Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 2
Æra þingmanna í rannsókn: Póstmálið eintómur misskilningur • Vilmundur Gylf ason alþingismaöur. Takmörkun á prentun og dreifingu þingskjala fyrir einstaka þingmenn eöa þingflokka hefur ekki tekiö gildi. Upplýsingar um slíkt eru eintómur misskilningur samkvæmt því sem Sverrir Hermannsson, forseti neöri deildar Alþingis, skýrði frá á þing- fundi í gær. Vilmundur Gylfason bar sig upp undan upplýsingum í ónefndu dag- blaöi eftir skrifstofustjóra Alþingis um takmörkun á prentun einstakra þingskjala fyrir þingmenn við 500 eintök. Krafðist þingmaðurinn skýr- inga og kvaðst iafnframt hafa óskað eftir því viö forseta neðri deildar að hann gæfi upplýsingar um kostnaö Alþingis af þessu tagi og eins við þingveislur. Friðrik Sophusson sagði þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa verið meinaö um fleiri en 500 eintök til dreifingar, vegna tveggja nefndar- álita skömmu eftir jól. Forseti neðri deildar, Sverrir Hermannsson, kvaðst geta gefið um- beðnar upplýsingar á morgun (í dag) en hitt væri misskilningur að for- setar þingsins hefðu ákveðið tak- rnörkun á prentun og dreifingu þing- skjala. Umþessimálhefðiveriðrætt í þeirra hópi, en samþykkt að slik takmörkun gengi því aöeins í gildi að á henni væri nokkur fyrirvari og ekki nema í upphaf i þings. Tildrög þessara umræðna voru frásögn Tímans af því að vegna út- sendingar Vilmundar á 5.000 eintök- um af frumvarpi, sem hann flytur, hafi forsetar þingsins ákveðið að tak- marka slíkar sendingar framvegis viö töluna 500. HERB Heildverslun Péturs Péturssonar SUÐURGÖTU 14, símar 21020 og 25101. Franska þyrlan lyftir staur upp á Klif. Heimaklettur í bakgrunni. Staurinn á að halda uppi lof tneti vegna f yrirhugaðrar rásar tvö hjá Ríkisútvarpinu. OV-mynd: Guðmundur Sigfússon. Spenni og staurum lyft upp á Klifið Frönsku þyrlurnar tvær f óru af landi brott í gærmorgun eftir þriggja vikna veru á Islandi. A þessum tímá hafa þær flogið til allra landsf jórðunga. Um síöustu helgi var önnur þyrlan í Vestmannaeyjum. Hún kom þangað til að flytja spenni og staura upp á Klifiö þar sem sendar útvarps og sjónvarps eru. Þyrlan lenti á Biðinu í mjög hvassri norðanátt. Mikill sjór var og gusaðist yfirEiðið. -KMU/Guðm. Sigfússon, Vestm. Hin nýja heilsugæslustöð á Fáskrúðsf irði er hið glæsilegasta hús. Fáskrúðsfjörður: DV-mynd Ægir. NY OG GLÆSILEG HEILSUGÆSLUSTÖÐ Ný heilsugæslustöð var tekin í notk- un á Fáskrúðsfirði. Nýja heilsugæslu- stöðin bætir stórlega alla aðstöðu lækna og hjúkrunarliðs sem var vægast sagt slæm í því húsnæði sem hún var í áður. Við opnunarathöfnina fluttu ræður Sigurður Gunnarsson sveitarstjóri Búðahrepps, séra Þorleifur Krist- mundsson sóknarprestur Kolfreyju- stað, Aðalbjörg Magnúsdóttir og heilsugæslulæknirinn Einar Guðmundsson. Rakti hann sögu heil- brigðismála á Fáskrúðsfiröi, auk þess nefndi hann f jölda tækja sem Krabba- meinsfélag Austurlands, Kvenfélagið Kolfreyja í Fáskrúösfjarðarhreppi og slysavarnadeildin Hafdís á Fáskrúðs- firði haf a gef ið til nýju stöðvarinnar. I ræðu Einars Guðmundssonar lækn- is skoraði hann á viðkomandi yfirvöld að halda við húsnæði eldri heilsugæslu- stöövar og byggja upp gamla Franska spítalahúsið sem nú er í niðurniöslu í Hafnarnesi, einnig lét hann í ljós ósk um aö á Fáskrúðsfirði yrðu 2 heilsu- gæslulæknar, en auk læknis starfa við heilsugæslustöðina Hulda Jóhanns- dóttir hjúkrunarfræðingur, Hjördís Garðarsdóttir læknaritari og Sóley Sigursveinsdóttir er vinnur í apóteki. Eftir að gestir höfðu skoðað hina nýju heilsugæslustöð, buðu samtök kvenna um öldrunarmál öllum til veislukaff is í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Ægir Fáskr úðsfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.