Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1983, Blaðsíða 36
44 PPJU RHAM V WíTOAnimAM ,va DV. M ANUDAGUR 7. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Stjörnustríðsstjaman Harrison Ford: ..Hann heneir ekkismið fvrir bakara” Leikarinn kunni Harrison Ford skaust upp á stjörnuhimininn í mynd- unum St jömustríð og Leitinni að týndu örkinni. En þrátt fyrir að hann sé virt- ur leikari segist hann enn vera tré- smiður í hjarta sínu. Harrison segist lítið vera gefinn fyrir glauminn og gjálífið sem fylgi leikara- stéttinni og vill miklu frekar vera heima hjá sér en þeysast um í sam- kvæmum. „Ég hef í raun ekkert breyst þótt ég sé orðinn frægur. Enn er ég hljóður, hægur og jafnvel leiðinleg manngerð. Og ég fæ ómögulega skilið hvers vegna fólk vill endilega tala við mig. Sjálfum finnst mér fáránlegt aö haga mér eins og einhver stjarna þar sem ég er ósköp venjulegur,” segir Harrison. Harrison er mjög á móti sam- kvæmislífinu og óttast það á vissan hátt. „Þú fengir mig ekki lifandi á diskótek. Og ef ég dæi væri líklegt að leið mín lægi ekki til himna Ford býr með tveim sonum sinum á táningaaldri í sama húsi í Los Angeles og hann bjó í áður en hann varð fræg- ur. Hann er nú skilinn við konuna sína eftir fimmtán ára hjónaband og hann fékk umráðaréttinn yfir börnum þeirra. Ford or mikið heima við. Enda segist hann kunna mun betur við sig þar en taka þátt iglaumnum og gjáiif- inu sem fylgi leikarastóttinni. Heimili Harrison Fords er i Los Angeles. Sama húsið og hann bjó í áður en hann varð frægur. „Finnst notalegt að vera i rólegheitum heima, hlusta á góða tónlist og dunda mór við hefilbekkinn." Ef til vill kemur það mörgum á óvart að Harrison Ford starfaði sem trésmiöur áður en hann fór út í að leika. „Eg læröi þó aldrei smíðar í skóla heldur eingöngu af „gerðu það sjálfur” bókum og af sjálfum mér.” Fyrsta verkið sem hann gerði var stúdíó fyrir mann að nafni Sergio Mendes, í bakgarði hans. „Hann spurði mig aldrei hvort ég hefði gert þetta áður. Og þar sem hann spurði mig aldrei var ég ekkert að segja hon- um frá því, þökk sé bókunum um tré- smíðina.” En Harrison fæst enn við trésmíðar, þó aðeins í frístundum sínum. „Jú, jú ég smíða ennþá mikið, en bara til að slappa af. Finnst notalegt að vera í rólegheitum heima, hlusta á góöa tón- list og dunda mér við hefilbekkinn.” ,,En auðvitað þykir mér gaman að leika. Meira að segja mjög gaman. En um leið og mér fer að leiöast þaö hætti ég því. Og hver veit nema ég opni þá mína eigin húsgagnaverksmiðju,” seg- ir Ford hlæjandi í lokin. Kvikmyndin Stjörnustríð gerði Harrison Ford að stjörnu. Þeirri mynd var leikstýrt af George Lucas. Harrison iék svo aftur i mynd á veg- um Spieibergs. Leitinni að týndu örkinni. Enn ein apamyndin hjá okkur i Sviðsljósinu. fílú birtum við mynd at honum Massa, en hann er eista núiif- andigóriiia sem vitað er um. Hann er eldhress, sá gamii, og lætur móðan mása. „OG ÞAÐ ÞURFTI EKKERT AÐ BORA” „Sjáiði bara. Eg var hjá tanna og það þurfti ekkert að bora. Já, vinir, enda notar maður rétta tannkremiö. Þetta nýja sem vemdar glerunginn í manni.” Það er enginn annar en hann Massa sem svo mælir. Hann er elsta górillan sem vitað er rnh aö sé á lífi. Hann er orðinn 52 ára og segist eiga mikiö eftir ógert áður en farið verður á fund for- feðranna. Síðustu 47 árin hefur Massa búiö í dýragaröinum í Philadelphiu. „Eg viöurkenni fúslega að maður er svo sem ekkert unglamb lengur en unga fólkiö hér í garðinum má hafa sig allt við og gera talsvert betur til aö hafa sömu orkuna og ég haföi á árum áöur.” Þess má geta að meðalaldur górilla í dýragörðum er um 35 ár en um 30 ár í frumskógunum. Mamma, komst pabbi ekki? Kate Burton, hin 25 ára gamla dóttir Richard Burton, fékk nýlega sitt fyrsta hlutverk á Broadway í New York. Full eftirvæntingar kom hún fram á sviðið og eftir því sem við höfum heyrt tókst henni bara nokkuð vel upp. En Kate fannst foreldrar sínir ekki nógu áhugasamir áhorfendur, að minnsta kosti ekki þeir báðir, því að aðeins Sybil móðir hennar mætti á frumraun hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.