Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Qupperneq 1
DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 55. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — MANUDAGUR 7. MARS 1983. Stuðningsmannakjarni forsætisráðherra vill sérframboð: Skorað á Gunnar innan flokksins „Það er ekki leyndarmál, aö í hópi þó nokkuð margra stuöningsmanna Gunnars Thoroddsen, sem mest hafa unnið með honum síðustu árin, geng- ur undirskriftalisti með áskorun til hans um aö bjóöa sig fram á sérlista í þingkosningunum í vor,” sagöi Benedikt Bogason verkfræðingur í samtali viö DV í morgun. „Við vitum að afskaplega margir einstaklingar hafa haft samband við Gunnar undanfarið með sams konar áskorun. Okkur fannst því rétt að Gunnar fengi aö vita hug okkar og að við erum tilbúnir í slaginn. Líkurnar eru þannig í pólitíkinni Frá ráðstefnunni um stefnuskrá kvennalista á Hallveigarstöðum í gær. DV-myndS. Kvennalisti á Reykjanesi — stofnuð verða landssamtök kvennalista Kvennalisti veröur boöinn fram í Reykjaneskjördæmi í næstu al- þingiskosningum. Þaö var sam- þykkt á ráöstefnu um stefnuskrá kvennalista sem fram fór á Hall- veigarstöðum í gær. Konur á Akur- „eyri hafa ekki enn tekið ákvörðun um framboð en búist er við aö það verði gert síðar í þessari viku. Á fundi á Akureyri á laugardag var samþykkt ályktun um aö vinna áfram aö undirbúningi kvennalista á Norðurlandieystra. Á ráðstefnunni um stefnuskrá kvennalista voru rædd drög frá Kvennalistanum í Reykjavík. Voru umræður um ýmsa málaflokka stefnuskrárinnar en síðan var stefnuskrárnefnd falið að vinna að úrvinnslu. Hún mun síðan leggja fram stefnuskrá næsta sunnudag. Þá hefur verið boðaður stofnfundur Samtaka um kvennalista, sem veröa landssamtök allra þeirra fé- laga sem standa að framboði kvennalista í næstu alþingiskosn- ingum. ÓEF að okkur finnst full þörf fyrir Gunnar í forystu á Alþingi. Og þá er óumdeilanlega sterk óánægja meðal fólks í Sjálfstæðisflokknum og vitað að margir ætla ekki að kjósa lista flokksins, ætla ýmist að kjósa ekki eða jafnvel aðra lista. Þetta fólk bíð- ur eftir ákvörðun Gunnars.” HERB íslandhéltsæti sínu í B-keppninni — sjá íþróttir bls. 21-28 Hægrísveifla íV-Þýskalandi ogFrakklandi — sjá bls.8-9 Laser- plötuspilarar tilíslands — sjá bls.4-5 Staðiðástólum áárshátídBÚR — sjá Sviðsljós bls. 45 Fjórar þyrlur á hópslysaæfingu við Hafnarfjörð -sjábls.2-3 Leikhúsin íHafnarbíói: Fá mánaðarfrest „Þetta kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við hefðum aldrei fariö út í að setjá þama upp leikhús ef við heföum vitaö þetta,” sagði Þórir Steingrímsson, einn af forsvars- mönnum Revíuleikhússins. Þaö er einn af þrem leikhópum sem sýnt heíur í Hafnarbíói. Leigusamn- ingur um húsið rann út núna um mánaðamótin og til stóð að rífa húsið þá strax. Á fundi meö eigendum hússins í gær var leikhópunum hins vegar gefið tækifæri á aö sýna í mán- uð í viðbót og leita sér að húsnæði á meðan. „Okkar leigusamningur er til 10. apríl og við treystum alveg á það að fá húsiö áfram. En Jón Ragnarsson, sem leigir húsið og endurleigir Alþýöuleikhúsinu, sem aftur leigir okkur, hafði ekki látið skilaboð um uppsögn á húsinu ganga rétta boö- leiö. Eigendumir vilja hins vegar allt fyrir okkur gera. Við erum skotin í nokkrum húsum sem hentað gætu starfi frjálsra leikhópa. Við trúum ekki ööru en að eigendur þeirra taki málið til vandlegrar íhugunar í ljósi breyttra aðstæðna,” sagöi Þórir Steingrímsson. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.