Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Page 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. 3 Velgengni Mezzoforte: HUÓMLEIKAFERD UM BRETLAND í SUMAR hljómsveitin kemur hugsanlega fram íþættinum Top of the Pops Menn fylgjast nú spenntir með stöðu Mezzoforteplötunnar á breska vinsældalistanum. Platan er nú komin í fertug- asta sæti listans. Fréttimar af framgangi hljóm- sveitarinnar Mezzoforte í Bretlandi vekja að sjálfsögðu mikla athygli hérlendis. Hafa þær oröið til þess að sala á síðustu plötu hljómsveitarinn- ar hefur aukist að nýju. Litla platan meö lögunum Garden Party og Funk Suite No. 1, sem nú situr í 40. sæti breska vinsældalist- ans, hefur ekki verið gefin út hér- lendis enda sala á litlum plötum með eindæmum dræm hér á landi. Mögu- leiki er þó á að einhver eintök af henni verði flutt inn. Lögin eru hins vegar bæði að finna á plötu Mezzo- forte 4, sem kom út síðastliðið haust en sú plata fékk nafnið Surprise Surprise í Bretlandi og er þar í 71. sæti hins opinbera breska vin- sældalista. Liðsmenn Mezzoforte eru staddir í Bretlandi um þessar mundir en hljómsveitin hélt hljómleika á hinum virta stað The Veneu í Lundúnum síöastliðinn laugardag við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Mezzoforte-menn hafa síðan haft í ýmsu að snúast því útvarpsstöðvar og blöð hafa beðiö í löngum bunum eftir að fá viðtöl. Hafa þeir verið og eru á ferðinni um allt Bretland af þessum sökum. Þegar hljómsveitin lagði upp í Bretlandseyjaför sína um síöustu helgi var áætlað að hún kæmi heim aftur nú á fimmtudag. Allt getur þetta nú breyst vegna þess að mögu- legt er að f orráðamenn þáttarins Top of the Pops hafi áhuga á að fá hljóm- sveitina til að koma þar fram nú í vikunni. Hvað sem úr því verður er víst að Mezzoforte fer í hljómleikaferð um Bretland í sumar og er búið aö ganga frá samningum þar að lútandi. Áður en lagt verður af stað í feröina verður tekin upp lítil plata sem von- andi fetar í fótspor þeirrar sem nú er á hraðferð upp breska vinsælda- listann. Síðar í sumar eða í ágúst verður s vo tekin upp stór pla ta. -SþS. Dr. Ingimar Jónssou. Dr. Ingimar í framboð? — fyrir Bandalag jafnaðarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra Fast er nú lagt að dr. Ingimar Jónssyni námsstjóra að gefa kost á sér í framboð fyrir Bandalag jafn- aðarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, samkvæmt heimildum sem DV telur áreiðanlegar. Dr. Ingimar vildi ekki tjá sig um málið i samtali viöblaðiö. Dr. Ingimar Jónsson er Akureyr- ingur í húð og hár, sonur Jóns heitins Ingimarssonar sem lengi var í forystusveit verkalýöshreyfingar- innar og Alþýöubandalagsins á Akureyri. GS-Akureyri/PÁ. Þorlákshöfn: Eldur í f ólksbíl Lada-fólksbíll skemmdist mikið í eldi i Þorlákshöfn um kl. 22 í fyrrakvöld. Billinn brann að mestu og er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Taliö er að orsök brunans sé sú að leitt hafi saman í mælaborði bilsins. -JGH. Stjórnarskrármálið í neðri deild AEþingis Fjórir vildu 60 þingmenn en sex voru á móti f jölgun þingmannaí63 Stjórnarskrármálið gekk frá 2. til 3. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Breytingartillaga Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur um óbreytta þingmannatölu, 60 þingmenn, var felld með 29 atkvæðum gegn 4, en 6 þingmenn sátu hjá. Hins vegar var fjölgunin í 63 þingmenn samþykkt með 29 atkvæðum gegn 6 en fjórir sátu hjá. Þeir sem stóðu með 60 manna tillögunni voru: Vilmundur Gy.lfason, Jóhanna Siguröardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Ingólfur Guðnason. Hjá sátu Karvel Pálmason, Pálmi Jónsson, Stefán Valgeirsson, Ámi Gunnarsson, Friöjón Þórðarson og Guðrún Helgadóttir. Hinir 29 viðstöddu voru á mótx. I atkvæðagreiöslunni um 1. grein frumvarpsins, um fjölgun þingmanna í 63, voru sem fyrr segir 6 á móti: Egg- ert Haukdal, Jón Baldvin Hannibals- son, Ingólfur Guðnason, Karvel Pálmason og Ölafur Þ. Þórðarson. Hjá sátu: Friðjón Þórðarson, Pálmi Jóns- son, Stefán Valgeirsson, og Ámi Gunnarsson, alls 4 þingmenn. Hinir 29 viðstaddir samþykktu. Guðmundur J. Guömundsson hafði fjarvistarleyfi. Þriðja umræða hófst þegar að atkvæðagreiðslunni lokinni og var ekki gert ráð fyrir að ljúka henni fyrr en í dag. Þá koma til afgreiðslu fleiri breytingartillögur, flestar frá Vilmundi Gylfasyni. -HERB. Skákkeppni framhalds- skólanna að hef jast Skákkeppni framhaldsskóla 1983 hefst að Grensásvegi 46, föstudaginn 11. mars nk., kl. 19.30. Keppninni verð- ur fram haldið laugardag, 12. mars kl. 13—19, og lýkur sunnudag, 13. mars, kl. 13-17. Þátttöku í mótinu má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöld- in, kL 20—22, í síðasta lagi á morgun , fimmtudag, 10. mars. Fyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður, hver sveit skal skipuð fjórum nemendum á framhaldsskólastigi, auk 1—4 til vara. Tefldar verða sjö umferð- ir eftir Monrad-kerfi ef næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti verður sveitum skipt í riðla en síðan teflt til úrslita. Umhugsunartími er ein klukkustund á skák fyrir hvorn keppanda. Almennar skákreglur gilda, nema þegar annar hvor keppandi á eftir fimm minútur af umhugsunartimanum, þá er teflt eftir hraöskákreglum. -MAM/starfskynning FRÁBÆR GÆÐI FRÁBÆRT VERÐ Var 3*2.- 372,- Tilb. verö 192.- 165.- 145.- C-90 mín C-60 mín C-46 mín Ótrúlegt tilboösverð á SONY METALL kasettum. SONY METALL færöu hjá: REYKJAVÍK Japis Brautarholti 2, Hljóðfærphús Reykjavikur Laugavegi 96, Grammiö Hverfisgötu 50. Stuð Laugavegi 20. HAFNARFJÖRÐUR Kaupfélag Hafnarfjaröar Strandgötu. AKRANES Bókaverslun Andrésar. KEFLAVÍK Studeo HÚSAVÍK Bókaverslun Þórarins Stefánssonar ÍSAFJÖRÐUR Epliö. BOLUNGARVÍK Verslun Einars Guöfinnssonar. SEYÐISFJÖRÐUR Kaupfélag Héraösbúa. AKUREYRI Radiovinnustofan Kaupangi. Tónabúöin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.