Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. 31 ,Viljum alls ekki missa þessa þjónustu’ — segirGuðbjörn Jakobsson sem telurólafsfirðinga nokkuðsérábáti íþessumefnum „Heimatilbúna efniö er vinsælast enda ekki óalgengt að við fáum heim- sóknir vina og vandamanna, sem ekki eiga kost á tengingu við kerfið hjá Skúla, þau kvöld sem Olafsfjarðarefni erádagskrá.” Þetta haföi Guðbjöm Jakobsson að segja um „Video-Skanner” en hann hefur verið áskrifandi frá því snemma í haust. Hann var spurður nánar um dagskrána og skoðanir á þeim andbyr sem videostöðvarnar hafa fengiö. „Mér líkar þetta vel og ég er tiltölu- „Ég get þó ekki neitað þvi að ég sakna þess að myndirnar skuli ekki vera með islenskum texta," segir Guðbjörn Jakobsson. DV-mynd GS/Akureyri lega sáttur við efnið. Ég get þó ekki neitað því að ég sakna þess að mynd- imar skuli ekki vera meö íslenskum texta. Við viljum alls ekki missa þessa þjónustu og mér finnst það fyrir neðan allar hellur ef þaö á að fara aö stoppa þetta núna. Við erum líka svolítið sér á báti, Olafsfirðingar, þvi að viö erum oft á tíðum innilokaðir vegna ófærðar yfir veturinn þegar jafnvel er ekki fært úr húsi dag eftir dag. Þá er nú gott að hafa eitthvað til dægrastyttingar,” sagöi Guðbjöm Jakobsson. -GS/Akureyri „Líkt og að berjast við vindmyllur” — segir Gestur Sæmundsson um andbyrinn gegn videostöðvunum „Eg hef verið áskrifandi að „Video- Skanner” síðan í haust og kann því vel. Það er mikið horft á þessa dagskrá á mínu heimili,” sagði Gestur Sæmunds- son í samtali við DV. „Efnið mætti þó vera léttara. Til dæmis vildi ég gjarnan fá fleiri músík- þætti á kostnað hasarmyndanna. En rúsínan í þessu öllu saman hjá Skúla er efnið sem tekið er upp hér í Olafsf irði. Eg held að það sé líkt og að berjast við vindmyllur að reyna að koma í veg fyrir videovæðinguna. Hún hefur þeg- ar hafið innreið sína og lögleiðing hennar er einungis tímaspursmál,” sagði Gestur Sæmundsson. -GS/Akureyrl m--------------------► „Það er mikið horft á þessa dag- skrá á minu heimili," segir Gestur Sæmundsson. DV-mynd GS/Akureyri. „Heimatilbúna efniðer stórsnjallt” — segir Sigmundur Agnarsson sem hefur verið áskrifandi að „Video-Skanner” frá upphafi „Eg hef veriö áskrifandi að „Video- Skanner” hjá Skúla frá upphafi og kann því mjög vel,” sagði Sigmundur Agnarsson í samtali við DV. „Þaö er gott skipulag á þessu hjá Skúla og efnið er nokkuð gott, sérstak- lega bamaefnið. Þá eru heimatilbúnu þættirnir stórsnjallir en þar hafa verið sýndar myndir úr atvinnulífinu og f jallað um eitt og annaö sem er að ger- ast í bænum. Ég vona að það verði framhald á þessu, enda væri það mikil þröngsýni að banna slíkar videostöðv- ar. Þetta er einskonar forskot á sæluna því að ég er viss um að þess verður ekki langt að bíða að við getum valið um efni frá gervihnöttum. Og hver ætl- ar að koma í veg fyrir það?” spurði Sigmundur Agnarsson. -GS/Akureyri „Þetta er eins konar forskot á sæluna," segir Sigmundur Agnars- son. FRÁBÆRGÆÐI FRÁBÆRTVERÐ Ótrúlegt tilboösverö C-60 mín £72.- 165.- á SONY METALL kasettum. C-46 mín g4<t.- 145.- SONY METALL færðu hjá: REYKJAVÍK Japls Brautarholti 2, Hljóðfærphús Reykjavlkur Laugavegi 96, Grammið Hverfisgötu 50. Stuð Laugavegi 20. HAFNARFJÖRÐUR Kaupfélag Hafnarfjarðar Strandgötu. AKRANES Bókaverslun Andrésar. KEFLAVÍK Studeo HÚSAVÍK Bókaverslun Þórarins Stefánssonar ÍSAFJÖRÐUR Eplið. BOLUNGARVÍK Verslun Einars Guðfinnssonar. SEYÐISFJÖRÐUR Kaupfélag Héraðsbúa. AKUREYRI Radiovinnustofan Kaupangi. Tónabúðin. ODYR PASKAFERÐ TIL MALLORKA Brottför 30. mars — heimflug 13. apríl — 15 dagar. Verð frá kr. 11.700. í þessari 15 daga páskaferð i sólskins- og skemmtanalifsparadisina ó Mallorka eru aðeins 8 vinnudagar. Búið ó glæsilegu og vinsælu íbúðahóteli, TRIANON, alveg við hina vinsælu Magaluf-baðströnd. Allar íbúðir með sólsvölum út að ströndinni móti sól. Svefnherbergi og stofur vel búnar húsgögnum, flísalögð böð og vel búin eldhús með öllu tilheyrandi. Lyfturnar ganga beint niður ó sund- laugarsvæðið þar sem einnig eru barir og léttar matarveitingar. Sérstök barnasundlaug. Af sundlauga- og sólbaðssvæði byggingarinnar er gengið beint út i sandinn (þarf ekki einu sinni að fara yfir götu). AÐRAR FERÐIR OKKAR: KANARÍEYJAR alla þriðjudaga LANDIÐ HELGA: PÁSKAFERÐ 29. MARS NOTIÐ FJÖLSKYLDUAFSLÁTTINN OG TAKIÐ BÖRNIN MEÐ í SÖLINA PANTIÐ STRAX ÞVÍ PLÁSSIÐ ER TAKMARKAÐ Aðalstræti 9, 2. hæð, simar 10661 og 15331.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.