Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIOSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 LAUGARDAGUR 5. MARS 1983. Fjölmiðlakönnun kynntígær: DV RYFUR EINOKUN MORGUNBLAÐSINS DV er aö rjúfa einokunaraöstöðu Morgunblaösins á íslenskum dag- blaöamarkaöi. Þetta kemur fram í fjölmiölakönnun Sambands íslenskra auglýsingastofa, en könnunin var kynnt á blaöamannafundi í gær. Hagvangur hf. vann könnunina sam- kvæmt tvö þúsund manna úrtaki úr þjóöskrá. Könnunin sýnir aö nú mun- ar litlu á þessum tveimur stóru keppinautum á blaöamarkaönum. Samkvæmt könnuninni er Morgun- blaöiö lesiö af 69,83% þjóöarinnar en DV af 64,17% þjóðarinnar. Svipað giidir um helgarútgáfur þessara tveggja blaða. 73,71% þjóðarinnar lesa helgarútgáfu Morgunblaðsins en 68,36% helgarblaö DV. Önnur blöð erulangtaðbaki. Flestir þeirra sem eru á aldursbil- inu 20—34 ára lesa DV eða 64,77%. Næstflestir á þessu aldursbili lesa Morgunblaðiö. Þetta er sá hópur sem er aö stofna eða hefur nýlega stofnað sitt heimili. Morgunblaðið hefur aft- ur á móti vinninginn meöal þeirra sem eru komnir yfir fimmtugt, en DV fylgir þar næst á eftir. DV er langmest lesið allra blaða meðal fólks í sjávarútvegi. Svipaður fjöldi fólks í iönaði les DV og Morgunblaðið. Flestir í opinberri þjónustu lesa Morgunblaðið, en DV kemur næst. I landbúnaði lesa flestir Tímann en DV fylgir á eftir. DV er mest lesið blaða í kaupstöð- um landsins. Morgunblaöiö fylgir þar á eftir. Á höfuðborgarsvæðinu er Morgunblaðiö mest lesið en DV fylg- ir á eftir. I dreifbýli er Tíminn mest lesinn en DV kemur þar á eftir. -JH Könnunin skýrðábls.4. er nanar Ottó Ólafsson hjá Gylmi, Krístín Þorkelsdóttir hjá Auglýsingastofu Kristinar og Gunnar Steinn Páls- son hjá Auglýsingaþjónustunni glugga hór i skýrsluna og leita svara við spurningum blaða- manna. DV-mynd: GVA SENDIRAÐSBILAR VORU STÖÐVAÐIR Dýpkunarskipið Grettir: Sökk út af Garðskaga Bandarisk sendiráösbifreið var, að tilmælum lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli, stöðvuð við Arnarneshæðina af Kópavogslögreglunni um klukkan þrjú í gærdag. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli var verið að kanna hvort viðkomandi sendiráðs- starfsmenn hefðu heimild frá yfirmönnum sendiráðsins til kaupa á tollf rjálsum varningi á Keflavíkurflug- velli. En slík heimild er nauðsynleg. I ljós kom að sendiráðsstarfsmenn- irnir voru ekki með slíka heimild þrátt fyrir að þeir hefðu keypt vörur á Kefla- víkurflugvelli og verið heimilað að f ara í gegnum liliðið. 1 framhaldi af þessu voru tvær bandariskar sendiráösbifreiðir stöðv- aðar síöar í gær í hliðinu og sendiráðs- starfsmenn beðnir um heimildina. Einnig þeir höfðu hana ekki. Itrekað var við sendiráðsstarfs- mennina að þeir yrðu að hafa þessa heimild og í framhaldi af því var þeim leyft að fara ferða sinna. -JGH Dýpkunarskipið Grettir sökk um fimmtán sjómíliir norður af Garð- skaga um klukkan þrjú i gærdag. Varðskipið var með Gretti ásamt prammaítogi og varveriðaðdraga sMpíð f rá Hafnarfirði tii H úsa viku r. Lagt var af stað frá Hafnarfirði um klukkan fimm i fyrradag. Þegar skipta voru stödd um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga, um klukk- an fliam í gærmorgun, slitnaði taug- ta á milli prammans og Grettis. Stuttu siðar tók Grettir að hallast og hvolfdisíðan. Var hann dreginn þannig þar til skipin voru stödd 15 sjómílur norður af Garöskaga klukkan þrjú í gærdag aðGrettirsókk. Grettir kom ttl landsins árið 1977 er hann leysti gamla Gretti af hólmi. Að sögn Aðalsteins Júlíussonar vita- og hafnamálastjóra var Grettir aðfullutryggður. -JGH Kapalkerfi fái leyfí — þingmenn úr þremur f lokkum leggja slíkt til „Alþingi skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir að þau fjölmörgu kapalkerfi, sem nú eru starfandi víðsvegar um landiö, fái leyfi til áframhaldandi starfsemi í samræmi við túlkun gildandi laga." Þannig hefst þingsályktunartil- laga sem Albert Guðmundsson og fleiri þingmenn hyggjast leggja fram. Síðar í tillögunni stendur: „Ríkis- stjórnta skipi jafnframt nefnd fimm manna sem hafi eftirlit með starf- semi kapalstööva, þar til önnur skip- an er ákveðin með lögum.'' Á meðal þeirra sem skrifað hafa undir tillöguna (sem flutningsmenn, auk Alberts, eru Halldór Blöndal, Pétur Sigurðsson, Friörik Sophus- son, Guðmundur G. Þórarinsson og Karl Stetaar Guönason. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.