Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. 11 VIÐTAUÐ: Fyrsta skipti sem ég fæst við svona verkefni Rætt við Þóri Baldursson um tónlistina íkvikmyndinni Húsið „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæst við svona verkefni," sagði Þórir Baldursson um tónlistina sem hann hef ur gert við kvikmyndina Húsið sem bráðlega verður frumsýnd. „Tónlistin cr eiginlega sniðin að myndinni. Hún er samin fyrir myndina og þá strauma sem í henni eru. Hún er drungaleg þar sem hún á að vera drungaleg og öfugt. Músíkin varð mikið til i kringum þema sem Egill Eðvarðsson haf ði sam- ið. Þemað er notað í ákveðnum atrið- um í sambandi við ástina. Svo samdi ég önnur stef sem eru notuð í sambandi við aðrar tilf inningar. Þegar komið var að máli við mig og ég beðinn um að semja tónlist við myndina var það ljóst að tónlist var ákveðinn þáttur í myndinni þvi að ein persónan er tónlistarmaður og það er fluttur hluti úr verki eftir hann í mynd- inni. önnur tónlist er mest effekt- ar. Músikin á að vera þannig að ekki sé tekiö eftir því að hún er hluti af stemmningunni." — Hvernig var vinnslu tónlistarinn- arháttað? „Það þurfti að taka konsertinn upp áður en kvikmyndun var lokið því að hann er hluti myndarinnar. Afgangur- inn af tónlistinni varð til eftir að klipp- ingu myndarinnar lauk. Það var eins og venjulega. Maður gerir of mikið fyrst, svo er tekið úr þangað til kjarn- innerkominn. Þetta var tekið upp hér í Keflavík. Eg leik alla tónlistina sjálfur nema konserthlutann sem er leikinn „live" í Þórír Baldursson tónlistarmaður. myndinni og er hluti hennar. Ég fór síðan til Svíþjóðar með Agli Eðvarðs- syni, Snorra Þórissyni og Sigfúsi Guð- mundssyni til þess meðal annars að sníða tónlistina að myndinni. Þá þurfti líka að hugsa um hljóðblöndun því aö þó að hlutirnir hljómi á ákveðinn hátt í stúdíóinu hér suðurfrá þá gera þeir það öðruvísi þegar þeir eru komnir inn í kvikmynd. Þá þarf að hugsa um tíma- setningu, hljóðstyrk og taka tillit til tals og umhverfishávaða. Við vorum hálfan mánuð að þessu. Leikið á kókflöskur Það eru ýmsar skemmtilegar til- viljanir sem hafa orðið við gerð mynd- arinnar. Eg get nefnt þér sem dæmi að Helgi Skúlason syngur sálminn Ástar- faðir himinhæöa í myndinni. Eg vissi að hann söng sálminn og valdi þrjá fyrstu tónana sem hluta af tónlistinni. Ég spilaði það í tóntegund sem að ég taldi óliklegt að Helgi myndi syngja í. Það kom mér mjög á óvart þegar ég heyrði að hann söng það í sömu tón- tegund í myndinni. Eg spilaöi þetta sama stef líka á kókflöskur með vatni í og hugsaði ekkert um það i hvaða tón- tegund þaö yrði heldur einungis um innbyrðis hlutföll milli flasknanna. Út- DV-mynd Einar Ólason. komuna hægöi ég síðan niður hér í stúdíóinu. Það lenti líka fyrir tilviljun í sömutóntegund." — Hvað ertu að fást við núna? „Eins og er erum viðaðrífa hér í sundur og yfirfara. Við erum búin að nota þetta stúdíó gífurlega mikið undanfarið ár. Það var kominn tími til að líta undir teppið. Eftir helgi förum við svo að taka upp lög eftir Gylfa Ægisson." — Hvaðkalliðþiðstúdíóiðaftur? „Ja, Geimstein, svo tölum við lika oft um upptökuheimilið." ¦SGV UTSALA UTSALA ENN FREKARI VERÐLÆKKUN Versiunin hættir inúverandi mynd, þess vegna bjóðum við enn frekari verðiækkanir út marsmánuð. Aiít á að seijast. IMotið þetta einstaka tækifæri tii að gera góð kaup. . Herraúlpur: Verðáður: 1.395,- Verðnú:S99,- Stærðir: 48—54 Margir litir. Auk þessa bjóðum við: Háskólaboli: Verð áður kr. 99,- nú kr. 49,- Barnaskyrtur: Verðáðurkr. 170,-nú 149,- Náttkjóla: Verðáðurkr. 99,-, núkr. 49,-. Blússur, ymsar gerðir, aðeins kr. 10,- og margt fleira. Barnaúlpur: Verðáður: 749,- Verð nú: 399,- Stærðir: 4—14 Margir litir. Sendum ípóstkröfu um landallt. Aukning sf., Hringbraut 121, R. sími 22500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.