Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 34
42 DV. MÁNUDAGUR 7. MARS1983. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fiskverkunarhúsi í landi Kothúsa í Garði, þingl. éign Garðskaga hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl., Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og Sig- urðar Sigurjónssonar hdl. miðvikudaginn 9. mars 1983 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Túngata 2, rishæð í Sand- gerði, þingl. eign Ingþórs Óla Olafssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka íslands miðvikudaginn 9. mars 1983 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Brekkustígur 10 í Sand- gerði, talin eign Helga Asgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Magnúsar Þórðarsonar hdl., Bjarna Asgeirssonar hdl., Jóns G. Briem hdl. og Baldurs Arnasonar miðvikudaginn 9. mars 1983 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Njarðvíkurbraut 2, neðri hæð í Njarðvík, þingl. eign Snjólaugar Sveinsdóttur, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og innheimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 10. mars 1983 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Fitjabraut 6a í Njarðvík, talin eign Steindórs B. Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Guðmundar Markússonar brl. og inn- heimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 10. mars 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Njarðvík. Nauðungaruppboð sem auglýst hcfur verið í Lbl. á fasteigninni Bakkastígur 28 (lóð) Njarðvik, talin eign Fiskiðjunar hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Bæjarsjóðs Njarðvíkur miðvikudaginn 9. mars 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á mb. Faxaperlu GK-26, talin eign Kristins Magnús- sonar, fer fram að kröfu Fiskveiðasjóðs fslands að Vatnsnesvegi 33 í Keflavík fimmtudaginn 10. mars 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Klapparstígur 8, efri hæð í Keflavík, þingl. eign Marteins Webb, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl., Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Guðjóns Armanns Jónssonar hdl. fimmtudaginn 10. mars 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Faxabraut 25C í Keflavík, þingl. eign Hauks St. Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs fimmtu- daginn 10. mars 1983 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjuteigur 13 í Keflavík, þingl. eign Kjartans Finnbogasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Kristjáns Olafssonar hdl. fimmtudaginn 10. mars 1983 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Kirkjuvegur 42, neðri hæð í Keflavík, þingl. eign Halldórs Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Kristjáns Ólafssonar hdl. og Vilhjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 10. mars 1983 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Háskólakórínn gerír það gott i Sovétríkjunum undir stjórn Hjáimars H. Ragnarssonar. Rússar virðast kunna velað meta rammislenska söngskrá kórsins. í Rússlandi: HÁSKÓLAKÓRINN FÆR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR — allir tónleikar kórsins teknir upp fyrir útvarp og sjónvarp Frá Jóni S. Kristjánssyni, frétta- ritara DV í Moskvu: Háskólakórinn kom til Moskvu að kvöldi þess 23. febrúar í 30 gráða frosti. Ferðaskrifstofan Spútnik hafði skipu- lagt dvöl kórsins og fór meö hann í skoöunarferðir um borgina fyrsta daginn í Moskvu. Tónleikar voru svo haldnir í æsku- lýðshöll hér í borg að kvöldi 2. mars við húsfylli. Margir gestanna voru félagar í Vináttufélagi Islands og Ráðstjórnar- ríkjanna og fyrir tónleikana var mót- tökuathöfn samkvæmt rússneskri venju sem fólst í því að ung stúlka færði stjórnandanum brauðhleif sem hann braut af, dýfði í salt og borðaði áður en tónleikarnir hófust. Töluverö spenna var í kórfélögum um hvemig Rússar mvndu taka þeirri tónlist sem flutt var en það var ein- göngu íslensk tónlist, þar af mikið af nútímatónlist. En þeir hefðu ekki þurft aö hafa neinar áhyggjur því að viötökur voru frábærar. Var það ekki síst nútímatónlistin sem hreif Moskvu- búa þó að mörgum þætti hún allfram- andi. Fögnuðu gestir kórnum ákaft og varð hann aö syngja mörg aukalög, bæði í hléi og eftir tónleikana. Á eftir hélt Vináttufélag Islands og Ráðstjórnarríkjanna móttöku fyrir kórinn og var það hinn ágætasti vina- fundur. Eg hringi úr móttöku hjá íslenska sendiherranum. Eftir hana heldur kórinn til Ukraínu og mun syngja í Kiev. Þaðan heldur hann svo til Lenin- grad og Tallin í Eistlandi og heldur tónleika á báðum stöðum. Geta má þess að allir tónleikar kórsins em teknir upp fyrir útvarp og sjónvarp. -SGV. „Synt úr sumri yfir í vetur” — Tim Tielrooy frá hollenska fyrirtækinu Sporthuis Centrum f spjalli „Sumarbústaðirnir eru ákaflega smekklegir og í skemmtilegu um- hverfi. Hver bústaður er með flestöll nútímaþægindi og fólk slappar því vel af í þeim,” sagði sölustjóri hollenska fyrirtækisins Sporthuis Centrum, Tim Tielrooy, í samtali við DV nýlega, en fyrirtækið hefur boðið Islendingum upp á nýja ferðamöguleika sem virö- ast hafa fallið mönnum vel í geð. Tim hitti þá Eystein Helgason og Helga Jóhannsson hjá Samvinnuferð- um-Landsýn í september siðastliðn- um. Hann kynntí fyrir þeim starfsemi þeirra hjá Sporthuis Centrum og þeim Eysteini og Helga leist strax mjög vel á bústaðina. Og nú er svo komið að Samvinnuferöir-Landsýn hafa selt margar ferðir í bústaðina í sumar. Bústaðirnir sem f yrirtækið á eru um fjögur þúsund talsins og eru á átta svæöum víðs vegar í Hollandi. Svæðunum, sem Tim er að tala um, má líkja við Munaðames og sumar- bústaðahverfið þar. „Á hverjum stað eru verslanir, veitingahús, sána, solarium, sundlaugar og öll helstu þægindi sem fólk vill hafa sem býr í slíkumbústöðum,”segir Tim. „Hvað sundlaugarnar varðar eru bæði inni- og útisundlaugar á hverjum stað. Og þar sem bústaðirnir eru í notkun allt árið kemur þetta sér vel. Enda syndir fólk bara úr sumri yfir í veturí sömu lauginni.” Fyrirtækiö Sporthuis Centrum hóf starfsemi sína fyrir fimmtán árum er það reisti tvo bústaði á tjaldsvæði sem það keypti. Upp frá þeim tíma hefur tíminn svo veriö fljótur að líöa í sögu fyrirtækisins. „Við erum mjög ánægöir með viö- tökumar hér á Islandi og að vissu leyti komu þær okkur mjög á óvart,” sagði Tim, og bætti viö að tímabilið sem Is- lendingar gætu pantað væri frá 1. apríl til 30. september. „Mér skilst að nú sé aðeins óbókað í nokkra bústaði í apríl.” Sporthuis Centrum hefur frá upphafi lagt alla áherslu á markaðinn í Hollandi sjálfu og hefur nýting fyrir- tækisins verið mjög góö á undanföm- um árum, eða 95%. „En þar sem verið er að fjárfesta mikið lítur fyrirtækiö nú á aðra markaði og er Island eitt af fyrstu löndunum utan Hollands sem skipulögð sala hefur farið fram í.” Ekki var hægt að enda samtalið við Tim án þess að hann segði eitthvað um dvöl sína hér á landi. „Island hefur komið mér mikið á óvart og ég tek sér- staklega eftir því hve fólkiö hér er vingjamlegt. Þá er maturinn einnig mjög góður. Hreinasta afbragð,” sagði Timaðlokum. -JGH. Tim Tielrooy frá Sporthuis Centrum. „ Við erum mjög ánægðir með viðtök- urnar hér á íslandi og að vissu leyti komu þær okkur mjög á óvart." DV-mynd: S. Mikið föndrað og starfað á Rauðakrossheimilinu á Selfossi: Sokkablóm eru það nýjasta Rauðakrossheimilið á Selfossi er til húsa á Austurvegi 21 b. Þaö er rekið af Rauðakrossdeild Árnessýslu og hefur enn aukið starfsemi sína sem eldri borgarar taka þátt í. Þar er opið hús á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum frá 9—5. Þar er spilað og kennt föndur. Er Halldóra Ármannsdóttir kennari þar og kennir hún alltaf eitthvaö nýtt eftir hvem mánuð. Nú er til dæmis verið aö búa til sokkablóm og mála á gler. Gömlu konumar ljóma af gleöi við að mála á gleriö og finnst þær vera orönar listmálarar. Þaö er margt gert fyrir eldri borgara á Sel- fossi, bæöi af bæjarfélaginu og einnig af yngri einstaklingum sem gefa oft vinnu sína og gott meðlæti meö kaffinu. Kostar kaffiö aöeins 10 krónur. Hægt er fyrir þá sem panta aö fá mat i hádeginu og kemur hann úr eldhúsi sjúkrahússins á kostnaöar- verði. Fótsnyrtingu og hárlagningu er einnig hægt aö fá fyrir þá sem panta með dags fyrirvara. Allt er þetta ódýrt og vel af hendi leyst. For- stöðukona er Inga Bjamason og sL*ninnerl015. -Regína, Selfossi / PÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.