Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Qupperneq 25
DV. LAUGARDAGUR5. MARS1983. 25 Sigurvegari á stórmeistaramótinu í Linares á Spáni Boris Spasskí, fyrr- verandi heimsmeistari. 21. f4 Bd4 22. Dd3 a5 23. Dh3 f5 24. Hhel 24. — Rb4 Þar með hefur Spasskí kórónað meistaralega vel teflda skák. Svarturhótar25. — Rxc2mát! og 25. — Bxc3 26. Dxc3 Da2 mát. Hvítur verður því að taka riddarann en þá er skammt að bíöa lokanna. 25. axb4 axb4 26. Ra4 Ha7 27. Db3 c4 28. Da2 Hba8 29. exf5 Hxa4 og hvítur gafst upp. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af skákkeppni stofnana hér heima og virðist stefna í sigur Búnaðarbank- ans í keppninni. Hefur bankinn hlotið 15 vinninga en Ríkisspítalar og Utvegsbankinn hafa 13 1/2 vinning. I næstsíðustu umferð tefla saman sveitir bankanna tveggja og er ljóst að Utvegsbankamenn verða að taka á honum stóra sínum ef þeim á að takast að velta landbúnaðarmönn- unum úr sessi. enn ekki skráö sig, minntir á aö skrá sig hjá formanni s. 72876 eða öðrum stjórnarmanni í síöasta lagi á mánu- dagskvöld. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Mánudaginn 28. febrúar hófst 4ra kvölda barómeterkeppni meö þátttöku 26 para. Staða 10 efstu para eftir 6 um- feröir: 1. Ragnar Þorsteinss.-Helgi Einarss. 106 2. Viðar Guðmundss.-Pétur Sigurðss. 86 3. Ragnar Björnss.-Þórarinn Árnason 51 4. Hannes. Ingib.-Jónína Halldórsd. 50 5. Ragnar Jónss.-Úlfar Friðrikss. 47 6. Hermann Samúelss.-Ari Vilbergs. 45 7. Ingólfur Lillendahl-Kristján L. 43 8. Sigurl. Guðjónss.-Þorst. Erlingss. 39 9. Stefán Ólafss.-Valdimar Eliass. 31 10. Hermann Ólafss.-Gunnl. Þorst. 20 Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðastliðið mánudagskvöld lauk firmakeppni félagsins og eru úrslit þessi: Stig 1. Bæjarsj. Hafnarf. Einar Sigurðss. 1X1 2. Hampiðjan Guðni Þorst. 110 3. Félagsb. Setb.Friðþj. Ebiarss. 103 4. Blómab. Burkni Jón Sigurðss. 101 5. -6. Hörður Þórarinss. 100 5-6. Bakhúsið Jón Pálmas. 100 7.-8. Hafnarsj. Oskar Karisson 99 7.-8. Lýður Bjömss.Kristófer Magnúss. 99 Urslit úr einmenningnum voru þessi: 1. Einar Sigurðss. 208 2. Guöni Þorsteinss. 206 3. Hörður Þórarinss. 197 4. Bjöm Eysteinsson 195 5-6 Ragnar Halidórss. 192 5-6. Jón Pálmas. 192 Næstkomandi mánudagskvöld hefst barómetertvímenningur. Spilarar eru beönir um að mæta tímanlega. Frá Bridgefélagi Sauðárkróks Nýlega er lokið sveitakeppni félags- ins. Spilaðir voru 32ja spila leikir, einn leikur á kvöldi, svo aö allir spiluðu við alla. Hefur keppnin staðið sjö síðustu miðvikudagskvöld. Átta sveitir tóku þátt í keppninni. Röðefstusveita: stig Sveit Smári 131 Sveit Einars Svanssonar 107 Sveit Stubbur 77 Sveit Hauks Haraldssonar 76 í byrjun mars verður haldin aðal- tvímenningskeppni f élagsins og verður það tveggja kvölda keppni. Spilað verðurí Bifröst. Nú nýlega stofnuðu nemendur Fjöl- brautaskólans bridgeklúbb, svo að sýnt er að áhugi fyrir bridge er mikill umþessarmundir. Bridgefélag Hornafjarðar 1983 Eftir 2 umferðir er staðan: Stig 1. Svcit Björas Gíslasonar 30 2. Sveit Áma Stefánssonar 28 3. Sveit Skeggja Ragnarss. og yfirseta 19 4. Svcit Svövu Gunnarsdóttur 19 5. Sveit Jóns Gunnarss. 13 6. Svcit Jóh. Magnúss. 7 7. Sveit H. Tryggvasonar 4 Að öllu óbreyttu, veröur keppni 4- félaga TBK-BA-BF-BH- haldin á Höfn Hornafiröi 22.-23. apríl nk. Eins og áður keppa þar 6 sveitir frá hverju félagi, eða um 100 spilarar alls, og er þetta með stærri samkundum bridge- manna hérlendis. EKKERT GERT AF VITI Utan úr heimi bárust þær fréttir fyrir skömmu aö sú þjóð sem lenti í fyrsta sæti í kjaftæði á Norðurlanda- ráðsleikunum í Helsinki hefði oröið í neðsta sæti i sömu grein á Norður- landaráðsleikunum í Osló á dögunum og töluðu af okkar hálfu ekki nema 3—4 menn og mun þaö slakari árangur en náðist í Samnorrænu sundkeppninni þegar hún var haldin í vatnsbóli Hafn- firðinga forðum daga. Eg verð að segja það eins og er að þessar fréttir komu mér mjög á óvart því aö ég hef hingað til haldið að á slíkum þingum gerðu menn eitt- hvað af viti, enda var búið að ljúga því að mér að á þeim stunduðu menn kappdrykkju um nætur og svæfu svo úr sér vímuna í ráðstefnusalnum daginn eftir en hins vegar dytti engum í hug að segja neitt nema þá óvart eða upp úr svefni og var það talið afsakanlegt. En svona geta fréttir verið óáreiðanlegar í mörgum tilvikum og ekki nema von að fólk fari að trúa varlega því sem sagt er við það, jafn- vel þótt í hlut eigi grandvarir menn eða grandvör blöð sem hafa orðið uppvís að því að skrökva til um mánaðardaga sem getur komið sér illa, sérstaklega í kosningum. íslensk þing Sem betur fer eru ekki öll þing haldin í útlandinu, sum eru haldin í Reykjavík og á þeim er ekki aldeilis þagað enda menn á heimavelli og kunna þar að auki miklu betri skil á húsdýrum og bjargráöasjóðslánum en efnahagsmálum og friði í heiminum. Bændur hafa alla tíð vitaö miklu betur en aðrir menn hve mikið er hæfilegt að framleiöa af kindakjöti og mjólk og veit ég ekki betur en út- reikningar þeirra hafi staðist í öllum meginatriðum en þrátt fyrir það, eins og bændur hafa margoft bent á, sveltur fólk heilu hungri víða um heim og þess vegna varð ég verulega ánægður þegar ráðherra lýsti því yfir nýveriö að framleiðsla í hefð- bundnu búgreinunum mætti ekki dragast meira saman. Við skulum ekki gleyma því að landbúnaður er elsti atvinnuvegur landsins og að sauðkindin hélt lífi í þjóðinni á meðan hún eyddi skógun- um milli f jalls og f jöru og þótt hún sé Háaloftið Benedikt Axelsson nú langt komin með að gera landið örfoka veröum viö aö minnast þess að hrossin aðstoða hana viö þetta þótt þau séu ekki brúkuð lengur og hér um bil eingöngu notuð til aö skreyta landslagið. Einnig er okkur hollt að minnast þess að íslensk menning varð til í sveitum löngu áður en þorp fóru að myndast og hvar værum viö stödd í menningarlegu tilliti ef Bergþórs- hvoll hefði ekki brunnið sællar minningar og Gunnar ekki snúið aftur? Svona gæti ég haldiö áfram enda- laust en þaö sem skiptir kannski mestu máli er þaö að við eigum ægi- fagurt land með alveg gríðarlega löngum gaddavírsgirðingum sem er óhemju gaman að skoða ef maður er nógu kloflangur. En það gagnar okkur litið sem erum í lágu launaflokkunum og höfum ekki farið á logsuðunámskeið að eiga þetta fagra land því að nú er bensín orðiö svo dýrt að þótt við hefðum efni á að kaupa okkur bíl er vafasamt að við gætum keypt á hann meira bensín en svo að það entist okkur inn að Elliðaám og þangað getur maður gengið ef því er að skipta. Þegar hringvegurinn var opnaður fagnaði þjóöin merkum áfanga í vegamálum en síðan þá hefur lítiö verið gert í þessum efnum nema byggja brú yfir Borgarfjörðinn en þrátt fyrir það skil ég ekki hvers vegna tilvonandi þingmenn lands- byggðarinnar ætla allir að setjast á Alþingi í þeim tilgangi einum að laga vegina í stað þess að fá sér einfald- legavinnuá veghefli. En vegakerfi eins og það sem við búum við hefur þó sína kosti því aö menn sem hafa gaman af því aö skemma bílana sína og kalla það að ralla segja að hvergi í heiminum séu ák jósanlegri skilyrði en hér til þeirra hluta. Af því tilefni hefur Frans- maður nokkur látið þau boð út ganga um allan heim að í sumar verði haldin keppni á hálendi íslands í gróöurskemmdum og ööru sem tilheyrir akstri í ''iökværnri íslenskri náttúru. Vafalaust fær ;.á franski leyfi til að halda rallkeppnina því að það væri móðgun viö siömenninguna í heiminum ef he.nn yröi settur skör lægra en sauðki.idur og hross. Kveðja Ben Ax. Þróun íslenskra þjóðmála í Ijósi stefnu Sjálfstæðisflokksins Landsmálafélagíð Vörður heldur ráðstefnu laugardaginn 5. mars kl. 13.15 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Rætt verður um þróun íslenskra þjóðmála í Ijósi stefnu Sjá/fstæðisflokksins. Eftir framsöguerindi verða hringborðsumræður og síðan almennar umræður. Efni: Sjálfstæði sveitarfélaga og va/ddreifing — Skattheimta á íslandi og hlutur hins opinbera — Stjórn peningamála og lána- markaður — Atvinnumál — Utanríkismál og viðskiptatengs/. Allt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins velkomið í Valhöll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 5. mars kl. 13.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.