Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. 1 6 DAGA FERÐ — 27. MARS ÞÆGILEG PAGFLUG • LÍTIÐ VINNUTAP __ GÓpijR GISTISTAÐIR...... STJÖRNUFERÐ UNGA FÓLKSINS SÉR GISTING OG FARARSTJÓRN ÚRVAL V\Ð AUSTURVÖLL g26900 Starfsmann Sinfóníuhljómsveitar íslands vantar húsnæöi í vesturbæ sem fyrst. Lysthafendur leggi væntanleg tilboð inn á auglýsingadeild DV, Þverholti 11, merkt; „Einhleypur 631” fyrir 15. mars nk. ÓLAFSVÍK Umboðsmaður óskast frá og með 1. apríl. Upplýsingar gefur umboðsmaður Guðrún Karls- dóttir, Lindarholti 10, sími (93)-6157. til sölu. Bíllinn er sjálfskiptur með vökvastýri, á góðum snjó- dekkjum og í toppstandi að utan sem innan. Helst bein sala (skipti möguleg á dýrari bíl). Upplýsingar í síma 81829 á kvöldin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 63., 64. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á Skeifu v/Nýbýlaveg, þingl. eign Kristínar Viggósdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. mars 1983 kl. 10.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. URVALS 16 DAGAR • 27. MARS FÁIR VINNUDAGAR ÞÆGILEG DAGFLUG ÚT OG HEIM VINSÆLUSTU GISTISTAÐIRNIR Á MAGALUF OG NÝJA STAÐNUM Á ALCUDIA TRYGGÐU ÞÉR FAR STRAX! URVAL VIÐ AUSTURVÖLL Sí 26900 ...tíl dýrðar ..■"■'i. 11 fögru niaiiiilífi “ skyggnst inn í sögu þess merkilega leikhóps, Bread and Puppet Theater, er sýndi tvívegfs í Þjódleikhúsmu í vikunni Bread and Puppet Theater var stofn- að í New York fyrir röskum tuttugu ár- um af Þjóöverjanum Peter Schumann, en hann hafði flust til borgarinnar frá Miinchen árið 1960. Schumann þessi var myndhöggvari sem var orðinn leiður á kyrrstæðum myndastyttum í sýningarsölum og á söfnum. Hann átti orðið þá ósk heitasta aö megna aö lífga styttumar við, hreyfa þær og gefa þeim mál og tjáningu. Þess vegna sneri hann sér að leiklist- inni og vegna síns óvenjulega undir- búnings hlaut leiklist hans að verða mjög sérstæð og skera sig úr í fjöl- skrúðugum garði framúrstefnu- og til- raunaleiklistar sem einkenndi svo mjög allt leikhúslíf í New York á sjö- unda áratugnum. Og það er ef til vili af sömu ástæðu að Bread and Puppet Theater er einn af fáum leikhópum þessara ára, sem ekki hefur staönað. en hefur tekist að þróa sína list áfram, endurnýja sig og vinna nýjar lendur. Tilraunir í þakkompu Starf leikhópsins hófst með tilraun- um í þakkompu í Lower East Side- hverfinu og fyrstu sýningamar, sem byggðu á öllu mögulegu, allt frá ævin- týmm til nýjustu frétta dagsins, voru sýndar á götum úti og í kirkjum víðs- vegar um borgina. Árlegar uppfærslur á jóla- og páskasögnunum vom þá þeg- ar mikilvægur*hluti verkefnaskrárinn- ar. Jafnframt lét flokkurinn í ljós áhuga sinn á daglegum málefnum samfélagsins með því meðal annars að leggja til listræna túlkun á baráttumál- um hinna ýmsu mótmælaaðgerða, til dæmis varðandi kjörskrá, leiguokur og, stríðið í Víetnam, svo að eitthvaö sé nefnt. Við allt hið mikla undirbúningsstarf voru gjarnan notaðir sjálfboðaliðar og litla vinnustofan í þakkompunni var oft yfirfull af ánægðu fólki á öllum aldri, allt frá ungbörnum til gamalmenna, sem vann af kappi við að búa til grim- ur, leikbrúöur og annaö þesslegt eftir fyrirsögn Schumanns. Trúar/egir aiþýðuieikir 1 götusýningum og mótmælagöngum gegn Víetnamhildarleiknum voru iðu- lega notaðar leikbrúður sem voru allt upp í tíu metra háar. Þá viðaöi hópur- inn að sér tónlist úr ýmsum áttum, aðallega var þó leitað fanga í gamalli alþýðutónlist og fornri trúar- og kirkjutónlist. Á árunum 1962 til 1970 sýndi flokkur- inn nærri hundrað mismunandi leik- verk og voru meginviöfangsefnin stríðið, stjórnmálaástandiö og verk Góðar vörur Gott verð Enn á ný bjóöum við stórkostlegt úrval af þessum frábæru snyrtivörum í vor- og sumarlitunum 1983. Við kynnum Maybelline POT GLOSS í nýju vor- og sumarlitunum. Að sjálfsögðu erum við með hinn frá- bæra Dial-a-Lash maskara frá Maybelline sem þú stillir sjálf. Þaö er bylting í möskurum. Allir maskarar frá Maybelline eru í lofttæmdum umbúðum. Heildverslun Péturs Péturssonar SUÐURGÖTU 14, símar 21020 og 25101. DV. LAUG ARDAGUR 5. MARS1983. 23 Bandaríski leikflokkurinn Bread and Puppet Theater þykir einhver athyglisverðasti listflytjandi siðari ára. I vikunni hafði hann tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu við fádæma hrifningu leikhúsgesta. Bread and Puppet leikhópurinn er sagður eini frjálsi leikhópurinn frá þeim gróskumikla sjöunda áratug sem tekist hefur að lifa áfram og mót- ast og þroskast í stað þess að staðna. Hann er ávallt með eitthvað nýtt og ferskt á prjónunum, er þekktur fyrir að fara vægast sagt ótroðnar slóðir í verkefnavali sínu og hefur lengi verið brautryðjandi í nútíma listsköpun. Eftir félögum Bread and Puppet Theater er tek- ið hvar sem þeir koma. Meiriháttar listviðburður telst það vera að hann sýni á Islandi, og upplifunin að sjá hann að leik þykir enn meiri háttar. Við kíkjum á merkilega sögu þessa sérstæða leikhóps í orðun- um hér á eftir. -SER sem byggðu á ýmsum trúarlegum text- um og Biblíunni, enda minna sýningar flokksins um margt á trúarlega alþýðuleiki miðaldanna. Síöasta sýning Bread and Puppet í New York var „Cry of the People for Meat”, stórbrotið verk sem rakti sög- una allt frá sköpun heimsins til dauða ogupprisuKrists. Risastór kornhlaða að ein- kennilegu safni Árið 1970 fluttist Bread and Puppet Theater til Vermont og starfaði í fjög- ur ár sem staðarleikhús í Goddard College í Plainfield í tengslum við mannfræðideild þess skóla. En árið m--------------► Úr verkinu „Þrumuveður yngsta barnsins" sem leikhápurinn sýndi i Þjóðieikhúsinu tvhregis i vikunni við mikla hrifningu áhorfenda. 1974 var fjárhagurinn oröinn heldur bágur og skyldurnar við skólann og ná- grannahéruðin orðnar allt of miklar. Síðan þá hefur flokkurinn haft aðsetur og vinnustofur á sveitabæ í Glover í Vermont og þar hefur allt starfið og list flokksins fengið að mótast óháð öðru en þeim kröfum sem sýn lista- mannanna gerir. Brúðan bar að dyrum. Leikbrúður og grimur er sú umgjörð er einkennir leikverk Bread and Puppet Theater sem kann ekki að þykja skrýtið þegar iitið er tilþessað stofnandi ieikhópsins er fyrrverandi myndhöggvari. I Glover hefur risastórri kornhlöðu verið breytt í safn sem hefur að geyma mörg hundruð brúður og grímur í öll- um stærðum og gerðum. Safn þetta er opið allan ársins hring og er aögangur ókeypis. Önnur hús-eru vinnustofur, verkstæði, saumastofur og æfingaað- staða. 77/ að harma mæðu mann- anna Meginvinnan við leikbrúðugerðina fer fram að sumarlagi meö dyggilegri aðstoð sjálfboðaliða úr öllum stéttum og starfsgreinum; og þessir sjálfboða- liöar taka einnig gjörvan þátt í aðalviö- burði ársins hjá flokknum. Sá viöburð- ur nefnist „Our Domestic Resur- rection Circus” og er tveggja daga úti- hátíð til dýrðar fögru mannlífi og til að harma mæöu mannanna. Eru þar sýnd fjölmörg verk með tónlist, grimum og leikbrúðum. Leikflokkurinn ferðast nú orðið mik- ið, bæði innan- og utanlands. Hann skreppur reglulega yfir Atlantsála, til Evrópu, en hefur ennfremur komið fram í Norður-Afríku, Venesúela og fyrir sjónir andfætlinga okkar í Ástralíu. Ekki við eina fjöiina feiidur? Bread and Puppet Theater hefur unnið til margvíslegra verðlauna á leiklistarhátíöum í Frakklandi, italíu, Póllandi, Júgóslavíu og Hollandi, auk fjölmargra verðlauna og viðurkenn- inga í heimalandi sínu. Þess má að lokum geta að auk leik- sýninga sendir flokkurinn að jafnaði frá sér mikinn fjölda myndverka, bæði málverka, höggmynda og lágmynda og hefur haldið á þeim sýningar víða í Bandaríkjunum og í E vrópu. Baðstofan Breiðholti kynnir: Slendertone-nuddtæki Nýlega var kynnt her á neytendasíðunni nuddtæki sem ber heitiö Slendertone. Tækið er einkum ætlað til aö styrkja slappa voðva og er það viða notað á sjukrahúsum og endurhæfingarstofnunum erlendis til endurhæfingar eftir uppskurði, beinbrot og annað slíkt. Tækin eru byggð fyrir 3 linur, þau eru: fegrunarlína, til að fá betra lag a bkamann, íþróttalína, til að mýkja vöðva og hita þá upp og endurhæfingarlina. Augljóst var, þegar upphaflega var sagt fra þessu tæki, aö mikill áhugi er fyrir hendi hjá almenningi fyrir hverskonar nýjungum sem varða heilsurækt. Fólk spyr gjarnan: „Er eitthvert gagn af þessu? Horast maður? Er þetta dýrt?” En það er best fyrir alla aö dæma ut frá eigin reynslu. Mikið hefur verið skrifað um Slendertone i erlendum blöðum; hér á eftir fara þyddir kaflar úr þeim. SKRIF IJR ERLENDUM BLÖÐUM UM SLENDERTONE TÆKIÐ „Centre Therapeutique í Pans hefur verið með Slendertone í notkun i tvö og halft ar og segir i skýrslu þeirra aö Slendertone hafi komið til hjálpar í yfir 100 mismunandi sjúkdómstilfellum. Ennfremur segir í skýrslunni að nú sé eingöngu notast víð þrjár mismunandi aðferðir, a) Notkun Slendertone eingöngu, b) Slendertone með parrafin-krembaði c) Slendertone fyrst og leikfími a eftir. Lágmarksmeðferð er tvisvar i viku, sumir þurfa þo a daglegri Slendertone meðferð aö halda. Dr. med H.W. Pollack, þýskur læknir í Schramberg, hefur einnig ritað grein um reynslu sma í notkun Slendertone til lækninga. Hannskrifarm.a.: „Slendertone er alveg öruggt tæki þegar farið er eftir fyrirmælum framleiðanda. Til að fa fram meðalvöðvasamdratt ! þarf Slendertone aðeins hámarksstraum, 24 volt (sem er u.þb. 1/10 af straumi venjulegra heimilis- tækja). Þessvegna er tækið hættulaust, annars væri tækið ekki notað á veikt folk og ungabörn.” Að lita á sjálfan sig í spegli segir meira en að stiga á vigtina. Vöðvarnir slappast með arunum og flestum hrys hugur viö tilhugsunina um stanslausar þrekæfingar, svo ekki se minnst a retta mataræðið. Margar spurningar koma upp þegar minnst er á „áreynslulausar æfingar” í tæki sem þessu. Hér koma nokkrar þeirra algengustu, ásamt svörum við þeim. „Mun ég léttast við þessar areynslulausu æfingar?” Nei. Sumir notendur telja sig þó lettast og er líklega þar um aö ræða sálfræöilega þætti. Vöxturinn lagast, slappir vöðvar verða stinnari og þá eykst áhugi margra a að neyta hollrar fæðu og huga meira að likamsbyggingunni. „Eg hef nýlega fætt barn, getur Slender- tone hjálpaö mér við að fá stinna maga- vöðvaaftur?” Ja. Aöferðin er arangursrik og fljotvirk. „Eg er komin yfir 50 ara aldur, er eitthvert gagn fyrir mig að nota shkt tæki? ” Tækið hefur sömu áhrif a alla aldurshopa. „Hve oft þarf ég að fara í þessa meðferð til að sja einhvern arangur?” Yfirleitt sést einhver arangur eftir fyrsta skiptið, en hann fer mikið eftir astandi vöðvanna þegar byrjað er. Hamarks- arangur næst þó eftir 4—8 vikna þjalfun. Verðið er 1200 kr. fyrir 10 skipti. Innifaliö er ljós, gufubað, heitur pottur o.fl. Baðstofan Breiðholti Þangbakka 8. — Sími 76540. 0DYR í þessari 15 daga páskaferð í sólskins- og skemmtanalífsparadísina á Mallorka eru aðeins 8 vinnudagar. Búið á glœsilegu og vinsælu íbúðahóteli, TRIANON, alveg við hina vinsælu Magaluf-baðströnd. Allar ibúðir með sólsvölum út að ströndinni móti sól. Svefnherbergi og stofur vel búnar húsgögnum, flísalögð böð og vel búin eldhús með öllu tilheyrandi. Lyfturnar ganga beint niður á sund- laugarsvæðið þar sem einnig eru barir og léttar matarveitingar. Sérstök barnasundlaug. Af sundlauga- og sólbaðssvæði byggingarinnar er gengið beint út í sandinn (þarf ekki einu sinni að fara yfir götu). PASKAFERÐ TIL MALLORKA Brottför 30. mars — heimflug 13. apríl — 15 dagar. Verð frá kr. 11.700. AÐRAR FERÐIR OKKAR: KANARÍEYJAR, alla þriðjudaga LANDIÐ HELGA: PÁSKAFERÐ 29. MARS NOTIÐ FJÖLSKYLDUAFSLÁTTINN OG TAKIÐ BÖRNIN MEÐ í SÖLINA PANTIÐ STRAX ÞVÍ PLÁSSIÐ ER TAKMARKAÐ /^lirtour (Flugferöir) Aðalstræti 9, 2. hæð, simar 10661 og 15331.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.