Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 32
40 DV. MÁNUDÁGUR 7. M ARS1983. Andlát Víkingur Sævar Sigurösson, sem lést 25. febrúar í sjúkrahúsi i London, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 8. mars kl. 13.30. Ólöf Sóley Guðmundsdóttir, Hraunbæ * 50, er lést 24. febrúar, verður jarðsung- in mánudaginn 7. mars frá Fossvogs- kirkjukl. 13.30. Herbert Josefsson-Pietsch, Miðtúni 80, verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 15. Björn Sveinsson frá Langholti í Meðal- landi, verður jarðsunginn frá Skarös- kirkju í Landsveit mánudaginn 7. mars kl. 13.30. Ferð frá Umferðarmiðstöö- inni kl. 11 f.h. sama dag. Sigurrós Scheving Hallgrímsdóttir lést 3. mars á heimili sínu, Suðurgötu 79 Hafnarfiröi. Jóhanna Guðmundsdóttir frá Indriða- stöðum lést í sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn þann 1. mars síðastliðinn. Sigurjón Einarsson frá Árbæ veröur jarðsunginn frá Brunnhólskirkju mánudaginn 7. mars kl. 14. Kveöjuainöfn um Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, fyrrum húsfreyju aö Kletti, liufudalssveit Barðastrandar- sýslu, veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. mars kl. 15. María Guðmundsdóttir, Ásvallagötu 49 Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 15. Guðrún Maria Guðjónsdóttir frá Framnesi, Vestmannaeyjum, Sporða- grunni 2 Reykjavík, er látin. Tilkynningar Um htN Um helgina t Félagasam tök! Framfeiði og útvoga aiis konar féiaasmarki. Lortið uppfýstnga MAGNIJS E. me ÚR - SKARTGRIPIR I BALDVIN ba BALDVINSSON SF. I Laugaveqi 8 Sími 22804 GJAFAVÖRUR Verðlaunagripir íúrvati Verðlaunapeningar m/áletrun. MJóg kmgsttttt veró. Loitið upptýsinga. me ÚR — SKARTGRIPIR I BALDVIN ba MAGNUS E. | BALDVINSSON SF. Laugavegi 8 GJAFAVÖRUR Síðasta sýning dá- valdsins Frisenette Dávaldurinn Frisenette heldur aukasýningu í Háskólabíói klukkan 11.15 í kvöld. Hefur hann ákveöiö aö síöasta sýningin veröi haldin ti) styrktar fötluöum börnum. Allur ágóöi af sýn- ingunni í kvöld rennur óskiptur til Sólheima. Eins og mörgum er kunnugt, voru síöustu sýningar dávaldsins auglýstar á síöastliönu ári. En svo fór aö margir hvöttu hann til aö koma aftur og Jörundur kom aö máli viö hann í Kaupmannahöfn, svo úr varö aö Frisenette lagöi leiö sína aö nýju hingað til lands. Dá- valdurinn hefur ákveöið aö hætta störfum sem skemmtikraftur, en halda áfram aö taka á móti fólki og hjálpa því, til dæmis aö hætta aö reykja, losna viö minnimáttarkennd eöa láta sér líöa betur. Dáleiösla er meö öllu hættulaus og hafa margir boöiö sig fram á sýningum í Háskólabíói. Samhygð Kynningarfundur verður hjá Samhygð alla fimmtudaga kl. 20.00 að Ármúla 36, 3. hæð' (gengiðinnfráSelmúla). Kvenfélag Langholtssóknar Kvenfélag Langholtssóknar er 30 ára 12. mars og verður afmælisins minnst með hófi í safnaðarheimili Langholtskirkju að kvöldi af- mælisdagsins. Afmælisveislan hefst með borðhaldi klukkan 19. Skemmtidagskrá verður og lýkur hófinu með helgistund. Aliar upplýsingar í sima 35314. Stjórnin. HjónamiöSun og kynning er opin aiia daga. Svarad í síma 26628. Kristján S. Jósefsson ÖLAFSVIK Umboðsmaður óskast frá og með 1. Upplýsingar gefur umboðsmaður Guðrún dóttir, Lindarholti 10, sími (931-6157. apríl. Karls- Vinnufús læknir og iöjusamur og líklega spekingur að viti lét svo um mælt einu sinni: dágott þykir mér aö hóglast niður í sófann minn á kvöldin, lepja fáein staup af sætu víni og horfa á bíómyndir í sjón- varpinu; en það er nauösynlegt aö þær séu lélegar því aö þá nenni ég ekki að fylgjast með söguþræðinum en bara ligg þarna út af og leyfi þreytuværöinni að bylgjast um örmagna líkamann. Þetta voru nú orð hins reynda læknis og mér varö hugsað til hans um helgina með öfund í brjósti, því langt er umliöiö síöan Lista- og skemmtideild hefur boðið tryggum aðdáendum sínum upp á jafnrýrar bíómyndir, yfir eina helgi — voru þær báðar með ólíkindum vitlausar og leiöinlegar, illa geröar, illa leiknar og illur greiöi að demba þessum ósóma yfir grandalausa áhorfendur, firrta valkostum videó- kerfanna. Fjölmiðlakönnun Hagvangs liggur loksins frammi, að minnsta kosti eitthvað úr henni. Þaö rýrir gildi þessarar könnunar, að 30% aöspurðra svöruðu ekki spurning- unum, og skapar þaö mikla óvissu, því enginn veit hvort lestrarvenjur þessarar manna séu áþekkar hinna sem svöruðu. Urslit könnunarinnar fást ekki upp gefin nema gegn 25.000 króna greiðslu og þaö finnst mér- mikill dónaskapur gagnvart al- menningi og sérstaklega þeim tæp- lega 1400 körlum og konum sem lögöu á sig það erfiöi aö fylla út spumingaseölana. Getur Hagvangur Maðkaða mjölið Hörmangaranna ætlast til sams konar greiöasemi almennings næst þegar hann fer á stúfana til þess að kanna eitt eöa annað? Einn er sá liöur sjónvarpsdag- skrárinnar sem könnunin virðist ekki ná til, en þaö eru auglýsing- arnar. Ég held að enginn liður njóti jafnalmennrar og útbreiddrar hylli og sýnist þá aldurinn engu skipta, því allir hafa gaman af því aö horfa á vel gerða sjónvarpsauglýsingu, jafnt pelaböm sem gamalmenni. Flestar voru auglýsingar helgarinnar sæmi- lega unnar og raunar þær einar sér- lega áberandi, sem kauðalegar vom í sniði á einn eða annan hátt. Þær sem skáru sig úr í gærkvöldi voru eftirtaldar: Búnaðarbankinn var með bjána- legustu auglýsinguna, Seðlabankinn þá klaufalegustu og SÁÁ þá drunga- legustu. Engin auglýsing ber af öðram þessa dagana hvað varðar frumleika eða hnyttni, en best unnar þykja mér auglýsingar tískuverslunarinnar Sonju, Floridana og Osta- og smjör- sölunnar. Á föstudaginn stýröi Ögmundur Jónasson stuttum samræðuþætti um ásigkomulag lýðræðis á tímum þrýstihópavaldsins. Geir Haarde og Ragnar Árnason voru á mjög svo öndverðum meiði en töluðu þó báðir settlega því að kosningar eru nú í uppsiglingu og þá er best að hafa alla góöa. Ögmundur vitnaði til þeirra orða Harris lávarðar af Hákrossi, að enginn vamingur væri jafnilla svik- inn nú um stundir og frambjóöendur til alþingis, því aö enginn fær að vita hvað umbúðirnar geyma fyrr en hann hefur borgaö pakkann. Sniöug samlíking, en það var eins gott aö Harris fékk ekki tækifæri til þess að kynnast Framsóknarflokknum, því þá hefði líklega engin samlíking dugað nema maðkaða mjölið Hörmangaranna. En samræðuþáttur Ögmundar var mjög áhugaverður, enda ferst honum allt vel úr hendi nema þegar hann er að skúta Margréti Thatcher sem er hetja Bretlands og mesta kona heimsins og allsendis óviöeig- andi aö strákar í f jörrum löndum séu að saurga slæöur hennar. Ögmundur var oft með svona háleita samræðu- þætti hér í eina tíö og masltust þeir vel fyrir þá og yröu áreiðanlega vel þegnir núna — ekki síst þegar alþingiskosningamar fara að draga opinbera samræðu manna niður á hin lægriplönin. Baldur Hrafnkell var títtnefndur í fréttapistlum Omars nú um helgina og það er alltaf notalegt að heyra þetta fagra nafn, ekki síst af því aö hann er einn af allra snjöllustu kvik- myndatökumönnum landsins. En það er samt mál að linni þessari óskaplegu tækni- og tökumanna- tuggu Ríkisútvarpsins, sem hvergi líðst á alminlegum útvarps- eöa sjónvarpsstöövum úti í heimi, enda hreinn óþarfi, því að þessir piltar vinna verk sín vel þótt ekki sé stans- laust veriö að japla á skírnarnöfnum þeirra í útsendingum, öllum sem á hlýða til dæmalausra leiöinda. Baldur Hermannsson. Skrifstofa FR deildar 4 er opin aö Síðumúla 2, sími 34200, pósthólf 4344. Þriftjudaga kl. 17—19, miftvikudaga kl. 18—19. Formaftur til vifttals fimmtudaga kl. 20—22, föstudaga kl. 17—19, og Iaugardaga kl. 14-16. Valfrelsi breytt í þjóðmálaaf I Á fundi Valfrelsis aft Hótel Borg þann 1. mars sl. var samþykkt aft breyta Valfrelsi úr hug- sjónahreyfingu í þjóftmálaafl. Samþykktvoru drög aft stefnuskrá. Skipuft var 8 manna undirbúningsnefnd sem á aft ganga frá drögum aft félagslögum og útgáfu blafts. Næstkomandi þriftjudag heldur nefndin fund þar sem endanlega verftur gegnift frá ofangreindu efni. Annan laugar- dag mun Valfrelsi boöa til borgarafundar þar sem félagslögin og stefnuskráin verfta kynnt og framtíð Valfrelsis rædd. Framkvæmdanefnd Valfrelsis. Frá mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur Uthlutun veröur á fatnafti 8. og 9. mars aft Grjótagötu 14 frá kl. 14—18. Fundir Kvenfélag Bústaðasóknar 30 ára Afmælisfundur félagsins veröur haldinn 14. mars í safnaðarheimilinu ki. 20. Kalt borft. Skemmtiatrifti. Þátttaka tilkynnist í síma 36212 (Dagmar), 33439 (Björg) og 35575 (Lára) í síftasta lagi miftvikudag 9. mars. Ath. breyttan fundartíma. Kynningarfundur Sam- hygðarí Kópavogi Hreyfingin Samhygft, sem vinnur gegn hvers c , konar ofbeldi og beinir starfi sínu aft betri og rra SKriTStOtU einlægari samskiptum milli fólks, heldur borgarlæknis kynningarfund á starfsemi sinni í Kópavogi i Farsóttir í Reykjavíkurumdæmi í janúar- samskiptamiftstöft Samhygftar, Kársnesbraut mánufti 1983, samkvæmt skýrslum 18 lækna. 2 (á móti Blómaskálanum) í kvöld, mánudag, Inflúensa...........................56 kl. 20.30. Kvef, kverkabóiga, íungnakvef o.fi. 796 Stof nf undur áhugamanna Streptókokka-hálsbólga, skarlatssótt.53 Um ferðalÖg Og bÚnað Einkirningasótt 3 fjórhjóladrif sbíla Kíkhósti............................26 1 * Hlaupabóla...........................41 Fimmtudaginn 10. mars kl. 2C verftur haldinn Rauftirhundar.........................1 stofnfundur áhugamanna um ferftalög og Hettusótt.....••....................97 búnaft fjórhjóladrifsbíla í sal mötuneytis Xftrakvef og niöurgangur............146 Sjómannaskólans í Reykjavík. Allir áhugamenn velkomnir. 80 ára afmæli á í dag, mánudaginn 7. mars, Bogi Jónsson bóndi, Gljúfra- borg Breiödalsvík. Næstkomandi laugardag, þ.e. laugardaginn 12. mars, ætlar hann að taka á móti gestum sín- um í samkomuhúsinu Staðarborg eftir kl. 20. BELLA S/jeet Ljósmyndaþjónusta SigurÖur Þorgeirsson Ijósm. Klapparstíg 16 Sími 14044 Fimmtugur er í dag Sigurður i. Þórð- arson, Stífluséli 5, hann mun taka á móti gestum laugardaginn 12. mars að heimili sínu, Stífluseli 5, eftir kl. 16. Það skiptir ekki máli hvers konar skrúflykla þú lánar mér fyrir bílinn binn. Eg ætla bara að nota þá sem hamar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.