Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. 13 Norska styrkjaflækjan Enn á ný hefur styrkjastefna Norð- manna við sinn sjávarútveg komist í hámæli meðal íslenskra ráðamanna, að þessu sinni á þingi Norðurlanda- ráðs. íslenskir þingmenn telja það mikla ósvinnu að Norðmenn skuli reka sína byggðastefnu með þeim hætti að greiða styrki til síns alltof dýra og stóra fiskveiðiflota og halda þannig uppi atvinnu meðal s jómanna og fiskverkafólks hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum sem ella væri vonlaust að reka. Ég efast ekki um að útreikningar okkar manna um upphæð opinberra framlaga á kíló af lönduðum fiski í Noregi eru réttar. Hitt finnst mér svolítið ósanngjarnt að gefa það í skyn að opinberu fram- lögin séu ÖU tU þess notuð að borga með útfluttum norskum s jávarafurð- um. Sannleikurinn er sá að Norð- menn hafa smám saman komið sér upp ótrúlega flóknu og óskdjanlegu skömmtunarkerfi tU að dreifa þess- ari opinberu aðstoð út um lands- byggðina og það er mjög f jarri þvi að fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki fái aUa þessa peninga sem styrki. Sum vel rekin fyrirtæki sjá sjálfsagt ekk- ert af þeim. Þeim til hugarhægðar sem halda að við séum hér á íslandi með flókin opinber skömmtunarkerfi í atvinnu- vegum hefur verið reynt að taka saman yfirlit yfir stærstu liðina í styrkjaskömmtun norska sjávarút- vegsins. Úr samkomulagi um skömmtunar- reglur mUU norsku ríkisstjórnarinn- ar og sjávarútvegsins fyrir 1983: — Stærsta upphæðin, 272,9 mUljónir norskra króna, er ætluð tU að verð- bæta fisk sem landað er á tUtekn- um svæðum og skal, eins og segir í samkomulaginu, „tekið tUlit tU fisktegunda sem eru óhagkvæm- ar í vinnslu og landsvæða þar sem rekstur er erfiöur”. — TU að verðbæta rækju sem landað er á tilteknum svæðum; 27,5 mUljónir króna. — I flutningastyrki fyrir bolfisk, kr. 48,5 mUljónir. — Til að verðbæta síld, sem landaö er til vinnslu í manneldisafurðir, eru ætlaöar 41,0 mUlj. kr. — 70,0 mUljón króna króna ábyrgð er veitt á því að verð á mjöli og lýsi haldist 2,42—2,60 nkr/kg. — Flutningastyrkir fyrir bræðslu- hráefni eru 17,0 millj. nkr. — Til sérstakra beitustöðva eru veittar 10,0 milljónir og síöan ákveðin verðuppbót á hvert kUó af beitu. — I orlofssjóð sjómanna, skv. sér- stökum reglum um, veittar 50,0 milljónir. — 54,0 mUljónir eru teknar frá til greiðslu trygginga fyrir fiski- skip og sjómenn. — Næst-hæsta upphæðin, 172,0 mUlj. kr., er frátekin til sparnaðarað- geröa og tU aö endurgreiða opin- Kjallarinn Björn Dagbjartsson vinnslufyrirtækja eru veittar 55,0 mUljónir. Hvað má afþessu læra? Upptalningunni hér að ofan var engan veginn lokiö. AUs voru atriðin mUli 40 og 50. Þar á meðal var f jöld- inn aUur af smærri styrkjum sem eru kirfilega eyrnamerktir sérstök- um fisktegundum eða verkefnum. Þar má nefna 13,0 mUljónir vegna sel- og hvalveiða, 11,5 mUljónir tU krabbaveiða og -vinnslu, hákarla- veiðar 2,5 mUljónir, kolmunnaútgerð og -vinnsla 9,0 miUjónir, 5,0 mUljónir tU frystingar um borð, 3,0 miUjónir fy rir sérf ramleitt fiskimjöl o .s .f rv. Þegar þessi listi er skoðaður virð- ist það dáUtið langsótt aö kalla allt þetta niðurgreiðslur á norskum sjáv- „Ég held ekki aö fiskafurðir Norðmanna yrðu dýrari eða verri þó að þeir skæru burtu þessa flækju sína. . ber g jöld af eldsneyti. — Þá eru eyrnamerktar 60,0 miUjónir til framleiðni-aukandi aögerða. — Til úreldingar fiskiskipa og arafurðum. Og merkUegt má það vera ef norskir þingmenn og ráð- herrar hafa ekki reynt að skýra mál- in fyrir starfsbræðrum sínum, þótt íslensk blöð þegi um það. Heildarupphæðin var eitthvað á annan miUjarð norskra króna. Það er aö sjáifsögðu augljóst að þessum upphæðum hefur íslenski ríkis- sjóðurinn ekki yfir að ráða, tU að ákveða fyrirfram tU aðstoðar sjávar- útvegi. Islensk stjómvöld hafa þann hátt á að feUa gengið, búa til gengis- munarsjóði og skammta svo úr þeim. Sumum þykja skömmtunar- reglurnar eftir hverja gengisfeUingu alveg nógu flóknar og lengi hafa menn oft beðið eftir úthlutun. Það hlýtrn- þó að vera hreinn barnaskóla- reikningur miðað viö norska kerfið. Norskir hagfræðingar hafa sjálfir séö að þetta er komiö út í algerar ógöngur og hafa lagt til að heldur yrðu greiddar atvinnuleysisbætur eða að styrkt yrði eitthvað aUt annaö en fiskveiðar, því að það sé mjög dýr aðferð til að halda uppi byggð. Viö getum því endalaust velt því fyrir okkur hvort þessi norska styrkjaflækja er skaðleg okkur í samkeppni um fiskmarkaði, en það er ömgglega hvorki skynsamlegt né mögulegt fyrir okkur að apa eftir frændum vorum að þessu leyti. Ég held ekki að fiskafurðir Norðmanna yrðu dýrari eða verri þó aö þeir skæm burtu þessa flækju sína en hins vegar mundu bæöi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki týna tölunni með tilheyrandi afleiðingum fyrir at- vinnu og byggö. Bjöm Dagbjartsson. LÝÐRÆÐI í SJÁLFHELDU Á annan áratug hafa kappsfullar umræður staðið yfir um nauðsynlega endurskoöun á gildandi stjórnarskrá og kosningalögum. I þessum umræö- um hefur eðlUega mest borið á kröf- unni um jafnan kosningarétt. Á þessu tímabUi hafa stjómarskár- nefndir setið á rökstólum og þing- menn hafa lagt fram fjölmörg frum- vörp til breytinga á stjórnarskrá og kosningalögum. G jaman var tU þess vísað í umræðum á þingi um fmm- vörpin aö ekki væri tímabært fyrir þingið að taka afstöðu til málsins þar sem stjómarskrárnefnd væri aö störfum og rétt væri að bíða niður- staöna hennar. Með slíkum rökum komst þingið í raun hjá því að takast á við stjórnarskrá og kosningalög á annan áratug og tefja þar með fyrir framgangi mála sem flestir hafa viðurkennt að þurfi aö afgreiða. Nú bregður svo við aðforystumenn flokkanna fjögurra leggja fram frumvarp um breytingar á stjórnar- skrá nokkmm dögum áður en þing hættir störfum og gengið verður tU kosninga og lýsa um um leið yfir að frumvarpið byggist á samkomulagi á mUli flokkanna. Nú skyldi ætla að innihald frumvarpsins væri í ein- hverju samræmi við allar þær um- ræður sem fram hafa farið á mörg- um undanförnum árum og afstaða tekin til brýnna umbóta á stjómar- skrá sem flestir virðast sammála um, t.d. eina málstofu á Alþingi í stað þriggja, aukin réttindi fyrh- kjósendur til persónuvals í kosning- um, umboðsmann Alþingis og skýr- ari ákvæði um skU löggjafarvalds, framkvæmdavalds, þingrofsrétt og þrengri ákvæði um útgáfu bráða- birgðalaga, svo fáein mál séu nefnd. Þá hefði einnig mátt búast við að tek- ist yrði af alvöru á við nauösyn þess að jafna kosningarétt í landinu og gerðar yrðu tiUögur um nauðsynleg- an uppskurð á gUdandi kjördæma- skipan og kosningalögum tU þess að því markmiði mætti ná fram. Fram- komið f rumvarp innUieldur ekkert af þessu og er í engu samræmi við margendurteknar umræður og vonir fólks, heldur boðar hallæriskák, sem er betur ógert en gert því að ekki eru líkur á að þingið fáist þá tU að taka máliö aftur tU endurskoöunar f yrr en eftir ems og 25 ár ef tekið er mið af reynslunni. Enn á minnihluti þjóðarinnar að kjósa meirihluta þingmanna Forystumenn flokkanna boöa að með frumvarpinu nálgist misréttið um atkvæðavægi það stig sem haft var að viðmiöun við endurskoðunina árið 1959. Þó treysta þeir sér ekki tU að ná þeirri viðmiðun öðruvísi en að leggja tU að þingmönnum verði f jölg- að um þrjá. En alvarlegast er þó það að lögbinda á misréttið fast í stjóm- arskrána þannig að innan tíðar má búast við að misvægið verði orðið meira en nokkru sinni fy rr. Samkvæmt frumvarpinu eiga 60 af hundraði kjósenda í landinu aö kjósa 29—30 þingmenn af 63, og það sem sýnUega er mikUvægast í augum nú- verandi þingmanna er að þeir mega aUir eygja von um endurkjör þrátt fyrir breytingamar. I máhnu takast á þrennskonar hagsmunir. I fyrsta lagi hagsmunir kjörinna þingmanna um að stjómarskrárbreytingar feUi þá ekki persónulega út af þingi, þá hagsmunir dreifbýlis um áframhald- andi meirihlutavald á Alþingi og síð- ast hagsmunú- kjósenda um jafnan kosningarétt. Inn í þetta kvíslast svo flóknir hagsmunir flokkanna um að viðhalda s jálfum sér. Flestir sjá hvemig misréttið um vægi atkvæðis er forsenda þess að engum árangri má ná um jöfnun kosningaréttar. Minnihlutinn í krafti meú-Uilutavalds á Alþingi gætir þess að tapa ekki meirihlutaforræði og því nást ekki fram frekari umbætur. Lýðræðið er komið í algjöra sjálf- heldu. Fjöldi þingmanna er stjórnarfarslegur vandi Því hefur ekki veriö haldiö fram af forystumönnum flokkanna að ástæöa sé til að f jölga þingmönnum til þess aö efla virkni Alþmgis og bæta stjórnarfar í landinu. Þvert á móti virðast þeir sammála um að þetta sé neyðarbrauö tU þess að ná sam- komulagi. En þetta er „ódýr” lausn og undU-strikar hugleysi manna um að takast á við vanda málsUis, lausn sem ekki er alls kostar ókunn í stjórnmálum undanfarinna ára sem fram kemur í verðbólgu og almennri óptjórn því að hugrekki virðist skorta til að taka á nokkru máli af festu og ábyrgð, en mál belgd út eða frestaö. Einn aðalvandi íslenskra stjóm- mála um þessar mundir er sá að bæði þingmenn og ráðherrar eru of margir. Hér er ekki aðeins átt við þann vanda sem í því felst fyrir ríkis- s jóð að halda öllu þessu liöi á fóörum, heldur hitt að erfitt hefur reynst að virkja allt þetta lið til samstarfs um úrlausnir mikilvægra mála og kalla liðið til ábyrgðar um stjórn landsins. Þess er ekki að vænta að virðing Alþmgis og traust á meðal þjóðarinn- ar eflist með ráðslagi um fjölgun þingmanna, en það vU-ðist skipta for- ystumenn flokkanna litlu máli um þessar mundir. Ráðþrota meirihluti Einhverju sinni var frá því sagt að maður nokkur hefði staöið úti fjarri mannabyggðum í ofsakulda fremur illa búinn. Kuldrnn nísti merg og bein og fátt var til bjargar annað en að þrauka. Þá greip maðurinn til þess ráös aö hann meig í sig ef honum mætti hlýna um stund, sem honum og gerði. En ekki leið á löngu þar til vermirinn varö skammgóður. Allt fraus og maðurinn varð hætt kom- Uin. Mér kemur þessi frásögn í hug þegar frumvarp forystumanna flokkanna um stjórnarskrána er til umræðu. Þetta er hallærisfrumvarp þar sem grundvallarmannréttindi eru virt að vettugi og forystumönn- um stjórnmálaflokka á engan hátt sæmandi. Því verður ekki trúað fyrr en á verður tekiö að stjómmálamenn* hlaupi frá málinu á jafnábyrgðar- lausan hátt og forystumenn flokk- anna hafa boðað. Meirihluti kjósenda, sem býr í Reykjaneskjördæmi og Reykjavík, stendur ráöþrota gagnvart væntan- legum niðurstöðum málsins. LitlU- möguleikar eru fyrir þetta fólk til Kjallarinn Gunnlaugur Stefánsson þess aö þrýsta fram breytingum. Þingmenn þeirra hafa ekki vald til þess aö knýja fram breytingar til jöfnunar aö því er virðist. Þó verður aö gera kröfu til þess að þeir standi ekki að frumvarpi sem er verra en ekkert. Hitt má deila um hvort þrng- menn Reykjaness og Reykjavíkur hafi beitt sér nægjanlega í málrnu. Hvað hefur t.d. orðið um háværar kröfur Suðurnesjamanna um skipt- ingu Reykjanesskjördæmis um Straum? MeU-a virðist hafa borið á slíkum hugmyndum hjá þingmönn- um Suðumesja heima í héraöi heldur en á Alþingi. Það er ekki ósanngjamt í ljósi þess að umræður um stjórnarskrármál hafa staðiö yfir á annan áratug, að gerð verði krafa um að eftirtekjan sé gildari en forystumenn flokkanna leggja til og sé í einhverju samræmi viö nútímaviöhorf um mannréttindi og stjórnsýslu. Gunnlaugur Stefánsson. DREIFINGARAÐILAR: Reykjavík: Matkaup hf 82680 Akureyri: Valgarður Stefánsson hf. 96-21866 ísafjörður: Sandfell hf. 94-3500 Vestmannaeyjar: H. Sigurmundsson hf. 98-2345 Egilsstaðir: Sigbjörn Brynjólfsson 97-1599 catis^ GERiÐ VERÐ- OG GÆOASAMANBURÐ jsh TSSÓ« Heildsölubirgðir J.S. Helgason h/f Draghálsi 4 Simar 37450 - 35395

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.