Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Page 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Landbúnaðarvörumar hækka meira en kaupið — ástæður launahækkun og minna greitt niður Landbúnaðarvörur hækkuöu í veröi á þriöjudaginn var. Hækkunin núna var nokkru meiri en hækkun launa almennings vegna þess aö inn í hana kom launahækkun bænda sem aðrir landsmenn fengu í janúar. Hún var 2%. Einnig voru þeim metin hærri laun vegna orlofslengingar annarra lands- manna og aldursflokkahækkana. Þá hækka niðurgreiðslur ekkert, hvorki að krónutölu né í prósentum. Hækkun landbúnaöarvara til neytenda er því á bilinu 22—46%. Mest hækka kartöflurnar í verði. Fyrsti flokkur, í 5 kílóa pokum, kostaði áöur 6,20 krónur kílóiö en fer upp í 9,20 krónur. Er þaö vegna þess aö kartöflur hækkuöu ekkert í veröi í desember. Hækkunin núna er meiri fyrir bragöiö. Súpukjöt og rjómi hækkuðu um 23%. Rjóminn kostaði 68,15 en fór í 83,65. Nautakjöt hækkaði minnst, um22%, úr 76,15 í 93,10. Mjólkin hækkaöi hins vegar um nærri 30%, úr 9,70 í 12,55. Smjöriö hækkaöi heldur meira, úr 109,95 í 144,40. Er þaö 31%. Skyr hækkaði um sömu prósentutölu, úr 15,10 í 19,80. 45% ostur hækkaöi um 21%, úr 111,50 í 135,20.Undanrennanhækkaöium 23% úr 8,40 í 10,30. Svo fleiri dæmi séu tekin af hækkun á kjöti en súpukjötinu sem áður var nefnt, hækkar verðið á „sunnudagslær- inu” úr85 krónum kílóið í 104,15. Kótel- ettur fara úr 91,80 í 112,30 og framhryggurúr 99,50 í 121,40. Þó aö nautakjötiö hækki minnst er veröið á því alveg nógu hátt samt. Þannig kostar hryggstykki úr aftur- hluta af fyrsta flokks nauti 224,05 og miölæri 179,40 krónur. Svínakjöt hækkaöi h'ka í veröi um mánaðamótin, um 19,5%. Er þetta verðhækkun sem sláturhúsin greiöa til bænda. Frjáls álagning er á svínakjöti í verslunum og verö því misjafnt. En búast má viö því aö veröið hafi hækkaö í þeim flestum upp undir 20%. Heildsöluverð á hrossakjöti hækkaöi um 19% um mánaðamótin. En eins og á svínakjötinu er veröiö frjálst og því misjafnt í búöum. Heildsöluveröiö á fyrsta flokki kjöti í heilum skrokkum fór úr 42,65 í 50,90 krónur. DS Blómin svöng eftir veturinn: VIUA ÖLL NÝIA MOLD Þá fer aö renna upp sá tími sem hentugastur er til þess að skipta um mold á stofublómunum. Fyrir flest blóm er mars heppilegastur. Með því aö fletta upp í blómabókum má sjá hvaöa tími hentar hverri tegund. En á vorin vilja þær allar fá nýja mold. I mörgum tilfellum þarf líka stærri potta. Ef ekkert er nema rætur í pott- inum verður aö stækka hann annars veslast plantan upp úr næringarskorti. Og jafnvel þó ekki þurfi að stækka pottinn er nauðsynlegt aö hafa moldar- skipti. Blómin nýta þá næringu sem í moldinni er og þegar hún er búin hafa þau ekkert annaö. Áburöargjöf er nauösynleg til þess aö halda eins lengi í næringarefnin og nokkur kostur er. En flestir plöntufræöingar ráöleggja Utla áburöargjöf á veturna þannig aö á vorin eru næringarefni öll af skornum skammti. Best er aö undirbúa moldarskipt- ingu deginum áöur. Vökva blómin vel og vandlega, þá er auðveldara aö ná þeim úr pottunum. Plantan veröur þá Raddir neytenda Bókhald um árabil Kæra neytendasíöa. Hér meö sendi ég seðil í heimihs- bókhaldið. Síöan ég byrjaöi aö búa (1971) hef ég haldið heimilisbókhald alltaf af og til. Tel ég engan vafa á því aö þaö er til hagsbóta fyrir heimiUö. Maður fylgist betur meö vöruveröi en ella. I síðusta mánuöi voru kostnaö- arUöir, aörir en matarkostnaður, nokkuö háir. Kemur þar til afborgun af píanói, varahlutir í bílinn og fleira. Læt þetta nægjaaösinni. Kveðja, Á.S., Noröurlandi. líka fyrir minna losti. Þegar hún er komin í nýja mold er best aö vökva vel og setja hana á skuggsælan staö í nokkra daga á meðan hún jafnar sig. Síðan er hún flutt í meiri birtu. Þá ætti að vera óhætt aö setja hana alla leið út í glugga. En eftir því sem Uður á sumar og birtan vex þarf aö flytja aö minnsta kosti sumar plöntur fjær birtunni. Öryggt merki um þaö aö plantan sé í of mikiUi sói er ef blöðin fara að guUia eöa veröa brún í broddana. Þá er best aöfæra hana á dimmari staö. Sumar af plöntunum okkar kunna aö vera orðnar úr sér vaxnar og hættar að vera fallegar. Þá er best aö endur- nýja þær. Flestum plöntum er hægt aö fjölga á tiltölulega einfaldan hátt. Best er aö fá upplýsingar um þaö hvaö hverri plöntu hentar hjá öðru blóma- fólki, í blómabúðum eöa meö því aö fletta upp í blómabókum. I bók Arnar og Örlygs, AUt um pottaplöntur, er til dæmis útskýrt meö myndum hvemig f jölga má fjölda tegunda. Fræ og laukar Einærar plöntur er best aö setja í mold um þetta leyti. Ýmist eru þá keyptir laukar eöa fræ. I Sölufélagi garöyrkjumanna og mörgum blóma- búðum er hægt aö fá fjöIbreytUegt úrval af slíku. Oft getur tekiö ögn lengri tíma aö koma þessum blómum til en öörum en stundum er ekki um aörar leiðir aö ræöa. Hin síöari ár hefur þaö færst nokkuð í vöxt aö menn reyni aö rækta nytja- jurtir meö því aö setja niður fræ. Paprikan hefur þar gefist einna best. Nóg er að taka fræ innan úr papriku sem keypt er í búö og setja niður. Laukarnir eru tU af ótal stæröum og gerðum, margir einærir en sumir fjöl- ærir. Skipta þarf um mold á þeim fjölæru. Gætiö þess að laukarnir snúi rétt. Spyrjist fyrir í blómabúðunum um þaö. Umpottun 1 Ungar plöntur þarf að um- potta á vorin, þegar rætur vaxa út úr pottinum, og ný blöð myndast ekki. Vökvið 2 Undirbúið 2—5 cm stærri pott með frárennsli og rakri leirmold. 3 Haldið yfir moldina og um gamla pottinn. Sláið létt við borðbrún og plantan losnar. moldina frá rótunum. Þær má ekki særa. 5 Setjið plöntuna í nýja pott- inn. 6 Fyllið upp með mold. Hyljið rætumar vel. Þrýstið vel að. Látið standa í skug^a og vökvið ekki í 2 sólarhringa, uns rætumar fara að vaxa. Á þessum teikningum sem eru lír bókinni Allt um pottaplöntur sést hvernig best er að skipta um mold á flestum venjulegum tegundum blóma. Vökvið varlega Eftir að plantan hefur verið sett í nýja mold er best að vökva ekki mikiö næstu daga þar á eftir. Aukið vökvann eftir því sem dagar lengjast en muniö aö ein algengasta dánarorsök plantna er drukknun. Nauösynlegt kann að vera aö hella umframvatni úr skál eða pottahlíf því sumar plöntur þola illa að standaívatni. Áburö skal gefa reglulega. Ekki þó fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir aö plantan er sett í nýja mold. Gefið heldur minna af áburöi en meira. Alls ekki meira en þaö sem mælt er meö á umbúðunum. Aldrei má gefa áburö í þurra mold, þá brenna rætur blóm- anna. Vökviö fyrst og látiö bíöa í klukkutíma og gefið þá annan vatns- slurk meö áburði. . Klippiö jafnóöum af fölnuð blöð og spírur sem vaxa blaölausar eöa blaö- litlar út í loftiö. Meö því verður platnan þéttari og fallegri. Eftir aö planta- hefur verið klippt er nauösynlegt aö vökva hana vel. Til þess aö pottablómin veröi falleg gildir það sama og um annað líf, þaö þarf aö sinna þeim. Oft er talaö um aö fólk ræði við blómin sín og þess vegna séu þau falleg. Ekki veit ég hvort þetta er rétt. En víst er um þaö ef menn ræöa viö blómin veita þeir þeim athygli á meöan og gera fyrir þau það sem gera þarf. -DS. Upplýsingaseðíííj til samanburðar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruö þér orðinn virkur þátttak- | andi i upplýsingamjðlun meðal almennings um hvert sé meöaital heimiliskostnaóar j fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar aö auki eigiö þér von um aö fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili íi :i Sími d----------------------- J j Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í febrúarmánuði 1983 Mátur og hreinlætisvörur kr. Annaö ' kr. Alls kr. Jí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.