Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bjargaöúrklóm mannræningja ítalska lögreglan bjargaði í gær dóttur auðugs iðjuhölds úr höndum mannræningja og náði þrem ræn- ingjanna. Stúlkunni (27 ára) hafði verið rænt af fimm mönnum í desember, sem ráðist höfðu inn á heimili hennar og bundið móður, systur og tvo þjóna. Þeir kröfðust lausnargjalds, en hversu hátt það var eða hvort það var nokkurn tíma greitt hefur ekki verið látið uppi. Tekur Kohl eitt ráðu- neyti af frjálslyndum? Búist er við aö Helmut Kohl kanslari taki samstarfsmenn sína í ríkisstjóm- inni, frjálslynda demókrata, á hval- beiniö í dag og krefji þá um fórnir í nýju ríkisstjóminni. I fyrsta sinn eftir kosningarnar á sunnudaginn mun Kohl hitta Hans- Dietrich Genscher, formann frjáls- -------------------m Hans-Dietrich Genscher, formaður frjálslyndra, á alvarlegar viðræður fyrir höndum í dag við kanslarann. lyndra, í Bonn í dag og mun hann þá gera honum grein fyrir því sem honum og Franz Josef Strauss fór á milli í gær. Kohl haföi ekki ætlað sér að hefja viöræður um myndun nýrrar stjómar fyrr en í næstu viku en sagt er aö Strauss, leiötogi kristilega banda- lagsins (hægrisinnaðasta afl V- Þýskalands), hafi lagt mjög fast að honum að stokka rækilega upp ráð- herralistann eftir fylgistap frjáls- lyndra í kosningunum. Strauss mun hafa sótt fast að hremma utanríkisráðherraembættiö af Genscher, en margir kviðu því að þá mundi mjög kólna sambúð V-Þýska- lands og austantjaldsríkja, ef af yrði. Frést hefur aö Kohl hafi talið Strauss hughvarf og þá gengiö nærri vináttu- tengslum sem þeir bundust þegar Kohl studdi Strauss í kosningabaráttunni 1979. En frjálslyndir höföu þrjú önnur ráðuneyti í fyrri stjórn Kohls og þykir viðbúiö að Strauss hafi ekki látið sér duga annað en frjálslyndir misstu að minnsta kosti eitt þeirra. Heimut Kohl kanslari fékk með naumindum haldið aftur af Franz- Josef Strauss. Lífverðir hátignar- innar í árekstri Þrír af lífvörðum Elízabetar Bretadrottningar létu lífið í heim- sókn hennar hátignar í Banda- ríkjunum um helgina. Þegar drottningin heimsótti Yosemite- þjóðgaröinn í Kaliforníu lentu líf- verðir, sem leyniþjónustan hafði sent með henni til fulltingis, í bif- reiöaárekstri. Lenti bifreiö þeirra framan á bifreið sem kom úr gagn- stæðri átt og varð áreksturinn feikilega harður. Hinn bíllinn var lögreglubill. Engansakaðiaf hinum tignu gestum. Bifrefð lífvarðanna sést hér á myndinni, sem tekin var eftir áreksturinn. Carter styggir Begin — Israelum líkar illa hve dátt Carter gerir sér við fulltrúa Palestmuaraba Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, mun hafa ráðgert aö eiga fund með einum af leiðtogum Palestínu- araba án þess að þar yröi viðstaddur fulltrúi ísraels og er Begin forsætis- ráðherra Israels sagður mjög uppvæg- urvegnaþess. Carter kom til Israels í gær í sex daga einkaheimsókn en hann hefur verið á ferð í Egyptalandi. Hann ætlar að hitta Elias Freij, borgarstjóra í Betlehem, sem þykir einn af frjáls- lyndari Palestínuaröbum á hernáms- svæöunum, Gaza og vesturbakka Jórdan. — Einnig ætlar hann aö hitta á morgun Rashad A-Shawa, fyrrum borgarstjóra frá Gaza. Gestgjafar hans í Israel munu hafa látiö í ljós óánægju sína með aö Carter skuli ætla að heimsækja hernámssvæö- in og hitta leiðtoga Palestínuaraba án fylgdarlsraelskra embættismanna. I einkakvöldverðarboði, sem haldið var Carter til heiðurs í Jerúsalem í gærkvöldi, þar sem Begin forsætisráð- herra var meðal gesta stóð til aö þeir Begin skiptust á skálum. En hætt var við það. Hafði Carter styggt Israela með því að hitta í Karíó fulltrúa PLO- samtakanna en Israelar líta á þau sem einber hryöjuverkasamtök. I heimsókn sinni í Israel ætlar Carter einnig aö hitta forystumenn Israels og átti hann viðræöur við Begin forsætis- ráöherra í gærkvöldi. Handtökur íPóllandi 43 voru handteknir þegar pólska lögreglan dreifði mannsafnaði, sem tvívegis gerði tilraun í gær til mótmælagöngu í Wroclaw í Sílcsíu. Bar þetta við að lokinni messu í dómkirkju borgarinnar. Samtimis'bafði lögreglan mik- inn viðbúnað í Varsjá, þar sem bú- ist var við mótmælaaðgerðum stúdenta í tilefni fimmtán ára af- mælis stúdentaóeirðanna, sem spruttu upp úr kröfum um aukið tjáningarfrelsi. Þar var allt með kyrrum kjörum í gær. Enn erfiöleikar meöskutluna Nýja geimskutlan, Challenger, sem í tvo mánuði hefur átt í aUs konar vélarbUunum og því ekki komlst á loft í fyrsta geimflug sitt,á að fljúga 26. mars. En nú er komið í ljós örfínt ryk í lest skutlunnar, sem gæti skaðað fínar myndatöku- linsur og kann því flugið að frestast enn um sinn ef ekki næst að hreinsa lestinaítækatíð. ÞurrkarfEþíópíu Miklir þurrkar hafa ríkt á Gond- ar-svæðinu í Eþíópíu og þykir horfa í sama óefnið og 1974, þegar 200 þúsund manns féllu i landinu í hungursneyð upp úr þurrkum. — Vitað er um 100 manns sem dáiö hafa á síðustu dögum og er óttast um fólk sem býr afskekkt. íleitaögullbjargi Froskkafarar víða frá Kanada safnast í næsta mánuði saman við Breska Kólumbíu-vatnið í leit að stærsta gullmola heims sem sögur fara af. 82 ára gamall maður, Magnus Jernberg, hefur tryggt sér námu- réttindi á þessum slóðum vegna sögu sem hann heyrði fyrir löngu af Grettistaki úr gulli. í gömlu bréfi, sem einn af gullleitarmönnum síð- Froskkafarar í Kanada ætla að leita að stærsta gullmola héims í vatninu. Fyrir 50 árum fann Jemberg brotinn árabát, sem hann telur til sanninda sögunni og býður nú 10% fundarlaun hverjum þeim sem finnur gullbjargið. Ef það er mass- íft gull gæti verðmæti þess verið um 400 milljónir króna. ustu aldar hafði skrifað, var lýst hvemig 4 gullleitarmenn hefðu fundið heilt bjarg sem hefði verið „100% hreint gull”. Þeir reyndu að flytja það í árabáti en misstu það niður í bátinn, sem brotnaði og sökkþá gulliö. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.