Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 1
DAGBLADID —VISIR 57. TBL. —73. og 9. ÁRG. —MIDVIKUDAGUR 9. MARS 1983. FestiíGrindavík: Forstöðumanni vikið frá vegna óreiðu íbókhaldi forseti bæjarstjórnar ráðinn í staðinn Forstöðumanni félagsheimilisins Festi í Grindavík var sagt upp störf- um fyrir nokkru og stendur nú yfir athugun á bókhaldi hússins. Samkvæmt upplýsingum bæjar- stjórans í Grindavík, Eiriks Alex- anderssonar, var bókhaldiö ekki lagt fyrir áriö 1981 og reyndist þaö ekki hafa verið fært. Undanfariö hefur verið reynt að safna saman fylgi- skjölum fyrir bæði árin 1981 og 1982 og er endurskoöunarskrifstofa að vinna í málinu fyrir bæjaryfirvöld. Osannað er að um meira en óreiðu í bókhaldi sé að ræða. Á grundvelli þessa og einnig þess að forstöðumaðurinn var farinn að stunda verslunarrekstur í bænum samhliða forstööumannsstarfinu, sagði Eiríkur aö hann hefði verið lát- inn víkja. Auglýst var eftir nýjum forstöðumanni og sóttu 15 manns um starfið. Engar kröfur voru gerðar um sérstaka menntun. Húsnefnd, sem í sitja 4 fulltrúar f élaga í bænum og 1 kosinn af bæjarstjórn, valdi úr. Fyrir valinu varð forseti bæjar- stjórnar. Ráðningin sem miðast við 1. mars var ákveðin með 4 atkvæð- um,lsathjá. JBH Er Einar togari eða bátur? „Það er ekki deilt um hvort skipið var þarna að veiðum eða ekki. Að- eins um hvort það mátti það," sagði Kristján Torfason, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Togskipið Einar Benediktsson BA 377 var í gær tekið f yrir meintar ólög- legar veiðar og fært til Vestmanna- eyja. Var skipið að veiðum rúmlega fjórum mílum undan Vík í Mýrdal. Eigendur skipsins telja að þarna sé þeim veiði heimil því Einar sé bátur. Landhelgisgæslumenn telja hann hins vegar til togara. Réttarhöld í málinu hófust í Vest- mannaeyjum klukkan 11 í morgun. Þegar blaðið fór í prentun lá niöur- staða þeirra ekki fyrir. DS LögbanniðáSVR: Tekið fyrir síðar íþessari viku „Málið er nú ekki komið úr okkar höndum ennþá en búast má viö að, farið verði af stað seinni part vikunnar," sagöiGtsli Isleifsson, lögfræðingur Verðlagsstofnunar, er hann var spurður frétta af lögbannskröfu stomunarinnar á hendurSVR. „Þetta er fljótgert," sagði Gísli, „fordærnið höfum við frá þvifyrirstuttu." Athygli hefur vakið að i einu dagblaðanna birtist síöastliðinn laugardag stór auglýsing frá Verðlagsstofnun þar sem frétta- 'tilkynningin um lögbannið var í heild sinni. Georg Olafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við DV aö ástæðan fyrir því að aug- lýsingin hefði verið birt væri sú að hjá Verðlagsstofnun hefði ríkt nokkur óánægja með frétta- flutning dagblaðanna. Hann hefði verið villandi, að sögn Georgs, og sum þeirra væru greinilega í nókkrum kosningaham. Sjónar- mið Verðlagsstofnunar hefði ekki komið nógu skýrt fram. „Við teljum okkur vera að framfylgja lögum og okkur fannst að ur því lögð hefði verið svo mikil vinna í tilkynninguna væri full ástæða til að birta hana í heild sínni." -PÁ. Meiraum Metíoforte — sjá bls. 3 Sandkorn — SÍS skoðar Playboy -sjábls.31 TóniistíHúsinu — Þórir Baldurs- soníviðtali — sjá bls. 11 Dægradvöl - Vorið er komið í kvennatískunni - sjá bls. 34 Syiðsljósið — ÓliogAuðunn eiga afmæli — sjábls.36og37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.