Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR 5. MARS1983. DV kynnir Nott s County Sterk v örn á Meatlow Lane Paul Hooks. NOTTSCOUNTY Notts County var stofnað ár- ið 1862 og er því elsta félagið í ensku knattspyrnunni nú. Segja má að gengi félagsins í deildarkeppninni hafi ekki ver- ið gott á undanförnum árum og kemst félagið neðst í því þegar það lék um 7 ára skeið í 4. deild. En árið 1969 tók Jimmy Sirrell við stjórn félagsins og kom hann liðinu á f jórum árum frá 4. deild og upp í 2. deild, 1975 sagði hann upp störfum hjá félaginu til aö taka við stjórn Sheffield United en þar gekk allt á móti honum og var hann rekinn þaðan tveim árum Leikmenn Notts County Raddy Avramovic (Júgóslavía) Markvöröur, hóf feril sinn meö júgóslavneska félaginu NK Rijeka og lék meö því allt þar til Notts County festi kaup á honum áriö 1979 fyrir 200.000 pund. Hefur leikiö 140 deildarleiki fyrir Notts County. Ekki vitað hve marga leikifyrir NK Rijeka. Tristan Benjamin Hægri bakvörður, kemur úr ungl- ingaliðinu og vann sér fljótt sæti í aðalliði, þá sem miðvörður, en var færður aftur í stöðu bakvarðar fyrir nokkrum árum og hefur leikið þar síðan. Hef ur leikið 196 deildarleiki. Nigel Worthington (Norður-tvland) Vinstri bakvörður, hóf feril sinn hjá n-írska félaginu Ballymena Utd. en var seldur til Notts County sumarið 1981 fyrir 10.000 pund og síöan átti County að greiða 30.000 pund þegar hann hefði leikið 30 leiki með aöallið- inu sem hann hefur nú gert. Hefur leikið 33 deildarleiki. David Hunt Miðvallarspilari, hóf feril sinn hjá Derby County en gekk illa að vinna sér sæti í aðalliði og var þá seldur til Notts County þar sem hann hefur verið fastamaður í liðinu um nokk-, urntíma. Hefur leikið 186 deildarieiki fyrir Derby County og Notts County. BrianKilcline Miðvörður, kemur úr unglingaliði félagsins og vann sér fljótt sæti í aðalliði enda sterkur miðvörður og hafa mörg hinna stóru félaga sýnt honumáhuga. Hefur leikið 119 deildarleiki. Pedro Richards Miðvörður, kemur úr unglingalið- inu og er sá leikmaður sem hefur lengst spilað með liðinu nú. Er ákaf- lega mikill baráttuleikmaður. Hefur leikið 293 deildarleiki. John Chiedozie (Nígería) Sóknartengiliður, hóf feril sinn hjá Orient og varð fljótlega besti leik- maður þeirra, en sumarið 1981 var hann seldur til Notts County fyrir mestu upphæð sem félagiö hefur' borgað, eða 600.000 pund. Stjórnar sóknarleik Notts County og er talinn með fljótustu leikmönnum á Eng-' landi. Hefur leikið 203 deildarleiki fyrir Orient og Notts County. Justin Fashanu Miðframherji, hóf feril sinn hjá Norwich City, þar sem hann varð fljótlega þeirra aðalmarkaskorari. Oskaði eftir að verða seldur þegar f é- lagið féll i 2. deild og var hann þá síðar og bauðst honum þá ný staöa framkvæmdastjóra hjá Notts County. Og leiddi hann félagið upp í 1. deild vorið 1981 og voru margir sem spáðu félaginu falli í 2. deild strax á næsta keppnistímabili, en það hefur ekki orðið ennþá. Félagið hefur talsvert fallið í skuggann af öðru liði frá Nottingham, þ.e.a.s. Forest, sem hefur unnið marga titla á undanförnum árum en eini markverði titillinn sem Notts County hefur unnið er enski bikarinn árið 1894. Leikkerfi Notts Couhty er byggt upp í kringum sterka vörn þeirra enda hefur liðið ekki yfir að ráða það mörgum snjöllum leikmönnum að það geti leikið sóknarleik. Leik- kerfið er 4—4—2 og er því stól- að mjög á miðjumenn liðsins, að þeir mati framherjana nægilega mikið. Hefur þetta leikkerfi gefist liðinu vel það sem af er keppnistímabilinu og er það trú mín að f élagið nái að halda sæti sínu í deildinni. Hjörtur Harðarson «áS",iííf'",*-»'.fi5?,,'»í!i »ii m « ¦-- *HSa, '* -. »r.,. kim 'li.,, Ö.Hí' •••*»». '•»-¦¦ ¦¦* ¦¦ mm>- % |- » »t«w«a»íí „ f' t •***Tn«r»* «. !. ....• •*¦«¦»« -*< í-ílí. :HB*•• »***»*. *»* fffwir " «•*»•«»«*»• WWi&Mismsm • Iain McCulloch, markaskorarinn niikli, sést hér fagna marki gegn Manchester United. keyptur til Nottingham Forest fyrir 1.000.000 punda, en honum gekk itla að vinna sér sæti í Forést-liðinu auk þess sem þeim Brian Clough kom illa saman. Var keyptur til Notts County fyrr í vetur fyrir 150.000 pund og hefur skorað mörg ijnörk fyrir liðið siðan. Hefur leikið 142 deildarleiki fyrir Norwich City, Nottingham Forest, Southampton (að láni) og Notts County. lain McCulloch Miðframherji, hóf feril sinn hjá Kilmarnock en var seldur til Notts County árið 1978 fyrir 80.000 pund og hefur hann verið helsti markaskor- ari liösins síöan. Hefur leikið 286 deildarleiki fyrir Kilmarnock og Notts County. Mark Goodwin Miðvallarspilari, hóf feril sinn hjá Leicester City og var fastamaður í liði Leicester sem vann 2. deildina árið 198G en missti stöðu sína i liðinu og var þá seldur til Notts County fyrir 50.000 pund. Hefur leikið 162 deildarieiki fyrir Leicester City og Notts County. Gordon Mair Sóknartengiliður, kemur úr ungl- Jimmy Sirrel Framkvstjóri félagsins er Jimmy Sirrell og hóf hann feril sinn sem leikmaður meö skoska félaginu Celtic eítir seinni heimsstyrjiildina. Þaðan lá leið hans til Bradford Park Avenue, Brighton, og síðan Aldershot þar sem hann gerð- ist þjálfari eftir aðt ferli hans sem leikmanns lauk. Arið 1965 gerðist hann fram- kva'mdastjóri Brentford og stjórnaði hanii liðinu næstu 4 árin að hann tók við stjórn Notts County og leiddi þá upp í 2. deild. Arið 1975 sagði hann upp starfi sinu og tók við fram- kvæmdastjórn hjá Sheffield L'nited sem þá lék í 1. deild. var rekinn frá félaginu árið 1977 og tók hann þá aftur við fram- kvæmdastjórn Notts County og vann liðið undir hans stjórn sér sæti í 1. deild árið 1981. Jimmy Sirréll er einn elsti fram- kvæmdastjórinn á Englandi í dag og er talið að hann muni láta af störfum bráðlega til að ;efa vniíri manni tækifæri. • GordonMair. Þeireru farnir frá Meadow Lane Þeir leikmenn, sem hafa leikið með Notts County en leika nú með öðrum 1. og 2. deildarliðum, eru: Dave Watson, Stoke, Ian Bolton, Watford, Eddie Kelly, Leicester. Justin Fashanu — tók fram skotskóna þegar hann hóf að leika með Notts County.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.