Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. I 33. alþjóðlega J0rgen Junior ! frímerkjauppboðið ■ 7. og 8. júnl 1983 í Bern- Sviss Jergen Junior mun veröa í Reykjavík 12.—13. og 14. mars nk. Ef þið viljið selja frímerki á alþjóðlegum frímerkjamarkaði, vinsamlegast hafið samband viö umboðsmann okkar, — Sigurð R. Pétursson, Kjalarlandi 14, 108 Reykjavík, sími 91-32585, eftir kl. 18 á kvöldin. Við erum að leita eftir sjaldgæfum frímerkjum og bréfum, heilum söfnum og fleira, bæði íslenskum og frá öörum löndum. , . . J0rgen Junior AG Zuchwilerstrasse 41 4500 Solothurn/Schweiz Skrifstofa í Danmörku: Rosenorns Alle 11,1970 Kobenhavn. NY SENDING HANSKASKIIMNSSKÖR sigi/dir, sivinsælir, 3 hælahæðir, 4 litir. Laga sig eftir fætinum. Verðkr. 769,- Póstsendum. Senjuffafu QLfcpl Opið í post OftC/öC^f' laugardaga Laugavegi 60 Sími 21270 kl. 10-12 ÞÚ FÆRÐ PERMANENTIÐ HJÁOKKUR HÁRGREIÐSLUSTOFAN Sími 22138, ÓÐINSGÖTU 2 Neytendur Neytendur Neytendur Tertur af öllu tagi skipa auðvitað öndvegið á kaffiborðinu. Fermingarveislurnar: Mun ódýrara að bjóða upp á kaffi en mat Kaffiboð eru líklega ennþá algeng- ust þegar haldið er upp á fermingu barnanna. Margir reyna aö búa til sem mest sjálfir, en fáir hafa orðið mikinn tíma til slíks. Æ meira er því orðið keypt að. Á fimmtudag geröum við grein fyrir því sem menn geta hugsanlega þurft að borga fyrir heitan og kaldan mat. Nú er hins vegar komið að því sem greiöa þarf fyrir kaffibrauðiö sé það keypt aö. Er það mun minna. En þá á | HeimilisbókhaldDV—janúarmánuður Matarreikningur átta manna fjölskyldu tæpar 9 þúsund krónur - en lækkun milli mánaða — matarkostnaður einstaklings hef ur hækkað um 253% á milli ára Matarkostnaður lækkar þegar upp- gjör fyrir janúar og desember er borið saman. Það er árlegur viöburður. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri upplýs- ingaseölar borist okkur en fyrír janú- armánuð. Viö fögnum því aö sjálf- sögðu og þökkum einnig hin fjölmörgu bréf frá þátttakendum í heimilisbók- haldi DV. Nú þegar eru seðlar farnir að berast fyrir febrúar og vonum viö sannarlega að þátttakan verði jafn- mikil. Margir hafa orðaö það í bréfum sínum að vegna ringulreiðar í efna- hagsmálum þjóðarinnar og dýrtíðar séu þær leiðir einar færar aö draga úr matarkaupum og að halda vel utan um aurana sína og skrifa öll útgjöld níður. Við útreikninga okkar kom í ljós að ódýrast sé fyrir sjö manna fjölskyldu að framfleyta sér í mat en dýrast að kaupa inn fyrir einn. Sáralítill munur er á matarkostnaði á milli sex, sjö og átta manna fjölskyldna. Þriggja, fjög- urra og fimm manna fjölskyldur eru einnig með sambærilegar tölur í mat- arkostnaöi á einstakling, rúmar 12 hundruð krónur. Að þessu sinni bárust nokkuð margir seðlar frá embúum og þar fer leikurinn að kárna, yfir fjögur þúsund krónur aöeins fyrir mat- og hreinlætisvörur í einn mánuð, sama var í desember. Allar tölur hafa lækkað frá því í desember, enda jólamánuðurinn alltaf í hærra lagi. Reynsla undanfarinna ára sýnir að tölur lækka alltaf í janúar og fara síöan hækkandi og um mitt ár er meðaltalskostnaður á einstakling kominn í sömu upphæð og jólamán- uðinn á undan. Við höfum hér á meðfylgjandi lista tölur yfir meðaltalskostnað á einstakl- inga eftir f jölskyldustærð. Meðaltal á einstakling: matarkostnaður., Fjölskyldustærð Janúar 1983 Janúar 1982 Einstaklingur kr. 4.368.- kr. 1.238.- Tveggja manna fjölskylda kr. 1.480.- kr. 794.- Þriggja manna fjölskylda kr. 1.286.- kr. 792.- Fjögurra manna fjölskylda kr. 1.213.- kr. 1.087.- Fimm manna fjölskylda kr. 1.276.- kr. 837.- Sex manna fjölskylda kr. 1.054.- kr. 745.- Sjö manna fjölskylda kr. 962.- — Átta manna fjölskylda kr. 1.082.- kr. 565.- Til samanburöar birtum við einnig tölur frá janúar 1982. A milli ára hafa tölurnar hækkaö misjafnlega mikið eftir fjölskyldustærðum, sem sjá má á töflunni. Mest hefur hækkunin orðið hjá einbúanum eða 253%. Matarkostn- aður einstaklings í tveggja manna fjöl- skyldu hefur hækkað um 86%, í þriggja manna fjölskyldu um 62%. I fjögurra manna fjölskyldu er hækkunin sára- lítil, aðeins 12%, hverjar sem skýring- arnar kunna að vera í því dæmi. Hækkunin er um 53% á einstakling í fimm manna fjölskyldu og 42% í sex manna. Viö höfum ekki tölur frá sjö manna fjölskyldu frá janúar 1982, en við getum í staöinn tekiö tölur frá febrúar 1982, til að gera einhvern sam- anburð. 1 febrúar 1982 var meðaltal í matarkostnaði á einstaklíng í sjö manna fjölskyldu kr. 596,-, en er í jan. ar 1983 kr. 962,-. Hækkunin er um 62%. Matarkostnaður hefur hækkað um 92% á einstakling í átta manna fjölskyldu. Heildarútgjöld í mat- og hreinlætisvör- um eftir fjölskyldustæröum í janúar líta þannig út: Fjölskyldustærð Janúar 1983 Des. 1982 Einstaklingur kr. 4.368.- kr. 4.395.- Tveggja manna fjölskylda kr. 2.960.- kr. 2.738.- Þriggja manna fjölskylda kr. 3.858.- kr. 5.025.- Fjögurra manna fjölskylda kr. 4.852.- kr. 6.504,- Fimm manna fjölskylda kr. 6.380.- kr. 8.205.- Sex manna fjölskylda kr. 6.324.- kr. 7.956.- Sjö manna fjölskylda kr. 6.734.- kr. 12.712.- Átta manna fjölskylda kr. 8.656.- Tölur yfir heildarútgjöld í desember burðar og sést aö matarkostnaður hef- síðustu uppgjörsmánaða, desember á síðasta ári eru settar með til saman- ur lækkaö töluvert á milli tveggja 1982 ogjanúar 1983. -þg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.