Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 22
30 DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. „Ætli ég sýni ekki áfram” — segir Skúli Pálsson sem rekur „Video-Skanner” í Ólafsf irði VIUUM EKKI MISSA ÞESSA ÞJÓNUSTU DV kannar videomálin í Ólafsfirði Um fátt hefur verið meira rætt aö undanförnu en videomálið eftir að saksókn- ari ríkisins ákvað að höfða mál á hendur fyrrverandi og núverandi stjórnar- mönnum Video-son vegna ólögiegrar fjölmiðlunar. Stjórnendur Video-son ákváðu að hætta starfsemi sinni þegar í stað, en það eru fleiri kapalkerfi fyrir video-efni heldur en það sem Video-son hefur matað. Eitt slíkt er í Ölafsfirði. Þangað fór DV í heimsókn og ræddi við Skúla Pálsson sem á og rekur „Video- Skanner”. Einnig var rætt við nokkra áskrifendur að dagskránni. Bamaefnið ergottogvel útilátíð” segir Jón Sæmundsson „Þessi starfsemi Skúla er góöra gjalda verö en þaö er ekki hægt aö setja saman þannig dagskrá aö allir veröi ánægöir. Menn veröa bara aö velja og slökkva þá ef eitthvað er sýnt sem þeir ekki vilja sjá. ” Þetta hafði Jón Sæmundsson aö segja um reynslu sína af „Video- Skanner” en hann hefur verið áskrif- andi síðan í haust. Hann var spuröur nánar um efnisvalið. „I heildina hefur dagskráin veriö nnkkuö góö, ekki síst vegr.a þess aö barnaefnið er gott og það er vel útilát- ið. Efnið héöan úr Olafsfiröi er líka geysilega vinsælt, þaö mætti bara vera meira. Þaö væri til dæmis ekki úr vegi að heimsækja kerlingarnar á frysti- húsinu. Ef svona starfsemi er ólögleg þá heföi aldrei átt aö hleypa þessum videostöövum af staö. Þaö er fáránlegt aö stoppa þær núna eftir aö búiö er að leggja í verulegan stofnkostnað,” sagöi J ón Sæmundsson. -GS/Akureyri „í*aö er ekki hœgt að setja saman þannig dagskrá að aliir vertíi ánœgoir," segirJón Sæmundsson. DV-mynd GS/Akureyri „Eg hætti sýningum í síöustu viku en sýndi síðan eina mynd á mánudags- kvöldiö. Ég veit ekki hvemig veröur meö framhaldiö; ætli ég sýni ekki áfram fólksins vegna? Ég kemst tæp- ast hjá því þar sem áskorunum um áframhald hefur ekki linnt síöustu daga.” Þetta sagði Skúli Pálsson, sem rekur kapalkerfið „Video-Skanner” í Olafs- firöi, þegar hann var spurður um við- brögö hans viö málshöfðun saksóknara á hendur forráöamanna „Video-son” í í Reykjavík. „Þaö em til lög, en það em líka til ólög, semenginn tekur mark á,” sagöi Skúli. „Séu þessi kapalkerfi ólögleg, þá er þaö tímaskekkja. Þetta er þréun sem dugir ekki lengur aö berjast gegn meö lagabókstaf sem ógerlegt er aö framfylgja til hlítar. Ég skil svo sem afstööu saksóknara, en mér finnst þetta samt óttalega klaufalegar aðfar- ir eftir aö starfsemi þessara videofyr- irtækja hefur verið látin óátalin í lang- an tíma, ekki síst vegna þess aö laga- breytingar í þessum efnum eru á döf- inni. Þaö hefði mátt doka viö þar til séö verður hvemig því máli reiðir af,” sagöiSkúli. Rótgróið f yrirtæki „VideoSkanner” er ekki umfangsmik- iö fyrirtæki. en þaö er rótgróiö. Upp- hafið var kapalkerfi um 7 íbúöa fjöl- býlishúss sem Skúli býr í. Þaö var tekið í notkun fyrir tæpum 4 ámm og er því aö líkindum eitt elsta, ef ekki elsta video-kapalkerfi landsins. í vor réöst Skúli síðan í aö leggja kapla um svo- nefnt „Flæðahverfi” og nú hafa 90 af um 100 húsum í hverfinu verið tengd viö „Video-Skanner”. Þá lét Skúii þess getið aö þaö væri ekki nema augna- bliksverk aö tengja þau hús í hverfinu sem enn væru „úti” inn á kerfið þar sem gert heföi veriö ráö fyrir þeim í upphafi. I vor ætlar Skúli svo aö halda áfram og leggja í þá hluta bæjarins sem enn em eftir. Allt efni í lögnina og góö ráð hefur Skúli fengið hjá Sjónvarpsmiöstööinni í Reykjavík og bar hann mikiö lof á það fyrirtæki fyrir afburöa þjónustu. Bæjarblaðið í video En hvernig er dagskráin hjá „Video- Skanner?” „Ég sendi út alla daga vikunnar, nema á miövikudögum, þá á ég frí,” segir Skúli. ,,Fram til þessa hef ég keypt allt efni frá Videoson en nú er þaö úr sögunni í bili a.m.k. Þetta hafa veriö einir fjórir framhaldsþættir, músíkþætiir og kvikmyndir. Því miöur er ekkert af þessu efni meö íslenskum texta, en til aö vega upp á móti því hef ég tekið upp efni héma í Ölafsfirði sem sent er út á fimmtudagskvöldum. Þau kvöld er sem kaupa dagskrána okkar á fimmtu- dagskvöldum. Hér er ekki gefiö út bæjarblaö en þetta sjónvarpsefni kemur í þess staö. Og þessar spólur verða geymdar þann- ig aö þær koma til meö aö verða merki- legar heimildir um mannlíf í Olafs- firöi,”sagöiSkúli. — Er efnið allt löglegt? „Já, ég hef lagt á þaö áherslu. Allt aðkeypt efni er fengiö frá Video-son en því miður hafa margar sambærilegar videostöövar aflaö sér fanga eftir öðr- um leiðum. Þannig hafa þær í mörgum tilfellum komist yfir efni sem ekki er leyfilegt að sýna. Þetta er slæmt því aö viö sem í þessu stöndum þyrftum aö sameinast um eitt innflutningsfyrir- tæki á efni fyrir okkur — og þá aö sjálf- sögöu löglegu efni.” — Hvaö kostar áskrift að dag- skránni hjá „Video-Skanner”? „Hún kostnar þaö sama og áskrift aö dagblaði eða 180 krónur eftir hækkun- ina um mánaðamótin. Það er of lítiö, því aö þaö er ekkert eftir til aö greiða mér og mínum einhver laun. En ég hef haft gaman af aö gera þetta fyrir fólk- iö.” — Aö lokum, Skúli, ætlar þú aö halda áfram þrátt fyrir þær blikur sem núeruálofti? „Ég er aö athuga mína stööu en ég hygg að þaö verði samt úr aö ég haldi áfram, ekki síst vegna viöbragöa fólks- ins eins og ég gat um í upphafi. Það verður þá bara aö reyna á hver réttar- staöa mín er,” sagöi Skúli Pálsson. -GS/Akureyri Hór er Skúli við hluta af videosamstæðunni og á skjánum er mynd af Ágústi Sigurlaugssyni, fréttamanni Video-Skanner. DV-mynd GS/Akureyri aöaldagskráin, þar af um klukkustund meö heimatilbúnu efni. Ágúst Sigur- laugsson hefur verið mér afskaplega hjálplegur við þessa dagskrárgerö. Þaö má segja aö hann sé nokkurs kon- ar f réttamaöur h já, ,V ideo-Skanner”. — Hverskonarefnitakiðþiöupp? „Þaö er eitt og annað úr bæjarlífinu; svipmyndir úr daglegu lífi, viötöl og umfjöllun um það sem efst er á baugi hverju sinni. Ég get nefnt sem dæmi aö á öskudaginn tók ég upp þátt meö börn- unum í Olafsfirði í aðalhlutverki. Hann varö svo vinsæll aö ég þurfti aö senda hann út í fjórgang. Nú, ef allt gengur aö óskum þá sýnum við mynd um hestamennsku í Olafsfiröi á fimmtu- daginn. Ég hef oröiö var viö að þetta efni nýtur mikilla vinsælda, t.d. veit ég aö þaö hefur veriö gestkvæmt hjá þeim uae

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.