Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 5
DV. MIÐVKUDAGUR 9. MARS1983. 5 Blaðið Pittsburgh Post-Gazette birti forsíðufrétt um skaöabætur Coopers og Lybrand og tölvufyrirtækisins. Coopers og Lybrand höfðu sölusamning við tölvufyrirtækið sem þeir mæltu með Borgarlögmaður Pittsburgh í Bandaríkjunum, Dante Pellegrini, telur skaðabætur þær, sem endur- skoöunarfyrirtækið Coopers og Ly- brand og tölvufyrirtækið Software Internatinal Corporation féllust á aö greiða borginni, jafnvirði 1,2 mill- jóna Bandaríkjadala eða um 24 millj- óna íslenskra króna. I viötali við blaðiö Pittsbárgh Post-Gazette segir borgarlögmaöur- inn að báðum fyrirtækjunum hafi í október síðastliðnum verið tilkynnt að borgin væri að íhuga að stefna þeim. Hætt hefði verið við málsókn þegar samkomulag náðist um skaða- bætumar eftir fjögurra mánaða samningaviðræður. Coopers og Lybrand höfðu mælt með því við borgaryfirvöld aö Soft- ware sæi um að útvega tölvubúnað vegna bókhalds borgarinnar. Tölvu- búnaðurinn reyndist mjög illa. Tölvurnar sjálfar voru ekki vanda- málið heldur forritin. I ljós kom að Coopers og Lybrand höfðu sölusamning við Software- tölvufyrirtækið. Yfirvöld í Pitts- burgh vissu ekki af þessum samningi þegar Coopers og Lybrand ráðlögðu peim að versla viö Software. Ákvað Pittsburgh að fá sér nýja endurskoð- endur í framhaldi af máli þessu.KMU. Hitaveita Rangæinga Reyna að dæla úr borholunni Dómskerfið: Veruleg fækkun á óafgreiddum málum Barátta dómskerfisins við að minnka þá hauga af óafgreiddum mál- um, sem hlaðist hafa upp í gegnum ár- in, virðist nú loks vera farin að bera árangur. I nýlegri skýrslu dómsmála- ráöherra um meðferð dómsmála kemur í ljós að um verulegan árangur er aö ræða. 1 samanburði við síðustu skýrslu dómsmálaráöherra, sem lögð varifram 1980, kemur fram að 1. janúar þaö ár voru 109 sakamál á land- inu óafgreidd frá árinu á undan, en 1. janúar í ár voru aðeins 68 sakamál óaf- greidd frá því í fyrra. Oafgreiddum einkamálum hafði einnig fækkað. Þau voru 89 á öllu land- inu 1980 en 46 um síðastliðin áramót. Ef litið er á tölur frá Reykjavík sést að árið 1980 voru 109 sakamál óaf- greidd frá árinu á undan, en 1. janúar í ár voru þau aðeins 24. Óafgreidd einka- mál voru 36 1980 en einungis fjögur í ár. Allflestum umdæmum á landinu tekst að fækka óafgreiddum málum, með örfáum undantekningum. Á Isa- firöi og í ísafjaröarsýslu voru óaf- greidd sakamál 1980 sjö og sama tala er gefin upp í ár. Einkamálum f jölgaði hins vegar úr tveimur 1980 í níu um síð- ustu áramót. „Þetta sýnir að ástandið er í góðu lagi. Það er sáralítiö af gömlum mál- Ók á staur — grunaðurum ölvun Átján ára piltur var fluttur á slysa- deild, eftir aö hann ók bifreið sinni á ljósastaur á Miklubraut á móts við Engihlíðina á sunnudagsmorgun um klukkan hálfátta. Pilturinn er grunað- ur um að hafa ekiö undir áhrifum áfengis. Við áreksturinn skekktist ljósastaur- inn og ljósabúnaður datt niður. -JGH um í gangi, þeim er lokið og það eru bara þessi nýjustu mál á dagskrá,” sagði Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra í samtali við DV. „Þetta bendir til þess að meðferðin sé orðin greiðari og gangi betur en áður. Ástandið í meðferð virðist í góðu lagi um allt land, með kannski örfáum und- antekningum. Það er greinilegt að þróunin er mjög jákvæð,” sagði Friðjón. SþS/Pá Tilraunir með borholu Hitaveitu Rangæinga hetjast líklega ekki fyrr en á morgun, fimmtudag. Dregist hefur að gera dælu klára til verksins. Dæla verður sett niður í holuna að Laugalandi í Holtum í dag eða á morgun. Sérfræðingar Orkustotnunar ætla að athuga hvernig holan bregst við dælingu. Hálfur mánuður er nú liðinn síðan borholan hætti að skila þeirri orku sem til var ætlast af henni. -KMU/DV-mynd Bjarnleifur GOÐ MATARKAUP Kjúklingar 10 stk. í kassa. 96,00 kr. kg Nautahakk 10 kg 110.00 kr. kg Ærskrokkar niðursagaðir 27,50 kr. kg Lambaskrokkar 66,50 kr. kg Kindahakk aðeins 48,50 kr. kg Unghænur 48,00 kr. kg Hangikjöt eldra verðið London Lamb 152,00 kr. kg Baconsneitt 119,00 kr.kg Daglega ný egg 55,00 kr. kg Veríð velkomin m m Laugalæk 2 sími 3 50 20, 3 64 75 riAMC ^ BILAR A FRABÆRUM é KJÖRUM Gott úrval af jeppum á góðum kjörum, Wagoneer, Scout, Toyota, allt bílar, sem komast allra sinna ferða í ófærðinni. Einnig ódýrir bílar af öðrum gerðum, á mjög góðum kjörum, Fíat 132, Fíat 131, Fíat 127, Fíat 126, Fíat 125 p, allt bílar sem fást á góðum greiðsluskilmálum, einnig aðrar gerðir af bílum, öll skipti koma til greina hjá okkur. Komdu og skoðaðu, það borgar sig. OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-18. OPIÐ SUNNUDAG KL. 13-18. VILHJÁLMSSON //oAvFsn 4 KOP. SIMAR 77200 - 77720. //sMIÐJUVEGM, KÓPÁ ISLANDI SIGURÐSSON hf. . KOPAVOGI, SÍMAR 77202 - 77200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.