Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. Laser-plötuspilarar: Algerbylting á sviöi hljómtækni — hægt að tengja þá við allar venjulegar hljómtækjasamstæður Hollenska fyrirtækið Philips og japanska fyrirtækið Sony hafa í sam- einingu hannaö nýja gerö af plötu- spilurum sem talið er aö eigi eftir að valda algerri byltingu á sviði hljóm- tækni. I stað gömlu nálarínnar í venju- legum plötuspilurum er það laser- geisli sem nemur hljóðiö af plötunni í nýja plötuspilaranum. Þar með eru suð og önnur aukahljóð vegna rispa og ryks alveg úr sögunni. Hljómurinn kemst því til skila hreinn og tær og aö sögn sérfróðra er munurínn á hljóm- gæðum milli gamla og nýja plötu- spilarans ótrúlegur. Þessi nýja tegund af plötuspilurum er hönnuð meö tilliti til þess að hægt sé að tengja þá við allar venjulegar hljómtækjasam- stæður. Því miður verður ekki hægt að spila venjulegar hljómplötur á þessa nýju plötuspilara. Fyrir þá hefur veriö gerð ný tegund af plötum sem eiga eftir aö valda jafnmikilh byltingu á sínu sviði og talið er að plötuspilararnir valdi á sínu. Þessar plötur eru aöeins 12 senti- metrar í þvermál og tónlistin er aðeins grafin öðrum megín á þær. I stað rása á venjulegum plötum er tónlistin á hinum nýju plötum í formi þúsunda örsmárra merkja sem lasergeislinn les og breytir í tónhst. A þessa einu plötuhliö kemst fyrir allt að klukkustundar tónlist. Platan er 1,2 millimetrar á þykkt og húöuð með glæru plasti til hlífðar. Það gerir það að verkum aö tóngæöin eru óháö rispum, ryki, fingraförum og öðru sUku sem hreUt hefur tónhstarunn- endur í gegnum árrn. Ekki kemur heldur aö sök þó plötuspilarinn hristist á meðan plata er spduð, nema um stór- felldar barsmíðar sé aö ræða. Plötu- Hin nýja hijómpiata i eðiiiegri stærð. Hún er húðuð með giæru piasti og spilarinn er ónæmur fyrir endurómun þoiir aUs kyns hnjask ón þess að hljómgæðin biði skaða af. wm Birgir Örn Birgis, verslunarstjóri hjá Heimilistækjum hf., stingur hér nýju hljómplötunni í nýja laser-plötu- spilarann. „Þetta er alger bylting i tóngæðum, "segir hann. • The ntw Sound btpenei • lœeóeom œod-oyf hoofec *>&ar irót Pr°9r**T*ring og því óhætt að hafa hann ofan á hátalara eða nálægt þeim. Fjöldaframleiðsla á þessum nýju plötuspilurum hófst 1. mars síöast- liðinn og talið er að það líði nokkur ár þangað til þeir seljist meira en gömlu riálaplötuspilaramir. Alls eru það 37 framleiðendur víös vegar um heim sem hafa fengið leyfi til að fram- leiða nýju plötuspilarana. Til að byrja með verður verðið á þeim nokkuð hátt eða um 36 til 37 þúsund íslenskar krónur. Það mun þó fara lækkandi eftir því sem framleiðsla eykst. Nýju plöturnar eru enn sem komið er aðeins framleiddar af tveimur fram- leiðendum, einum evrópskum og einum japönskum. A þessu ári er áætlaö að um 500 titlar verði fáanlegir á nýju plötunum. Verðiö á plötunum mun til að byrja með verða um 30 af hundraði hærra en er á hljómplötum í dag. -SþS Nýju plöturnar: Fyrstu sýnishornin koma á næstu vikum — segir Ólafur Haraldsson hjá Fálkanum „Við fáum fyrstu sýnishornin af þessum nýju plötum á næstu vikum,” segir Ölafur Haraldsson hjá Fálkanum, en Fálkinn hefur umboö hérlendis fyrir Polygram sem eru þeir einu sem hafa hafiö framleiðslu á þessum nýju plötum í Evrópu. „Það er óvíst hvert verðið verður á plötunum, en ég gæti trúað að þær yröu um 30 af hundraði dýrari en venjulegar hljómplötur. Sala á þessum tækjum og plötum er að hefjast í Evrópu núna og ég held að það séu fimm til tíu ár þangað til þessar nýju plötur ná yfirhöndinni á markaðnum. Við munum aö sjálfsögðu haga innflutn- ingi okkar á þessum plötum eftir eftir- spurninni hérlendis,” segir Olafur Haraldsson. -SþS Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði PÓSTMEISTARIALÞINGIS Svarthöfði hefur á vissan hátt bor- ið hlýjar tiifinningar til Vilmundar Gylfasonar. Hann getur verið hægur í viðmóti og kurteis og inn á milli ómótaöra skoðana hans um þjóðfé- lagið, sem meira mótast af lestri bóka en praktískri reynslu, glittir í skynsamlegar hugmyndir. En heim- ur bókanna er oft f jarri hinu daglega lifi. Og Vilmundur hefur ætlað sér um of, hugmyndirnar um baráttuna gegn spillingu náðu aðeins að hluta- félögum Alþýðuflokksins, en aldrei til þeirra, baráttan gegn spilltum embættisveitingum aðeins til ann- arra flokka, og sjálfur skipaði hann þrjá menn í embætti, þar af tvo flokksbræður sína og bjó til sérstakt embætti handa öðrum þeirra, þegar hann haföi failið út af þingi. En Vilmundur lét stór orð falla, og nú eru þau farin að koma til baka eft- ir Iögmálum búmerangsins í höfði hans. 1 síðustu viku sagði hann sig úr þingnefndum, sem hann hafði verið kosinn i fyrir tilverknað Alþýðu- flokksins, þegar Eiður Guðnason sagði að seta hans þar væri lögleg en siðlaus. Og í sömu vikunni munu forsetar þingsins hafa sett reglur um hámark þeirra frumvarpa sem þingmenn geta sent stuðningsmönnum sínum á kostnað Alþingis. Mega þingmenn nú ekki senda „nema” fimm hundruð eintök af hverju frumvarpi. Það svarar til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn gæti sent 11.500 eintök af helstu frumvörpum þingmanna sinna vítt og breytt um landið sér að kostnað- arlausu en úr sjóðum skattborgara. Og þar sem hvert bréf með prent- máli kostar fjórar krónur kostar hver sending þingmanns um 2000 krónur. Þá á eftfr að reikna með kaup starfsmanna þingsins við að setja frumvörpin i umslög og skrifa utan á þau og svo prentunarkostnað þeirra. Þmgmenn hafa haft viss fríðindi i gegnum árin. Það hefur verið viður- kennt að þeir bera vissan kostnað af störfum sínum, sem erfitt er að meta til f jár og þess vegna hafa þeir getað sent út bréf og hringt á kostnað Al- þingis. Og þótt sú sparsemi ráði ekki ríkjum, sem fékk þingfararkaups- nefnd til þess á sínum tíma að neita að greiða farseðil Holgeirs Clausen á fyrsta farrými, þar sem hann hefði getað farið á öðru, þá má á milli vera að fá aðstoð við bréfasendingar í hófi eða reka flokk sinn alfarið á kostnað Alþingis. Að minnsta kosti hefði eitt- hvað verið sagt af einhverjum, ef í Ijós hefði t.d. komið að formaður Kröflustjórnar hefði sent stuðnings- mönnum sínum bréf í hundraða tali í viku hverri á kostnað Kröfluvirkjun- ar. Forsetar þingsins hafa sett hinar nýju reglur um 500 eintök vegna þess að Vilmundur mun hafa sent svo mikið út af bréfum að nær allt starfs- fólk þingsins vár önnum kafið vlð bréfaskriftir fyrir hann í stað þess að vinna við skrifstofustörf Alþingis. Þannig er nú svo komið að ráðherr- ann fyrrverandi, sem ásakar aðra stjórnmálamenn um að hafa gert Alþingi að miðstöð pólitískrar fyrir- greiðslu, hefur ekki aðeins gert það líka heldur komið sér upp einkapóst- húsi niður við Austurvöll. Hvenær sem tóm gefst til fer Vil- mundur á fundi út um land, vonandi á kostnað flokks síns, og fólk kemur þangað forvitið að vita um hina nýju leið út úr eyðimörk stjórnmálanna. Það er fyrst og fremst miðstéttarfólk sem kemur á þessa fundi, fólk, sem finnur að hagsæld þess riðar til falls vegna óðaverðbólgu og vegna þess að refsskapur og frönsk hallar- mennska ráða ríkjum í stað stjórn- málafestu. Sífelldar samsteypu- stjórnir hafa valdið því að mörk milli stjórnmálaflokka eru ekki skýr og flokkarnir hafa fjarlægst upphaf sitt og stefnuskrár. Þá er eðlilegt að menn leiti nýrra hugmynda, nýrra leiða, jafnvel að sterkum manni. Það hefur verið gert áður og stundum með hræðilegum afleiðingum, ekki aðeins fyrir viðkomandi þjóð, heidur fyrir hcimsbyggðina aUa. Vitanlega er Vilmundur ekki af því sauðahúsi. En hin haganlegu vopn frá frumbyggjum Ástralíu geta borið hann ofurUði. Kjósendur munu að visu halda áfram að koma á fundi hans og hrífast af mælsku hans og taka hugmyndum hans vel. Hins veg- ar læðist sú spurning að mörgum: Mun póstmeistari Alþingis verða boðberi nýrra tima. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.