund Islendingar nema hugsanlega betri i ensku og vissi meira um hagi útlendinga. Þeir Maldívbuarfengu það sama greitt fyrir blautan, illa saltaðan og úldinn fisk og ljómandi góðan fisk. Þarna var enginn verðmunur gerður eftir gæöum. Eg reyndi að útskýra fyrir þeim hvernig ná mætti betri gæðum gegnum verðflokkun. Allt mitt háskólanám, 8—9 ár, var ekkert á við að kunna að fletja fisk fyrir þá á Maldíveyjum. Þó að fólkið þarna sé svolítið frumstætt þá finnur það undir- eins hvort menn kunna eitthvaö fyrir sér. Menn halda langa og læröa ræðu um næringarfræði og ýmislegt sem þeir bora ekki minnsta skynbragö á en ef maður getur sýnt þeim hvernig taka á dálk úr fiski þá skilja þeir það." Tölvuúr og kassettutæki — Hvað fannst þér Iærdómsrikast viðferðina? „Ferðin var öll lærdómsrík, ekki síst að því leyti að nú veit ég hvað þróunar- land er. Tekjur á íbúa voru þarna innan' viö 200$ á ári. Meðalaldur f ólks var til skamms tíma 46 ár og þriðja hvert barn dó innan við ársgamalt. Maður hafði bara lesið um svona hluti áður, en þarf nú ekki að láta segja sér hvað þróunarland er. Við hjálpum þessu fólki best með því að kenna því að hjálpa sér sjálft. Japanir voru þarna með annan fótinn. Maldivbúar veiða aðallega túnfisk og Japanir keyptu hann nú á frystiskipum við skipshlið. Fólkið var ekki vant að f á mikið í aöra hönd. Ef vel veiddist þá gerði það ekkert í viku. Japanir þurftu því að finna eitthvað fyrir fólkið til að eyða peningunum í. Þeir fundu að minnsta kosti tvo hluti," segir Björn og brosir, „tölvuúr, eins og þú ert með á hand- leggnum og kassettutæki. Þannig voru Japanir búnir að hrinda af stað neyslu- þjóðfélagiþarna." — Hvernig f ékkstu þetta starf ? „Góður kunningi minn hjá FAO í Róm er nokkuð háttsettur í fiskiðnaö- ardeild. Hann spurði hvernig mér litist á og ég sló til. Þetta virtist paradís á jörð. Ferðamannastraumurinn var þó mikill og vaxandi þannig að fólk er f arið að lifa mikiö á túrisma. Jú, þetta er ævintýralöngun að fara í svona ferð fyrst og fremst. Mér finnst rétt að breyta til ef tækifæri bjóðast. Ég vil breyta til sem oftast og vikka sjóndeildarhringinn. Innan viss ramma er þetta nauðsynlegt á ekki minna en f imm ára f resti." Vildi ekki missa af sauð- burðinum f yrir nokkurn pening — Hvereruhelstuáhugamálþín? ,j2g get sagt að ég hef geysilega mikinn áhuga á öllu sem er að gerast í kringum mig. Eg er til dæmis alæta á dagblöð — les þauhelst öll daglega. Þá les ég heilmikið faglegt efni. Bókmenntir og ljóð og þess háttar hef ég þvi miður ekki lesið lengi. Eg geröi það áöur og kunni til dæmis úrvalsljóö . i E sí fr le h; gi Is fa si ei Þ; n( ai bi in ai i vi öl ei s\ 99 Það hriktir ei Texti: Sigurður G. Valgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.