Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. ii Menning Menning Menning Menning TOSCA: Frábær konsertuppfærsla Konsertuppfærsla óperunnar Tosca eftir Giacomo Puccini á vegum Sinfóníuhljómsveit- ar (slands. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einsöngvarar: Sieglinde Kahmann, Kristján Jó- hannsson, Robert W. Becker, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Már Magnússon og Elín Sigurvinsdóttir. Kór: Söngsveitin Fflharmónía. Kórstjóri: Guðmundur Emilsson. Undirleikari á æfingum: Gary di Pasquasio. Nú er það orðinn fastur liður á hverri vertíö að Sinfónían flytji óperu í konsertformi. Henni til full- tingis hefur Fílharmóníukórinn verið undanfarin ár, og svo var einnig að þessu sinni. Einsöngvararnir voru, aðsegjamá, fengnir á heimamiðum í þetta sinn. Konsertuppfærsla á óperu er vandaverk, ekki síöur en sviðsupp- færsla. Á tónleikum eru engir bún- ingar, engin tjöld, né neitt af því sem leikhúsið ljær óperunni. Hér verður músíkin og flutningur hennar að standa algjöriega fyrir sínu, án nokkurra hjálparmeðala. Sinfóníu- hljómsveitin okkar og Söngsveitin FÚharmónía hafa þegar öölast dýr- mæta reynslu í slíkum konsertupp- færslum. Það sem er kannski allra mest um vert er að allur almenning- ur kann aö meta þennan flutnings- máta. Einhver hefði kannski haldið, að eftir að við eignuðumst okkar ís- lensku óperu væri grundvöllur fyrir konsertuppfærslum brostinn. Við vit- um samt ósköp vel aö húsrými og fleira er ekki fyrir hendi til að færa upp hvaða óperu sem er í húsinu við Ingólfsstræti og því má ætla að enn um sinn haldi Sinfónían áfram að færa óperur upp á konsert. Aðalsöngvarar, Kristján, Sieg- linde og Robert Becker voru öll skín- andi góð í sínum hlutverkum. Kristján hef ég ekki fyrr heyrt syngja svo hrífandi vel. Skólun hans og reynsla segja til sín. öryggi hans í innkomum og tempó er annað og meira en áður. En skólunin hefur ekki þurrkað út bamslegan sjarma náttúruraddarinnar heldur leyfir honum aö njóta sín. Það voru ekki nein viðvaningstök sem hann tók Cavaradossi. Ur þessu má fullvíst telja að Kristján verði sá stórsöngv- ari sem menn hafa vænst að hann yrði, og þess er skammt að bíöa. Við höfum fyrr heyrt Sieglinde og Kristján syngja saman — í Boheme. Nú eins og þá virtust þau magna hvort annað upp. Og þegar maður verður vitni aö svo frábærri frammi- stöðu og hjá Sieglinde og Kristjáni bölvar maður í hljóöi yfir því að Tosca skuli ekki vera fastastykki á íslenskum ópemfjölum. Robert Becker stóð sig ekki síður vel. Smit- aður af stórkostlegum söng hinna fylgdi hann þeim fast eftir. Tónlist Eyjólfur Melsted T æpast tækif æri á að glansa Konsertuppfærslur em óþénugar söngvurum í minni einsöngshlut- verkum. Þeir fá að sitja á bekknum — rísa á fætur til að syngja eina setn- ingu eða svo — setjast aftur og bíða svo hálfan þátt eftir næstu innkomu og verða að dúsa í allra augsýn — engir möguleikar til að slappa af á milli að tjaldabaki. Elín, Guömund- ur, Kristinn og Már skiluöu sínu eins og til stóð. I konsertuppfærslu leyfa aðstæður söngvumm í þeirra hlut- verkum tæpast að glansa. Kórinn var heldur daufur framan af. Þaö er svo sem að vonum, því að í Toscu fær hann lítt tækifæri til aö ná sér á strik — loturnar stuttar og mest til að gefa lit. En heldur lifnaði yfir honum þeg- ar á leið þótt hljómurinn yrði allan tímann heldur mattur. Sem eitt hljóðfæri Einn af þeim, sem brilleruöu þetta kvöldið, var hljómsveitin. Ég segi einn því að hún var eins og best verð- ur á kosið — eins og eitt hljóðfæri. Leikur hennar var í stuttu máli: skínandi góður. Hljómsveitin okkar sýndi alia bestu takta óperuhljóm- sveitar, studdi, ýtti áfram, fyllti upp og magnaði upp hljóminn, allt án þess aðyfirgnæfa. Ég tel óhikað að Tosca sé í heildina tekið besta konsertuppfærsla óperu hjá Sinfóníuhljómsveitinni til þessa. EM Þjóðleikhúsið: ÓRESTEIA Þrfleikur eftir Æskýlos. Þýðing: Helgi Hálfdánarson. Leikhljóð: Þorkell Sigurbjörnsson. Dansar og hreyfingar: Marjo Kuusela. Lýsing: Árni Baldvinsson. Búningar: Helga Björnsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. I formála sínum fyrir Ór- esteiu, þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, útgáfu Almenna bókafélags- ins, víkur Sigfús Daöason að því efni að í leiknum megi greina fornar hug- myndir um móðurrétt sem ríkari sé föðurrétti, og þar með um uppruna- lega skipan þjóðfélags, mæðraveldi fyrir daga feðraveldis. Þannig má líta á hinar æfu refsinomir sem mál- svara „kvennamenningar”, hyggju- vits og tilfinninga sem í leiknum verða að vík ja og lúta fyrir rökvísi og raunréttri skynsemi, málstað „karlamenningar” sem koma mun og sigra skal. Allir vita hvernig henni hefur farist heimsstjórnin síð- an! Það er ekki að spyrja að gömlu Grikkjum: ævinlega skulu þeir með einhverju móti koma heim við tísku tímanna. Að visu er ekki þar með sagt að kvennaframboð til al- þingis í vor hafi beinlínis rök að sækja til Oresteiu og Æskýlosar í kosningabaráttunni sem f er í hönd. Það er a uövitað óþolandi í lögskip- uöu samfélagi aö kona vegi bónda sinn og drottin lýðs en setjist sjálf að ríkjum með friðli sínum. Engin von til þess að argverskir öldungar láti sér lynda þvílíkt og annað eins. Gild- ir einu þótt Agamemnon landsdrott- inn hafi áður framið versta verk: fórnað í þágu herfrægöar dóttur þeirra hjóna, Ifigeníu, á blótstalli í Ális. Og hefur heim með sér úr rúst- um Trjóu, þar sem hvorki var þyrmt hofi né hörgum, frillu sína, spákon- una Kassöndru í blóra við frú Klítemnestru. öll eru þessi atvik runnin undan rifjum meinfúsra guða. Og Orestes hefst til föðurhefnda að guðaboði, Apollons með sjálfan Seif að bak- hjarli. En hin heiða rökvísi og raun- hyggja karlaveldis á O'.impstindi nægir ekki ein saman til að reltlæta verk Órestesar, aflétta blóðskuldinni sem móðurbani finnur á sér hrína. Það þarf meira aö koma til. I það verk gengst viskugyðjan Aþena í leikslokin, réttnefnd „karlkona” enda sprottin beint úr höfði Seifs, og kveðst sjálf draga taum karla í öllu „nema hjúskap”. Henni tekst með lagni að telja refsinornum trú um að þær eigi nýju, þarflegra og umfram allt framavænlegra hlutverki að gegna en áður var, hollvættir og far- sældargyðjur í komandi samfélagi. Agamemnon (Róbert Arnfinnsson) ,,hefur heim með sér úr rustum Trjóu, þar sem hvorki var þyrmt hofi né hörgum, frillu sina, spákon- una Kassöndru " (Anna Kristin Arngrimsdóttir) ,,i blóra við frú Klitemn- estru" (Helga Bachmann). DV-mynd: G. V.A. Margra meina bót Lýkur við svo búið leiknum í sátt og spekt undir merkjum nýrra guða. Af Atreifs niðjum Þaö er ekki því aö neita að sýning Þjóðleikhússins, sviðsetning Sveins Einarssonar á Öresteiu, er þung og ströng og kröfuhörð við áhorfendur sína, athygli þeirra og einbeitni að efninu: Og jafnharöan harla tilkomumikil fyrir auga, hug og sinni. Það er eiginlega undravert hversu mikiö af frásagnarefni hins foma þríleiks hefur tekist að hneppa í tiltölulega knappt frásöguform á sviðinu: þaðer unntaðnemaíleikn- um allt meginefni sögunnar um Atreifs-niðja í Argosborg. Og forsag- an er fyrir vist nauðsynleg til skýr- ingar og skilnings á framvindu leiks- ins fyrir augum manns. Hitt er aftur annar handleggur hvemig þetta tekst í verki, svo mikiö víst að áhorf- andi sem fyrir er ókunnugur efninu má hafa augun og eyrun hjá sér í leikhúsinu, athyglina glaðvakandi alla stund á leiknum, hverju hans orði, ef hann á að nema efnið til þeirrar hlítar sem vert er. Og mál- snilld leiksins er til muna auðnumd- ari af sviðinu ef menn þekkja fyrir til textans. I þetta skipti er heillaráð að koma lesinn í leikhúsið, og það er líka auðgert: leikurinn kemur, sem fyrr var sagt, út í bók samtímis með frumsýningunni. Þetta er nú ekki svo aö skilja, sem betur fer, að alls ekki tjói að koma ólesinn til leiks. Án efa má bera nokkuð úr býtum af einni saman sjónrænni framvindu frásagnarinn- ar á sviðinu. Og það virðist vel að merkja vera kappsmál sýningarinn- ar að leiða skynræn og tilfinningaleg Leiklist ÓlafurJónsson rök að framgangi atburða í leikn- um. Textinn er að sjálfsögðu mjög verulega styttur, einkum kórljóðin, og vikið frá upprunalegri skipan efn- is á þann hátt að upphafsatriði þriðja leiksins, Hollvætta, eru hér gerð að upphafi leiksins alls. I upp- hafi leikgerðarinnar hefur Orestes leitað, hundeltur af retsinomum, í skjól Apollons í Delfum. Guðinn beinir honum á leið til systur sinnar, Aþenu, og í hofi hennar er réttur sett- ur yfir Orestesi. Fyrir réttinum er sagan rakin frá upphafi, heimkoma Agamemnons úr Trójustríði, fall hans fyrir Kh'temnestru og Ægistosi, fööurhefndir Orestesar og Elektru, ofsókn refsinorna uns leikurinn berst á ný inn í dómsal Aþenu. Og lýkur með sýknu Orestesar og friðmælum Aþenu við refsinomir. „Þar ætti ver- öldmargrameina bót.” Leiksoppar og handbendi Þessi frásögn, nokkur höfuðatriöi efnisins verða fyrir alla muni ljós og skýr í sviðsetningu Sveins Einars- sonar, hvað sem líður hinni d júprætt- ari merkingu málsins, eða vitneskju manns um aðdraganda atvika í Delf- um, Argos, Aþenuborg. En leikurinn er bæði mikill í sér og mikilúðlegur, efnið alla tíð flókið og myrkt, hvernig sem á frásögn er haldiö. Þýðing Helga Hálfdanarsonar sýnist mér að sé á bókina með sama snillibrag máls og stíls og fyrri fornþýðingar hans og meöal annars merkileg fyrir það hve textinn verður tiltölulega að- gengilegur, efnið auðnumiö í hinum hljómfagra brag, upphafna máli. I Oresteiu fannst mér samt mun örðugra fyrir áhorfandann að fylgja flutningnum, nema hverja setningu, málsgrein á enda en í fyrri fornleikj- um, Antígónu og Ödipúsi, og ímynda mér að það stafi af fomlegu eðli efnisins og frásagnarinnar frekar en þýðingunni. Þessu er að sönnu mjög svo misjafnlega farið í einstökum hlutverkum og atriðum leiksins: stundum engu líkara en bragurinn taki yfirhönd í flutningnum yfir merkingu málsins sem flutt er, ým- ist í kórljóðum, einræöum eöa sam- ræðurn, og er ekki að því að spyrja, að þá fer eftirtekt áhorfandans jafn- skjótt á dreif. Tilkomumest verða þau hlutverk þar sem málið leikur ljósast á vörum leikenda. Nefna má í þá veru Guð- rúnu Stephensen í litlu hlutverki: fóstru Orestesar, alveg ljóslifandi mannlýsing innan ramma goðsög- unnar, eöa hina válegu völvu, Kas- söndru: Önnu Kristínu Arngríms- dóttur, og spásögn hennar fyrir hall- ardyrum í Argos. Og fyrst og fremst Klítemnestru drottningu sjálfa: Helgu Bachmann. Einir sér hygg ég. að atburðirnir í Argos við heimkomu Agamemnons kóngs: Róberts Arn- finnssonar verði tilkomumestir í leiknum, og það stafar umfram allt af hinni máttugu lýsingu Klítem- nestru, svo mannlegri á sínu upp- hafnasviði. örðugra fannst mér Hjalta Rögn- valdssyni, Helgu Jónsdóttur veitast hlutverk Örestesar og Elektru, þó Hjalti lýsti að vísu skilmerkilega þeirri nauðung sem knýr Örestes til móðurvígs, örvinglun hans að verk- inu unnu. Þau eru aðeins handbendi guðanna, verkfæri til að koma réttri skipan á veröldina. Þar sem Klitem- nestra, Agamemnon, Kassandra eru leiksoppar hinna grimmu og duttl- ungafullu guða, viðnámslaust á valdi þeirra. Og reyna þó hvert eftirsínum hætti að rísa gegn ofurefli, knýja ör- lögin undir sinn eigin vilja. En atrið- in í miöhluta leiks, Fómfærendum, þar sem kór ambátta brýnir þau Orestes og Elektru til hefndanna, Pallas Aþena leggur sjálf úr fjarska blessun sína yfir áform þeirra, urðu af einhverri orsök afskipt þeim svip og þrótti sem bestu atriði leiksins nutuað sínuleyti. Órestes á Óðali Eins og vænta mátti kveður mikið að kórunum í leiknum, nomakóm- um, skipuðum tíu leikkonum í gervi blóðþyrstra rakka og kór argverskra öldunga, sex leikendum undir svip- þungum grímum, og mikið undir því komið að kórljóðin skili sér og nýtist til hlítar. En ætla má að annmarkar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.