Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hækkun á gjaldskrá hitaveitu: Sækja þarf um leyfi til iðnaðarráðuneytis Sigríöur Haraldsdóttir í Njarövík hringdi: Mig langar til þess aö fá aö vita um hvort hitaveitur þurfa ekki að sækja um leyfi til einhverra aöila til aö hækka gjaldskrá sína. Hita- veita Suöurnesja hækkar sína gjald- skrá í nær hvert einasta skipti sem reikningar eru sendir út. Hélt ég aö sækja þyrfti um leyfi fyrir svona hækkunum og það ekki veitt svona oft. Annað langar mig aö vita og þaö er hvort ákveöa má þann dag sem dráttarvextir falla á einhliða. Þarf ekki leyfi til að flýta honum? Guörún Skúladóttir, starfsmaöur iðnaöarráðuneytisins, varö fyrir svörum. Sækja þarf um leyfi til iönaöarráöuneytisins fyrir hækkun á gjaldskrá hitaveitna. Slik leyfi eru veitt í byrjun febrúar, maí, ágúst og nóvember. Umsóknir um leyfi til hækkunar þurfa aö hafa borist fyrir þann tíma. Þaö kemur stundum fyrir aö gjaldskráin hækkar ekki fyrr en nokkuð er liðið á mánuöinn. Þá nægir hitaveitunum ekki einn reikningur til þess aö færa inn á hækkunina. Hluti hækkunarinnar er því tiltekinn á næsta reikningi eftir hækkun og afgangurinn á næsta reikningi á eftir. Því heldur fólk oft aö verðið sé hækkaö oftar en gert er. Varðandi dráttarvextina sagöi Guörún aö í sumum gjaldskrám væru þeir tilteknir svo og tími til aö greiða reikninginn áöur en dráttar- vextir legöust á. í reglugerð væri líka kveðiö á um sumar af hita- veitunum. Aðrar hitaveiturværuhins vegar ekki meö slík ákvæöi og gætu því fækkaö dögum aö því er virtist einhliöa. Hitaveita Suðurnesja er með fastákveöna 14 daga frá því aö reikningur er sendur út og þar til dráttarvextir falla á. Guörún sagöi aö ekki heföi veriö sótt um leyfi til þess að fækka þeim dögum þannig aö ef þaö heföi verið gert ætti aö athuga þaömálbetur. DS **' \ --- v.VU RVIV- **$£.**** W®9 VLVSt V.VÓs- \.’8l « raosVM' vr“ íun<Öt> upO, \ wóúW' °* - letöuf FólkiðáKópaskeri: Sparaði sér 14 þúsund krónur með því að kynda með raf magni í stað olíu Birgir Dýrfjörö hringdi og vildi enn ræða nokkuö um orkuna. Hann flytur inn rafmagnshitara. Birgir vildi sérstaklega nefna greinarstúf í blaðinu á miðvikudag. Þar tók maöur á Kópaskeri saman orkunotkun sína á síöasta ári. I ljós kom aö hann og fjölskylda hans höföu eytt 36425 kvst til upphitunar. Kostaöi þaö miöað viö verölag í marsbyrjun 19.892 krónur. Birgi fannst þetta dæmi sérlega skýrt því tekið var fram hversu miklu haföi veriö eytt af raf- magni. En honum fannst vanta hversu miklu heföi veriö eytt ef kynt heföi verið meö olíu. Hann sagöi góöa olíubrennara nýta um þaö bil 60% orkunnar. Þaö þýddi aö fyrir hverjar 6 kílóvattstundir væri eytt einum lítra af olíu. Tæki sem væru farin aö ganga úr sér eyddu hins vegar mun meiru. Frekar að fara til tungls- ins en að drekka Þó að bjórinn kunni hugsanlega að minnka eitthvað líkur á hjartveiki er skaðsemi hans mun meiri en sem því svarar, segir í fréttatilkynningu frá Afengisvarnarráði. — sér til heilsubótar „Heldur myndi ég ráöleggja sjúkl- ingum mínum að fara til tunglsins en aö segja þeim að drekka einn eða tvo áfengisskammta daglega af því að ég teldi það hollt fyrir hjartað,” sagöi Mary Jane Ashley, prófessor í læknis- fræöi viö háskólann í Toronto í Kanada. Þessi orö hennar koma fram í fréttatilkynningu frá Áfengisvarnar- ráði. Tilefni hennar er lítil, þýdd klausa sem birtist í Morgunblaöinu fyrir nokkru. I henni var sagt aö vísindamenn þættust hafa sannaö að bjórdrykkja gæti komiö í veg fyrir hjartasjúkdóma. Áfengisvarnarráö segir aö þama hafi sem svo oft áöur gleymst aö gera grein fyrir þeim fyrir- vara sem heiðarlegir vísindamenn hafi á slíkum fullyröingum. Sem sé þeim að þó aö áfengi kunni aö bæta eitthvað líöan manna sé skaðsemin sem þaö valdi margfalt meiri. „Þaö er ljóst að lítt stoöar aö komast hjá að veikjast af einum sjúkdómi ákveðinn tíma ef maöur andast af öörum sökum drykkju fyrir aldur fram,” segir í til- kynningunni. Vitnaö er í vísindamenn sem eins og Mary Jane hafa kynnt sér áfengismál gaumgæfilega. Taka þeir í sama streng og hún. í grein um heilsutjón af völdum áfengisdrykkju í blaði Hjarta- vemdar Bandaríkjanna segir meöal annars: „Ef áfengi kynni aö hafa einhver jákvæð áhrif á þessusviði falla þau um sjálf sig vegna annars tjóns sem áfengisneysla veldur.” Frétt Morgunblaösins um bjórinn er eftir þessu að dæma því miöur ekki sönn. -DS. mtÐUEKKUN A UTVARPIMBÐ KASSFmjTÆKI STERÍO ÚTVARP MEÐ KASSETTUT/EKI ÁÐUR KR. 6.295,- NU KR. 3.980,- Tandq RAFMAGNS- ■ OG RAFEINDAT/EKI VERSLUN LAUGAVEG1168 RVÍK. S. 18055 Miöaö viö þessa nýtingu og sams konar upphitun og maðurinn á Kópa- skeri notaöi heföi hann þurft 6 þúsund lítra af olíu á síöasta ári. Þaö væri á verölagi dagsins í dag 42.300 krónur. í bréfi Kópaskersbúans kemur fram aö 3 eru í heimili. Þeir heföu því fengiö samtals 3 1/2 olíustyrk heföi olía veriö notuö tii upphitunar. Þaö væru nú 7840 krónur. Eftir stæöi því aö fyrir olíuna hefði veriö greitt 34.460 krónur. Eöa 14.568 krónum meira en greitt var fyrir rafmagniö. Birgir sagöi aö verö á rafmagni til húshitunar heföi verið komið langleiö- ina upp í þaö sem olían kostaöi seint á síöasta ári. En þá heföu ráðamenn farið aö greiða niður rafmagnsverö og því væri munurinn aftur oröinn umtalsverður. DS Notaðar járnsmíðavélar Brodrene Hansen verktöjsmaskiner eru 1 Reykjavik frá fimmtu- deginum 10. mars til sunnudagsins 16. mars. Við komum með mörg og góð tilboð í notaðar vélar. MASKINSAX KANTPRESSUR RENNIBEKKI FRÆSIVÉLAR B0RVERK SAGIR PRESSUR SLIPIVÉLAR LYFTARA SUÐUVÉLAR 0G MARGT FL. Hringiö og viö heimsækjum ykkur, og veriö velkomin á Hótel Esju, sími 82200. Einnig eru uppl. i síma 84858. rt«>TBrdr.Hansen værktojsmasldner

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.