Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 6
DV. MIÐVIKUDAGUR9. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Landbúnaðarvörurnar hækka meira en kaupið — ástæður launahækkun og minna greitt niður Landbúnaðarvörur hækkuöu í veröi á þriðjudaginn var. Hækkunin núna var nokkru meiri en hækkun launa almennings vegna þess aö inn í hana kom launahækkun bænda sem aðrir landsmenn fengu í janúar. Hún var 2%. Einnig voru þeim metin hærri laun vegna orlofslengingar annarra lands- manna og aldursflokkahækkana. Þá hækka niðurgreiðslur ekkert, hvorki aö krónutölu né í prósentum. Hækkun landbúnaðarvara til neytenda er því á bilinu 22-46%. Mest hækka kartöflurnar í verði. Fyrsti flokkur, í 5 kílóa pokum, kostaði áður 6,20 krónur kílóið en fer upp í 9,20 krónur. Er þaö vegna þess aö kartöflur hækkuðu ekkert í verði í desember. Hækkunin núna er meiri f yrir bragðiö. Súpukjót og rjómi hækkuðu um 23%. Rjóminn kostaði 68,15 en fór í 83,65. Nautakjöt hækkaði minnst, um22%, úr 76,15 í 93,10. Mjólkin hækkaöi hins vegar um nærri 30%, úr 9,70 í 12,55. Smjörið hækkaöi heldur meira, úr 109,95 í 144,40. Er þaö 31%. Skyr hækkaði um sömu prósentutölu, úr 15,10í 19,80. 45% ostur hækkaði um 21%, úr 111,50 í 135,20. U ndanrennan hækkaði um 23% úr 8,40 í 10,30. Svo fleiri dæmi séu tekin af hækkun á kjöti en súpukjötinu sem áður var nefnt, hækkar verðið á „sunnudagslær- inu" úr 85 krónum kílóið í 104,15. Kótel- ettur fara úr 91,80 í 112,30 og framhryggurúr 99,50 í 121,40. Þó aö nautakjötið hækki minnst er verðið á því alveg nógu hátt samt. Þannig kostar hryggstykki úr aftur- hluta af fyrsta flokks nauti 224,05 og miðlæri 179,40 krónur. Svínakjöt hækkaði líka í verði um mánaðamótin, um 19,5%. Er þetta verðhækkun sem sláturhúsin greiða til bænda. Frjáls álagning er á svínakjöti í verslunum og verð því misjafnt. En búast má viö því að veröiö hafi hækkaö í þeim flestum upp undir 20%. Heildsöluverð á hrossakjöti hækkaði um 19% um mánaðamótin. En eins og á svínakjötinu er verðið frjálst og því misjafnt í búðum. Heildsöluverðiö á fyrsta flokki kjöti í heilum skrokkum fórúr 42,65 í 50,90 krónur. DS Blómin svöng eftir veturinn: VIUA ÖLL NÝJA MOLD Þá fer aö renna upp sá tími sem hentugastur er til þess aö skipta um mold á stofublómunum. Fyrir flest blóm er mars heppilegastur. Með því að fletta upp í blómabókum má sjá hvaða tími hentar hverri tegund. En á vorin vilja þær allar f á nýja mold. I mörgum tilfellum þarf líka stærri potta.Ef ekkerter nema rætur í pott- inum verður að stækka hann annars veslast plantan upp úr næringarskorti. Og jafnvel þó ekki þurfi að stækka pottinn er nauösynlegt að haf a moldar- skipti. Blómin nýta þá næringu sem í moldinni er og þegar hún er búin hafa þau ekkert annað. Áburðargjöf er nauösynleg til þess að halda eins lengi í næringarefnin og nokkur kostur er. En flestir plöntufræðingar ráðleggja litla áburöargjöf á veturna þannig að á vorin eru næringarefni öll af skornum skammti. Best er að undirbúa moldarskipt- ingu deginum áður. Vökva blómin vel og vandlega, þá er auðveldara að ná þeim úr pottunum. Plantan verður þá Raddir neytenda Bókhald um árabil Kæra neytendasíða. Hér með sendi ég seðil í heimilis- bókhaldið. Síðan ég byrjaði að búa (1971) hef ég haldiö heimilisbókhald alltaf af og til. Tel ég engan vafa á því að það er til hagsbóta fyrir heimiliö. Maður fylgist betur með vöruverði en ella. I siðusta mánuði voru kostnað- arliðir, aðrir en matarkostnaöur, nokkuö háir. Kemur þar til afborgun af píanói, varahlutir í bílinn og fleira. Læt þettanægjaaðsinni. Kveðja, A.S., Norðurlandi. líka fyrir minna losti. Þegar hún er komin í nýja mold er best að vökva vel og setja hana á skuggsælan staö í nokkra daga á meðan hún jafnar sig. Siðan er hún flutt í meiri birtu. Þá ætti að vera óhætt aö setja hana alla leið út í glugga. En eftir því sem líður á sumar og birtan vex þarf að flytja að minnsta kosti sumar plöntur fjær birtunnL Öryggt merki um það að plantan sé í of mikilli sól er ef blöðin fara að gulna eða verða brún í broddana. Þá er best að f æra hana á dimmari stað. Sumar af plöntunum okkar kunna að vera orðnar úr sér vaxnar og hættar að vera fallegar. Þá er best að endur- nýja þær. Flestum plöntum er hægt aö fjölga á tiltölulega einfaldan hátt. Best er að fá upplýsingar um það hvað hverri plöntu hentar hjá öðru blóma- fólki, í blómabúðum eða með því að fletta upp í blómabókum. I bók Arnar og Örlygs, Allt um pottaplöntur, er til dæmis útskýrt með myndum hvernig f jölga má fjölda tegunda. Fræ og laukar Einærar plöntur er best að setja í mold um þetta leyti. Ýmist eru þá keyptir laukar eða fræ. I Sölufélagi garðyrkjumanna og mörgum blóma- búðum er hægt að fá fjölbreytilegt úrval af slíku. Oft getur tekið ögn lengri tíma að koma þessum blómum til en öðrum en stundum er ekki um aðrar leiðir að ræða. Hin síðari ár hefur það f ærst nokkuð í vöxt að menn reyni aö rækta nytja- jurtir með því að setja niður fræ. Paprikan hefur þar gefist einna best. Nóg er að taka fræ innan úr papriku sem keypt er í búð og setja niður. Laukarnir eru til af ótal stærðum og gerðum, margir einærir en sumir fjöl- ærir. Skipta þarf um mold á þeim fjölæru. Gætið þess að laukarnir snúi rétt. Spyrjist fyrir í blómabúðunum umþað. Umpottun 1 Ungar plöntur þarf að um- potta á vorin, þegar rætur vaxa út úr pottinum, og ný blöð myndast ekki. Vökvið vel. 3 Haldið yfir moldina og um gamla pottinn. Sláið létt við borðbrún og plantan losnar. 5 Setjið plöntuna í nýja pott- inn. 2 Undirbúið 2—5 cm stærri pott með frárennsli og rakri leirmold. 4 Fjarlægið varlega gömlu moldina frá rótunum. Þær má ekki særa. 6 Fyllið upp með mold. Hyljið ræturnar vel. Þrýstið vel að. Látið standa í skugga og vökvið ekki í 2 sólarhringa, uns ræturnar fara að vaxa. Til þess að pottablómin verði falleg gildir það sama og um annað líf, það þarf að sinna þeim. Oft er talað um aö fólk ræði við blómin sín og þess vegna séu þau falleg. Ekki veit ég hvort þetta er rétt. En víst er um það ef menn ræöa við blómin veita þeir þeim athygli á meðan og gera fyrir þau það sem gera þarf. -DS. Á þessum teikningum sem eru úr bókinni Allt um pottaplöntur sést hvernig best er aö skipta um mold á flestum venjulegum tegundum blóma. Vökvið varlega Eftir að plantan hefur veriö sett í nýja mold er best að vökva ekki mikið næstu daga þar á eftir. Aukið vökvann eftir því sem dagar lengjast en munið að ein algengasta dánarorsök plantna er drukknun. Nauðsynlegt kann að vera að hella umframvatni úr skál eða pottahlíf því sumar plöntur þola illa að standaívatni. Áburð skal gefa reglulega. Ekki þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir að plantan er sett í nýja mold. Gefið heldur minna af áburði en meira. Alls ekki meira en það sero mælt er með á umbúðunum. Aldrei má gefa áburö í þurra mold, þá brenna rætur blóm- anna. Vökvið fyrst og látið bíða í klukkutíma og gefið þá annan vatns- slurk með áburði. Klippið jafnóðum af fölnuð blöð og spírur sem vaxa blaölausar eöa blað- litlar út í loftið. Meö því verður platnan þéttari og fallegri. Eftir að planta- hefur verið klippt er nauðsynlegt að vökva hana vel. Uppfysingaseðflí] til samanbmðar á heimilískostnaði j Hvað kostar heimilishaldið? | Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar . fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar ad auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili i Simi <|-------------------------------------------------------------------------------------------------- '1 Fjöldi heimilisfólks Kostnaöur í febrúarmánuöi 1983 Mátur og hreinlætisvörur kr. Annaö ' kr. Alls kr. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.