Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Side 21
tuimsserum DV. LAUGARDAGUR5. MARS1983. Myndir: Einar Ölason tastól. . ." Einars Benediktssonar utanbókar. Ég spila bridge en er löngu hætt aö fara fram. Eg mundi líklegast teljast tæp- lega meðalskussi í þeirri grein,” segir hann brosandi. „Þá hef ég mjög gaman af að ferðast. Sérstaklega um Island. Við höfum komist upp í það aö fara í útilegu tíu helgar í röð sama sumarið og það er nálægt því aö vera eins oft og hægt er hér, og kannski var það ekki alltaf hægt. Þá hef ég farið þó nokkuð um erlendis, einu sinni meira að segja á sólarströnd,” segir hann og brosir. ,,Svo veit ég ekki betri tilbreyt- ingu en sauðburðartímann fyrir norð- an á vorin. Menn snúa sólarhringnum við ef þarf og það getur veriö snjór yfir öllu og stórhríöar úti. Þá er þetta erfitt lif en samt ánægjulegt. Þetta er svo gjörólíkt skrifborðsstörfunum. , Ég held að það þurfi engin kraftaskáld eða töframenn ti! að vera pólitíkusar.' Maður kemur styrkari líkamlega og úthvíldur andlega að norðan á hverju vori. Eg vildi ekki missa af því fyrir nokkum pening.” Átti erfitt með að skrifa fyrst í stað Talið snýst að k jallaraskrif um hans í DV í sambandi við tómstundir og það að hann hefur nýverið verið útne&idur kjallarahöfundur ársins af blaðinu. „Eg hef feikilegan áhuga á þjóömál- um og hef starfaö við það í mörg ár að reyna að hafa áhrif í þessum mikil- vægasta atvinnuvegi okkar og ég er engan veginn hættur því! Eg hef verið að skrifa töluvert en ég átti erfitt með það fyrst í stað. Á námsárunum erlendis venst það af, því miður, að skrifa vandað mál. Það er ánægjulegt að mér finnst þetta vera smám saman að koma aftur. Ég fór að skrifa greinar til að reyna að hafa áhrif og benda á það sem að miður færi. Mér finnst þeir of margir sem vita betur en láta kyrrt liggja. Mér þótti mjög vænt um þessa viðurkenningu DV. Góður vinur minn varaði mig nýlega við að vera of skot- glaöur. Honum hefur liklega fundist viss árásarbroddur í þessum kjallara- greinum. Eg hef þó ekki lent í neinum ritdeilum vegna þeirra og mér finnst þaö benda til þess að það sem þar var skrifað hafi varla veriö beinlínis mjög ranet. Viðurkenningin kom mér mjög á óvart,” segir hann. ,,Frekar á maður von á að stórskáld og rithöfundar fái svona.” — Er eitthvert sérstakt verk Rann- sóknastofnunar fiskiðnaöarins sem þúertstolturaf? ,,Mér er illa við aö vera aö raupa af því. Menn fá heldur ekki áorkað miklu einir. Hér er mikið af ungu og dugmiklu fólki. Ég held, eða ég trúi því, þó að við höfum unnið gott verk bæöi í þjónustustörfum hér, þegar við höfum hjálpaö einstaklingum við vinnsluöröugleika, og einnig nýjungar sem við höfum innleitt í iðnaðinn. Við höfum mestan áhuga á því núna að nýta betur allt sem veiðist og bæta gæðin. Meðferð á sjávarfangi frá því að það kemur um borð og þar til það er flutt úr landi. Einnig að auka fjöl- breytni í fiskiðnaði. Við aukum ekki afla hér eftir og þá er ekki um annaö að ræða en að bæta gæðin og nýtinguna. „Þá er réttast að fara að hypja sig heim" Við komum að Ameríkudvölinni, en þar stundaði hann þriggja ára fram- haldsnám í matvælaverkfræði. .^Iftir aö hafa veriö hér hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í þrjú ár sótti ég um styrk til framhalds- náms í Bandaríkjunum. Þetta var reynsluríkur tími. Eg var orðinn fjöl- skyldumaður og við lifðum á 375$ á mánuði, þrjú í heimili. Við bjuggum í New Jersey. I Þýskalandi datt mér aldrei í hug að setjast að. Það var miklu frekar í Bandaríkjunum sem maður hefði getað hugsað sér að staldra við.” — Hvemig hefur þér fundist að búa í stórum samfélögum erlendis. „Þegar komið er til Bandaríkjanna frá evrópskum borgum er munurinn álíka og að koma úr sveitinni til Reykjavíkur eða frá Reykjavík til Hafnar í fyrsta sinn. Fyrst í staö hefur maður galopin augu og eyru af hrifn- ingu yfir tækni og sérstæðum lífsvenj- um. Eftir hálft til eitt ár kemur viss tómleikatilfinning þar sem manni leiöist hálfpartinn allt þetta span og til- litsleysi. Síðan byrjar þetta að venjast og h'ka betur og betur og þá er réttast að fara að hypja sig heim.” „Hér er gott að vera" Eg qjyr hann hvemig honum lítist á Island og Islendinga með hliðsjón af dvöl sinni erlendis meðal annars. „Þó oft sé gremjulegt veðurfar, stjórnarfar og ýmislegt annað að hér heima þá er ljóst að þetta em átthag- arnir, heimaslóðimar. Þaö er langt síðan maður gerði það upp við sig. Hér er gott að vera. Margt myndi breytast ef við værum pínulítið fleiri og svo sem tveimur gráðum hærri meðalhiti. Lífið yrði mikið auðveldara en þá væri það ekki það tsland sem við þekkjum í dag.” — Nú hefur þér orðiö vel ágengt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Hvaöa málum mundir þú beita þér fyrir ef þú færiráþing? „Eg myndi auðvitað reyna aö beita mér fyrir þeim málum sem ég þykist hafa vit á, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum lika. Þó að ég þekki ekki „kerfiö” í landbúnaðinum eins vel þá vinn ég á hverju ári svolítið við landbúnaðarstörf og veit því betur hvað er að gerast. Landbúnaðardeilur eru ekkert nýtt mál hér á landi. Ég er þó alls ekki viss um að landbúnaður hér sé verr á vegi staddur en víða annars staðar. Það líða ekki mörg ár þangað til við þurfum ekki lengur að flytja út dilkakjöt og mjólk- urbúskapurinn er kominn í jafnvægi. Við getum aukiö fjölbreytni í jarðrækt, þar á ég við grænmetisrækt og jafnvel framleitt töluvert af ýmsu fóðri. Land- búnaðurinn er nauðsynlegur og að sjálfsögðu iönaður og orkusala en það jafnast ekkert á við sjávarútveginn aö mikilvægi. Eg er bjartsýnn á að við náum tökum á þeim erfiðleikum sem við eigum við að etja í dag. Erfiðleik- arnir stafa núna aö töluverðu leyti af of mikilli fjárfestingu í fiskveiðum og víðar. Viö náum tökum á því. Fiskiðn- aðarfyrirtæki og annar rekstur stenst svo auðvitað ekki þessa rosalegu verð- bólgu. Til dæmis verða vextir að vera hærri en verðbólga ef það á að vera vit í að leggja fé á banka. Þaö stenst svo enginn rekstur að borga þá vexti. Atvinnuvegirnir eru allir í stórvand- ræöum. Það hrikti einhvers staðar í á næstumisserum. Það er ósköp auðvelt að segja sem svo: „Illa rekin fyrirtæki fara bara á hausinn en hvaða afleiðingar hefur það?” Fyrst og fremst atvinnuleysi. Þaö er rétt að ýmsum fyrirtækjum hér hefur verið haldiö uppi á óeðlilegan hátt og það er dulbúiö atvinnuleysi. Það væri hlægilegt að halda því fram að maður hafi einhverjá lausn á þessum málum í vasanum. Eitt er ég þó viss um og það er að hver sem lausnin er þá er hún ekkert einföld.” „Sérhver þjóð f ær þá stjórnendur sem hún á skilið" — Hvers vegna ferðu út í pólitík? „Eg fullyrði að ég hef ekki gengiö með þingmanninn í maganum. Fyrir ári eða svo hefði mér aldrei dottið þetta brölt í hug. Eg var farinn með vaxandi gremju að fylgjast með því að stjómmál voru orðin að niðurlægjandi atvinnu í þjóöfélaginu. Það virtist vera hægt aö segja: „Hann er í pólitík — það er ekkert að marka hvað hann segir. Mér kemur þetta ekki við segja sumir.” I sumar barst framboð mitt tU prófkjörs í tal milli frænda og vina — það var sofið á því í tvo þrjá mánuði. Með því að fara út í baráttuna sjálfur getur svo hver og einn með meiri rétti gagnrýnt aðra. Tíminn síöan ég ákvað þetta hefur verið bæði skemmtilegur og lærdóms- ríkiu-. Hvemig sem þetta æxlast héðan í frá sé ég ekki eftir að hafa gefiö mig fram. Eg býst við að taka mitt sumar- frí í þetta stúss fram á vorið meö hléum. Ég held aö það þurfi engin kraftaskáld eða töframenn til aö vera pólitíkusar. Eg held að þar séu einmitt of fáir venjulegir menn. Það er ömgg- lega ekki eftirsóknarvert starf að vera þingmaður en þetta eru menn sem hafa áhrif og eiga að hafa áhrif. Eg held að það hafi verið grískur speking- ur sem sagði: „Sérhver þjóð fær þá stjórnendur sem hún á skilið.” Próf- kjör er aöferð til aö velja stjómendur. Ég er ekki í vafa um það að marga langar á þing og eiga þangað erindi en treysta sér ekki í prófkjör. Þessu fylgir töluvert erfiði og stress. Nýtt fólk hefur ekki haft aöra eða betri möguleika til að komast nær þingmennsku. Og þaö er ekki viö þá karlmenn sem taka þátt í prófkjöri að sakast þótt konur komist ekki aö ef þær eru ekkimeð. Eg vildi t.d. óska þess að . miklu fleiri konur hefðu tekið þátt í prófkjömm hjá Sjálfstæðisflokknum. Fyrst þessi leið, prófkjör — hefur verið valin þá verða allir að hh'ta henni líka.” „Það er svo bágt að standa í stað" Að lokum komum við að stólnum sem Björn situr í nú. Hvemig varð hann forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins? „Eftir heimkomuna frá Bandaríkj- unum gekk ég inn í þaö starf sem ég hafði veriö í hér. Svo þegar dr. Þórður Þorbjamarson dó 1974 sótti ég um þetta starf og fékk það. Þá hefði ég ef til vill átt að vera kominn á minn bás tilæviloka.” Nú vitnar B jöm í Jónas: „Það er svo bágt að standa í stað og mönnum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leiö. I samræmi við þetta spakmæli hef ég leitað eftir tilbreytingu og reynt að þroska mig og þróa á einhvern hátt. Þaö verða ekki allar ferðir til fjár en svo lengi lærir sem lifir.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.