Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 4
FAÐU ÞERIFINGUR- BJÖRG ÁINGIBJÖRGU — blómlegt f élagsstarf í Jónshúsi Félagsstarf Islendinga í Kaup- mannahöfn er aö sprengja utan af sér gamla húsiö viö Austurbrú þar sem Jón Sigurðsson forseti bjó meö konu sinni, Ingibjörgu. Islendtagafélagið hefur um 900 skráöa meðlimi en Námsmanna- félagið um 250. I raun er um fleira fólk að ræða þar sem ekki er skráöur nema einn úr hverri fjölskyldu. Skrif stof uhald f élaganna f er fram í 30 fermetra húsnæði í kjallara Jóns- húss. Þar gefa félögin út blað sitt Þórhildi, sem væntanlega heitir í höfuðið á Danadrottningu. Kór- æfingar eru þar einnig haldnar. I sama kjallaraherbergi er einnig miðstöð Samtaka íslendinga á Norð- urlöndum, sem hefur á milli 8 og 10 þúsund manns innan vébanda sinna. Hjá þeim er nú í undirbúningi tíu daga páskaferð til Islands með leigu- flugi sem kostar krónur 5 þúsund íslenskar. Flogið er heim 25. mars og utan aftur 4. apríl. Ferðaskrifstofa stúdenta sér um ferð að heiman með sömuvél. Samkomur eru margar í Jónshúsi og fara þær fram í veitingasalnum á fyrstu hæð hússtas. Hann er optan alla daga nema miðvikudaga frá klukkan 17 til 22. Þar var þétt setið á sunnudaginn var þegar lesið var úr jólabókum að heiman. Nemendur úr íslenska skólanum í Höfn lásu úr barnabókum en þátttakendur á framsagnarnámskeiöi úr fullorðtas- bókum. Og fólk fékk sér kaffi og bjór við myndarlegan koparskenk, bar Ingibjargar. Á annarri hæð er fræðimannsíbúð, en á þeirri þriðju bókasafn í miklum vexti. Fjórðu og efstu hæð hefur þjónandi prestur. Hún stendur nú auð þar sem þjónandi prestur, séra Jóhann Hlíðar, lét af störfum vegna aldurs fyrir tveimur vikum og er flutturtilSpánar. Landar hér vona að nýr prestur f ái leigða íbúð annars staðar í borginni, en hafi skrifstofu og fastan viðtals- tíma í Jónshúsi. Myndi þá rýmkast um félagsstarfiö. Því er heldur ekki að neita að það er ónæðissamt fyrir presttan að búa í Jónshúsi. Annars halda sumir því fram að farandprestur yrði bestur stuðn- ingur við trúarlíf Islendinga á Norðurlöndum. Gæti hann búið á Islandi en ferðast þaðan um Norður- lönd. Fordæmi fyrir slíku má finna í utanríkisráðuneyttau þar sem er sendiherrann fyrir Asíulönd. Hann feröast milli höfuðborga þar í álfu hluta úráii endvelurannarsheima. IHH/Kaupmannahöfn Nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hafa að undanförnu haft sína starfs- daga eins og fleiri skólar. Meðalannars sýndu nemendur hross ígerði skólans. DV-mynd EÓ. DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. Fjársöf nun bar góðan árangur: Bygging Breiðholts- kirkju hefst brátt Uppgjöri söfnunar vegna byggingar Breiðholtskirkju í Mjódd- inni er nú lokiö. Samtals söfnuðust kr, 209.467,25. Er byggingarnefnd mjög þakklát einstakltagum og f yrir- tækjum fyrir hjálptaa. Etas og Breiðholtsbúum hefur verið skýrt frá mun byggtag kirkjuskipstas hef jast áður en langt um líður. Til landsins er komið allt það ef ni sem á þarf að halda. Áformað er að byggtag kirkju- skipstas fari fram eigi síðar eh í aprílmánuði og mun það þá gerast meö stórvirkum lyftitækjum á nokkrum dögum eftir því sem veður- far og aðrar aðstæður leyfa. Verður kirkjan síðan klædd utan og gerð fokheld á sumri komanda. Byggtagarnefnd Breiðholtskirkju hefur nú leitaö eftir því við allar verslanir og f yrirtækí í Breiðholti að þar megi koma fyrir sparibaukum þar sem almenntagur getur látiö nokkurt fé af hendi rakna tU stuöntags kirkjubyggingunni. -MAM/starískyimiiig. Póstburðargjöld hækkuðul.mars 1. mars síöastliðtan var tekta í gildi ný gjaldskrá fyrir póstþjónustu. Samkvæmt henni verður burðar- gjald bréfa í fyrsta þyngdarflokki (20g) innanlands og til Norðurlanda 4^0 kr., til annarra landa 5.00 kr. og flugburðargjald til annarra landa utanEvropu9.00kr. Burðargjald fyrir póstkort og prent í fyrsta þyngdarflokki (20g) verður kr. 4.00 nema flugburðargjald til lands utan E vrópu sem verður kr. 4,50. Gjald fyrir gíróþjónustu verður 6,50 kr., fyrir almennar póstávísanir 11,00 kr., símapóstávisanir 48,50 kr. og póstkröfur 20,00 kr. (13,50 kr. e£ um innborgun á póstgíróreikntag er aðræða). Burðargjald böggla innanlands verður sem hér segir: 1 kg 23 kr., 3 kg 26 kr., 5 kg 41 kr., 10 kr 64 kr., 15 kg92kr.,20kgl03kr. Abyrgðargjald verður 9,50 kr. og hraöboðagjald 21,50kr. MAM/starf.skynniiig Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ðí Sigur öryggisvörslu í Þýskalandi Um nokkurra missera skeið hafa þau öfl riðið húsum í Vestur-Þýska- landi, sem telja að öryggi þess lands verði best tryggt með andstöðu við kjarnorkuvarnir og jafnvel með hlut- leysi. Kosningarnar i sambandslýð-' veldinu nú um helgina sýna iiiiis vegar, að því fór víðs fjarri, að þýskur almenningur væri sömu skoð- unar. Það hefur ekki skort á marseringar og friðarherferðir og hefur þar talað með sinu nefi frá pattaralegum próföstum til atvinnu- mótmælenda á ilskóm. Og þessi mikla sókn eftir „friði" hefur ekki farið fram hjá neinum, því að fjöl- miðlar hafa tíundan hvern fund og bverja göngu, þótt sóknin á þá sé ekki meiri en á meðalknattspyrnu- leik í viðkomandi borgum og tæplega það. Aðallega hefur friðarséknta átt sér stað í Sósíaldemókrataflokknum i og varð hún loks svo mikil, að Helmut Schmidt varð að láta af embætti flokksieiðtoga og við tók maður, sem er mjög undir handar- jaðri Willy Brandt, fyrrum kanslara, en hann hefur verið hiifuotalsmaour slökunarstefnunnar gagnvart austurblokkinni. Brandt befur enn mikil áhrif í sinum flokki, þótt sknggi hafi falliö á skjöld hans, þar sem upp hefur komist um hvern n jósnarann á fætur öðrum, sem vann í þjónustu hans. Að ráðum Brandts mun Vogel núverandi leiðtogi sósíaideinókrata hafa stýrt fleyi flokksins til vin stri og lýst sig frekar aiidsiiúinii kjarnorku- vöniuiu i Þýskalandi. Gekk hann þar þvert á stefnu Helmut Schmidts, sem var alla sina kanslaratið talsmaður traustra varna Atlantshafsbanda- lagstas. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að megbiástæðan fyrir stórsigri kristilegu flokkanna í Þýskalandi er afstaða þeirra í varnar- og öryggismálum. Alincuningur í Þýskalandi ksrir sig ekkert um að vera ofurseldur hernaðarmætti Sovétrikjanna og vill þess vegna treysta varnir lands sins á sem öruggastan hátt. Það er athyglisvert, að Frans Jósef Strauss leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins í Bæjaralandi bættienn við sig fylgi og hlaut nú yfir 60% atkvæða. Hann hefur sem kunnugt er verið einiia harðastur talsmaður kjarnorku- varna í Þýskalandi og vill f ylgja eftir stefnu Atlantshafsbandalagsbis í þessumáli. Fylgistap sósíaldemókrata verður ekki skýrt með öðru en þvi, að kjós- endur hafi yflrgefið hann vegna hik- andi af stöðu hans í öryggismálum. Fréttaskýrendur halda því nú fram, að úrslit kosninganna megi fyrst og fremst rekja til þess, að þýskur ahnenningur treysti kristi- legu flokkunum betur til þess að reisa atvinnulíf ið við en sósíal-demó- krötum. Vitanlega hefur þessi afstaða ráðið etahverju, en reynsla af fyrri kosningum bcndir til annars, — að menn kjési til vbistri í von um átak gegn atvinnuleysi, enda eru hægri menn yflrleitt merktir sem sérstakir áhugamenn um atvinnu- leysingja og kreppu. A sunnudaginn var flutti Rikisút- varpið messu á vegum æskulýðs- nefndar þjóðkirkjunnar. Þar kvað að mestu við sama söng og hefur hljómað í Þýskalandi, sem sé að menn eigi að verjast ofbeldismann- inuin með því að leggja niður vopn sín og bjóða honum aðgang að húsi sínu, konu og dætrum. Vonandi er ' nú, að leiðtogar htas íslenska æsku- lýðsstarfs dragi m.a. einhvern lær- dðm af knsningunum í Þýskalandi og geri sér grein fyrir þvi, að meðan ulfar eru á krciki í skóginum verður smalinn að eiga vopn til að verja sauði sina. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.